Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 23
ÚTBÚÐU
UPPÁHALDS
RÉTTINN ÞINN
TAKTU
girnile
ga
INSTAG
RAM M
YND
af rét
tinum
MERKtu MYNDINA#GOTTiMATINN ogdeildu á FACEBOOK
1.
2.
3.
MEÐ HRÁEFNI FRÁ GOTT Í MATINN!
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
og þú Gætir
unnið weber grill!
eða glæsilega gjafakörfu
Taktu þátt í matarmyndaleik Gott í matinn. Útbúðu þinn uppáhaldsrétt úr
ljúffengu hráefni frá Gott í matinn, taktu girnilega Instagram mynd af réttinum
og deildu henni með okkur á Facebook. Girnilegasta matarmyndin verður valin
úr pottinum og sigurvegarinn hlýtur að launum glæsilegt Weber grill.
Sendu okkur þína
girnilegu matarmynd
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
E
inar Georg var fimm-
tugur þegar Ásgeir
Trausti fæddist og
gæti því auðveldlega
verið afi hans í árum
talið. Þeim hefur alltaf komið vel
saman þó drengurinn hafi þurfti að
„burðast með gamlan pabba,“ eins
og Einar orðar það. Hann kveðst
aldrei hafa þurft að skamma son
sinn en Ásgeir segir að hann hafi
fengið að ráða sér mikið sjálfur.
Við Einar Georg og Ásgeir
Trausti mælum okkur mót á Frétta-
tímanum. Einar mætir tímanlega,
nýkominn að norðan en hann
býr á Laugarbakka í Miðfirði þar
sem Ásgeir Trausti ólst upp. „Ás-
geir verður aðeins seinn en hann
hlýtur að fara að koma. Hann býr
svo langt frá bænum, alla leið upp
í Norðlingaholti. Svo þurfti hann
eitthvað að skutlast með kær-
ustuna.“ Við Einar setjumst niður
með kaffibolla á meðan sonurinn
skutlast með kærustuna.
Ljóðin undir hjónarúminu
Einar Georg Einarsson er ættaður
frá Húsavík en hefur kennt víða um
land sem íslenskukennari auk þess
að hafa verið skólastjóri í nokkrum
skólum. Nú er hann 73 ára og sest-
ur í helgan stein og getur því al-
farið helgað sig skrifunum. „Hvera-
fuglar“ er ekki fyrsta bókin hans
því árið 1984 gaf hann út bókina
„Þá mun vorið vaxa“. „Já, það er nú
óhætt að segja að ég hafi alltaf ver-
ið að yrkja. Ég byrjaði snemma að
semja vísur og hef nú birt eitthvað
í blöðunum. En það fór ekki mikið
fyrir fyrri bókinni minni. Nokkrir
kassar af henni lágu nokkuð lengi
undir hjónarúminu.“ Það er ekki
bara Ásgeir Trausti sem hefur
leitað í skáldabrunn Einars því
hálfbróðir hans, Þorsteinn Einars-
son í Hjálmum, hefur líka nýtt sér
ljóð föðurins. „Hann fann kassana
þarna undir rúminu og notaði eitt-
hvað af ljóðunum í sína plötu.“
Nú mætir Ásgeir Trausti, með
kærustuna sem ætlar að bíða á
meðan viðtalinu stendur. „Sæll
Ásgeir minn, sástu nokkuð hana
mömmu þína á vappi hérna?“ Einar
Georg segir mér að ljóðabókin sé
einmitt tileinkuð móður Ásgeirs,
henni Pálínu. Mörg ljóðanna í
bókinni voru hugsuð í aðra bók,
„Vatnið í náttúru Íslands“, eftir
Guðmund Pál Ólafsson náttúru-
fræðing. „Hann var æskuvinur
minn, við þekktumst frá því við
vorum fimm ára. Hann hringdi í
mig þegar hann var að vinna að
bókinni um vatnið og bað mig um
að yrkja nokkur ljóð fyrir þá bók.
Ég var nokkurnveginn búinn að því
þegar hann dó. En við höfðum líka
talað um það að gefa út minni bók
þar sem hálf síða væri ljósmynd og
hinn helmingurinn væri ljóð. Svo
ég átti nokkuð af þessum ljóðum
til þegar hann féll frá. Ég hætti að
yrkja í nokkurn tíma eftir það en
tók svo upp þráðinn aftur og úr
varð þessi bók.“
Vinna hratt og vel saman
Í stað ljósmynda Guðmundar Páls
prýða teikningar Ásgeirs Trausta
bókina. Þetta er ekki í fyrsta sinn
sem feðgarnir vinna saman því á
fyrstu plötu Ásgeirs Trausta, „Dýrð
í dauðþögn“ sem skaut honum
hratt upp á stjörnuhimininn, var
faðir hans helsti textasmiður. „Við
höfum unnið mikið saman síðast-
liðin tvö ár svo ég er kannski að
endurgjalda honum greiðann,“
segir Ásgeir. „Það er samt kannski
ekki rétt að kalla það greiða því
mig langar til að vinna meira með
pabba. Það er bara svo gaman að
vinna saman. Ég var á leið á fjög-
urra vikna túr og hugmyndin var
að vera búinn með myndirnar áður
en ég færi og gera þær rosalega
vel. Svo gafst aldrei tími þannig
að ég endaði á að teikna þetta í
rútunni á leið milli borga. Ég fylgdi
bara nokkurn veginn því sem pabbi
var búinn að lýsa fyrir mér.“ „Ég
vildi bara að hann myndi ná svona
sirka stemningunni,“ segir Einar
Georg.
Samstarfið gekk á svipaðan hátt
fyrir sig þegar platan var unnin.
Þá var það Ásgeir sem sendi föður
sínum lög og bað hann um að
fanga stemninguna með orðum.
„Já, það voru alltaf lögin sem komu
fyrst,“ segir Ásgeir. „Við tókum öll
lögin upp í stúdíói og um leið og
„demóið“ að hverju lagið var til þá
sendi ég það á pabba. Við töluðum
um lagið í einhvern smá tíma en
svo vann hann þetta mjög fljótt.
En músíkin segir auðvitað eitt-
hvað um stemninguna. Það er bara
mjög eðlilegt fyrir okkur að vinna
saman.“
Gamli pabbinn
En ætli það sé svo algengt, að
feðgar geti unnið svona vel saman?
„Nei, það er örugglega ekki svo
eðlilegt fyrir alla,“ segir Ásgeir.
„Ég var nú einmitt að ræða þetta
við góðan vin minn hér í Reykja-
vík,“ segir Einar Georg „ því ég
var eitthvað að velta því fyrir mér
hvort það væri kannski illa gert af
mér að fá Ásgeir til að vinna með
mér í bókinni. En hann benti mér
á að þetta væri afskaplega gott for-
dæmi, að sýna að feðgar gætu unn-
ið saman. Ekki síst vegna þess að
Ásgeir er lang yngsta barnið mitt
og hefur því alltaf þurft að burðast
með gamlan pabba. Ég gæti sko
verið afi hans í árum og ég hugsa
að það gæti verið raun fyrir marga.
En okkur hefur alltaf komið voða-
lega vel saman. Ég hef bara aldrei
þurft að skamma hann.“
„Ég fékk líka alltaf að ráða hlut-
unum frekar mikið sjálfur í upp-
eldinu,“ segir Ásgeir. „Auðvitað
var mér að einhverju leyti vísað í
rétta átt, en það var einhver nátt-
úrulegur rammi til staðar og innan
hans fékk ég frekar mikið frelsi til
að dafna sjálfur.“
Tónlistaruppeldið hófst í Hrísey
Einar Georg spilar á píanó en
segist nú ekki spila svo mikið.
Pálína, móðir Ásgeirs, spili meira
en hún hefur unnið sem organisti
og kennt tónmennt. Hann tekur
Framhald á næstu opnu
Ég hugsaði tónlistar-
námið alltaf sem eitt-
hvað sem ætti eftir að
hjálpa mér að þrosk-
ast til að gera mína
eigin tónlist.
viðtal 23 Helgin 27.-29. júní 2014