Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 40
40 grænn lífsstíll Helgin 27.-29. júní 2014 Bókin er myndskreytt af Ásgeiri Trausta Í HVER A- FUGLUM kveður Einar Georg sér hljóðs með ljóðum af ýmsu tagi www.forlagid.is V ið Joseph kynntumst mjög ung, 17 og 18 ára, í Belgíu. Þar var hafin vakning fyrir lífrænum vörum sem var ekki enn komin til Þýska- lands en þegar við kynntumst þessum heimi var ekki aftur snúið. Við hættum að borða kjöt og byrjuð- um að rækta okkar eig- ið grænmeti. Á einum degi ákváðum að helga okkur þessum lífsstíl og höfum ekki snúið til baka síðan,“ segir Jennifer sem stofnaði Rapunzel árið 1974. „Þegar við komum okkur fyrir í Augs- burg í Þýskalandi var mjög erfitt að nálgast lífrænar vörur svo við ákváðum að opna litla hverfisverslun, hún var ekki nema 35 fer- metrar og við nefndum Byltingin byrjar hjá sjálfum okkur Jennifer Vermeulen og Joseph Wilhelm voru tvítug þegar þau ákváðu að þau vildu breyta heiminum. Og það má eiginlega segja að þeim hafi tekist nokkuð vel upp. Þau opnuðu þau litla hverfisverslun, Rapunzel, þar sem þau bökuðu brauð í eldofni og seldu lífrænt korn og grænmeti beint frá bónda. Nú, fjörutíu árum síðar, framleiðir og ræktar Rapunzel lífrænar vörur í samstarfi við bændur út um allan heim og hefur skipað sér sess sem eitt elsta og virtasta vörumerki lífrænn- ar framleiðslu í heiminum. Grænmeti og korn Akursel Garðyrkjustöðin Sunna Garðyrkjustöðin Engi Gróðurstöðin Hæðarenda Heilsustofnun NLFÍ Bjarkarás Móðir Jörð Kjöt Neðri-Háls, Hvalfirði: Nautakjöt og mjólk Skaftholt, Selfossi: Nautakjöt, egg, mjólk, lambakjöt Egg Sólheimar-Bú: Egg Mjólkurvinnsla Bio-Bú Mjólkubúið Kú ehf. Mjólkursamsalan ehf. Íslenskir ræktendur með vottun frá lÍfrænu vottunarstöðinni tún, sem pakka og selja beint Í búðir hana Rapunzel. Rapunzel er nafn á prinsessu úr Grímsævintýrum en líka á mjög harðgeru salati frá Suður-Þýskalandi og okkur fannst það til- valið. Eftir á að hyggja er það kannski ekki svo þjált í alþjóðlegum viðskiptum en við vorum ekkert að spá í það. Þetta átti aldrei að verða einhver risa bissness.“ Vildu breyta heim- inum Hjónin byrjuðu að versla við bændur í nágrenninu sem margir hverjir rækt- uðu lífrænt án þess að markaðssetja vöruna þannig. Meirihluti ræktenda notaði þó skordýraeitur svo þau þurftu að leita lengra eftir sumum vörum. „Þetta var al- gjör ævintýri en líka ótrúlega mikil vinna. Kúnnahópurinn stækkaði stöðugt og fólk annarsstaðar að fór að spyrja okkur út í hvernig væri hægt að nálgast vörurnar okkar. Svo við seldum búðina og ákváðum að framleiða eigin vörur undir Rapunzel nafninu og dreifa þeim í búðir í Þýskalandi.“ Jennifer segir þau að einhverju leyti hafa verið hippa en samt ekki þar sem þau voru alltaf í vinnunni og það sé kannski ekki staðalmynd hippans. En auðvitað hafi þau viljað að breyta heiminum. „Við vildum umturna heiminum og lifa öðru- vísi lífi. Þetta snerist ekki bara um að breyta mataræðinu heldur miklu frekar um að breyta sjálfum okkur og þar með heiminum, um að vera meðvitaður neytandi og bera virðingu fyrir umhverfinu. Okkur fannst okkur ekki verða neitt ágengt með því að standa úti á torgi með skilti og bara mótmæla ástandinu, við vildum hafa áhrif. Að rækta okkar eigin garð og breyta okkar lifnaðarháttum fannst okkur geta verið upphafið að því. Þú veist, byltingin byrjar hjá sjálfum okkur. En Jesús, hvað þetta var mikil vinna. Við vorum í vinnunni 7 daga vikunnar í mörg ár.“ Samstarf við bændur um allan heim Í dag fer helmingur allrar fram- leiðslu Rapunzel fram í Legau í Þýskalandi en annað er framleitt af ræktendum sem eru samnings- bundnir Rapunzel. Það tók hjónin mörg ár og mikla vinnu að kynnast bændunum og hefja lífræna ræktun í samstarfi við þá. „Við byrjuðum að ferðast um heiminn í leit að líf- rænum framleiðendum og þannig kynntumst við líka ræktendum sem vildu fara í samstarf og læra að rækta lífrænt. Smátt og smátt fórum við að framleiða fleiri vörur úr hráefninu sem við unnum í sam- starfi við bændurna. Við fórum til Tyrklands með lest í lok sjöunda áratugarins í leit að apríkósum, döðlum og rúsínum. Þar kynntumst við bónda sem við erum enn í sam- starfi við. Þá var enginn að rækta lífrænt þar og það tók okkur 10 ár að byggja upp lífræna biodínamíska akra í samstarfi við bændurna og ungan landbúnaðarfræðing sem við kynntumst þar. Þar næst fórum við til Bólivíu til byggja upp samstarf við kakóbónda sem vildi læra að rækta lífrænt. Við keyptum kakó frá honum en framleiðslan var það mikil að við ákváðum að fara líka út í súkkulaðiframleiðslu. Við fundum lítið súkkulaðifyritæki í Sviss sem enn þann dag í dag framleiðir Rap- unzel súkkulaðið. Svona hefur þetta þróast koll af kolli og í dag eigum við í góðu sambandi við bændur allsstaðar í heiminum. Við höldum mjög skemmtilega og innihalds- ríka fundi á hverju ári í Legau þar sem fyrirtækið er staðsett í dag og lærum heilan helling hvert af öðru.“ Snýst um svo miklu meira en hollustu Fyrir Jennifer snýst lífrænn lífs- stíll um miklu meira en bara það að borða hollt. „Auðvitað hjálpar það við að halda betri heilsu að borða lífrænt en það er engin ávísun á eilíft líf, enda snýst þetta ekki um það. Þetta er ákveðinn hugsunar- háttur, hluti af mun stærra mengi. Þetta snýst um að hafa áhrif á um- hverfið og vernda lífkeðjuna, um að útrýma eiturefnum og ekki síst um að bera virðingu fyrir fólkinu sem ræktar matinn okkar. Mér finnst al- veg frábært að fylgjast með því sem er að gerast hjá ungu fólki í dag, hvað það virðist vera orðið með- vitað um umhverfi sitt. Við vissum þetta allt fyrir 40 árum en þá vorum við svo lítill hópur. Nú fer hópurinn ört stækkandi. Loksins er þetta að vera meira norm en undantekning.“ Sumir segja lífrænan lífsstíl vera tískubólu en Jennifer er ekki sammála. „Langflestir þeirra sem kaupa lífrænan mat gera það vegna þess að þeir vita að það er hollara og umhverfisvænna. Margir þeirra sem kaupa lífrænt er fólk sem hugsar út fyrir boxið og um stærra samhengi en sjálft sig. Ég held ekki að þessi aukning sem á sér stað núna í lífrænum vörum sé tilkomin vegna tískubólu, ég held miklu frekar að unga fólkið hugsi meira út fyrir boxið í dag.“ Ekki dýr lífsstíll Er þetta munaður sem aðeins ríkt fólk getur leyft sér? „Nei, nei, það er bara della. Þetta snýst allt um forgangsröðun. Ef þú hefur aldrei keypt lífrænt og ákveður einn daginn að kaupa allt inn lífrænt þá mun það kosta mikla peninga. En ef þú tekur ákvörðun um að lifa þessum lífsstíl þá er það ekkert dýrara en hver annar lífsstíll. Það er svo mikið af allskonar óþarfa sem þú getur sleppt að kaupa. Þetta er allt spurning um val. Þú getur til að mynda valið að eyða minna í bensín og ganga meira ef þú vilt spara. Ég lenti oft í því í litlu búðinni minni að fólk kom inn og kvartaði yfir verði en var samt í dýrum merkjafötum og með bílinn í gangi fyrir utan. Þetta er allt spurning um að velja eitt og hafna öðru.“ Rapunzel framleiðir lífrænan mat úr hráefni frá 36 löndum. Öll ræktun er vottuð lífræn og hluti hennar er bíódínamísk. Engin skordýraeitur, leysiefni, þungmálmar né önnur skaðleg efni koma nálægt vinnsluferli varanna. Fyrirtækið leggur ekki aðeins áherslu á gæði matarins heldur líka á lífsgæði bændanna sem rækta hann. Alltaf er unnið í nánu sam- starfi við bændur, myndaðir eru langtímasamningar og alltaf eru notaðar umhverfis- verndandi ræktunaraðferðir. Notuð er eins lítil orka og mögulegt er við framleiðslu og flutninga og eins lítið af umbúðum og hægt er. Hvað er rapunzel? Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.