Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 36
Helgin 27.-29. júní 2014 Gleymum því ekki að hvítlaukur- inn kom til Íslands um svipað leyti og pönkið, sem kom til landsins um svipað leyti og það var búið ann- arsstaðar. En við erum samt töff, svona miðað við höfðatölu. Dýnudagar STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚM Stærðir: 80 x 200 cm 90 x 200 cm 100 x 200 cm 120 x 200 cm 140 x 200 cm 160 x 200 cm 180 x 200 cm Yfirdýnur 20% afsláttur Svampdýnur 20% afsláttur Starlux springdýnur 20% afsláttur Dýnur og púðar sniðnir eftir máli eða sniðum. Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða 20% afsláttur Eggjabakkadýnur mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, ferða- bílinn og tjaldvagninn 30% afsláttur Mikið úrval af svefn- stólum og sófum í stöðluðum stærðum eða skv. máli 20-40% afsláttur Dýnudagar standa til lok júní. V ið Íslendingar erum lítil þjóð. En við eigum alveg ótrúlega erfitt með að viðurkenna það. Við keppumst við að mæra allt sem við gerum, allt frá því að danskur knattspyrnumaður eigi íslenska langömmu yfir í alla sigra Bjarkar Guð- mundsdóttur. Alltaf skulum við tileinka okkur þessa velgengni og þakka almættinu fyrir það hvað við erum frábær, svona miðað við höfðatölu. Okkur finnst við líka töluvert betri en flestar þjóðir, ekki bara í kringum okkur, heldur um heim allan. Við gerum óspart grín að því hvernig aðrar þjóðir haga sér, klæða sig, tónlist þeirra og matargerð. En af hverju erum við að þessu? Hvaða minnimáttarkennd er þetta alltaf? Við erum ung þjóð, eiginlega það ung að við höfum ekki unnið okkur inn þann rétt að gagnrýna alla aðra. Pabbi minn er eldri en sjálfstæði okkar, hann fæddist í torfbæ en hann talar samt ekki dönsku. Þegar hið svokallaða góðæri gekk yfir landið þá var það hópur Íslendinga sem keypti rótgróin dönsk fyrirtæki eins og Ma- gasin du Nord og þeir ætluðu sko aldeilis að gera það flott og hipp og kúl eins og Íslend- ingar kunna að gera. Magasin du Nord opn- aði í Kaupmannahöfn árið 1870. Íslendingar fengu samt ekki stjórnarskrá með takmark- aðri heimastjórn frá Dönum fyrr en 4 árum seinna, og verslun var ekki byrjuð af neinu ráði hér á landi um þetta leyti. Dönum fannst mikilvægara að efla verslun heima fyrir áður en þeir nenntu að sinna þessum hræðum á Íslandi. Í dag er Magasin du Nord aftur í eigu Dana, við höndluðum ekki að reka verslun á Strikinu. Samt finnst okkur Danir smá hrokafullir. Á vorin þegar þjóðin keppist við það að spá okkur sigri í Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva hefst alveg magnaður remb- ingur sem á sér enga hliðstæðu. Við horfum á kynningarþætti um lög annarra þjóða og hlæjum dátt að þessum vitleysingum sem halda að geti sungið betur en við. Sérstak- lega þjóðum sem liggja austar í álfunni. Við horfum með fyrirlitningu á framlag Pólverja og tölum opinskátt um það hvað þeir eru ótrúlega gamaldags og glataðir. Við erum svo miklu meira kúl. Pólverjar reistu bygg- ingar og kastala árið 1025 sem standa enn, og eru óbreyttir. Þeir drukku úr kristal og nutu fæðutegunda sem komu ekki til Íslands fyrr en um 800 árum síðar. Ég veit ekki hvað var að gerast á Íslandi árið 1025 en ég veit að fyrsta húsið sem byggt var með steinsteypu var á Akranesi í kringum 1880. Pólverjar eru samt gamaldags. Við eigum bestu kokka heims. Við eigum kokk sem er með besta matsölustaðinn í London og auðvitað förum við öll á þann stað þegar við ferðumst þangað. Það er búið að opna hamborgarabúlluna á nokkrum stöðum í Evrópu og auðvitað förum við þangað líka. Það vita það allir að það gerir enginn betri hamborgara en við Íslendingar, eða hvað? Við erum alveg ótrúlega vanþróuð þjóð þegar kemur að mat. Fram að seinni heimsstyrjöld þá var eiginlega bara borðaður ónýtur matur á Íslandi. Það þurfti styrjöld til þess að við fengum að smakka allskonar krydd, tyggjó og súkkulaði. Í dag borðum við ónýtan mat einu sinni á ári, en okkur finnst Kínverjar skrýtnir af því að þeir borða skordýr, sem er auðvitað fáránlegt. En ekki að borða kynfæri af hrútum sem hafa legið í mysu í nokkra mánuði, það er eðlilegt. Gleymum því ekki að hvítlaukurinn kom til Íslands um svipað leyti og pönkið, sem kom til landsins um svipað leyti og það var búið annarsstaðar. En við erum samt töff, svona miðað við höfðatölu. Við erum stórþjóð í huganum. Við erum best á smáþjóðaleikunum. Best í því að eyða peningum, engin önnur þjóð í heiminum aug- lýsir nýtt kortatímabil nema við. Við erum handviss um það að allir sem fremja brot í Reykjavík séu innflytjendur og treystum ekki Tyrkjum vegna þess að það má ekki flytja með sér grjót þaðan. Við erum sannfærð um það að við eigum möguleika á gullverðlaun- um í öllum keppnum sem við keppum í. Við skiljum ekki af hverju Selma vann ekki Euro- vision. Við þykjumst vera frjálsleg í fasi og laus við hroka og fordóma. Við sendum meira að segja leikskólakennara til Danmerkur til þess að segja öllum það. Við eigum fyrsta geimfarann. Fyrstu konuna sem varð forseti. Fyrsta samkynhneigða forsætisráðherrann og fyrsta Grafarvogsbúann sem keppir á HM í knattspyrnu með Bandaríkjunum. Við gleymum því samt oft að við erum jafn fjöl- mennt samfélag og Coventry í Englandi. Í Coventry er samt enginn hamborgara- staður sem hringir bjöllu þegar nýr einstak- lingur kemur í heiminn þar. Það er okkar hugmynd! Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ingólfur Arnars- son finnur Ísland 875 Hjaltlandseyjar og Orkneyjar fara undir krúnu Haralds hárfagra Ísland er að jafna sig af svarta dauða 1500 Endurreisnar- tímabilið í fullum blóma, madrigalar sungnir í borgum Mið-Evrópu Heima- stjórn á Íslandi 1904 Fyrsti nýárs- fögnuðurinn á Times Square í New York Ísland verður sjálfstætt ríki og Sveinn Björnsson kjörinn forseti. 1944 Þriðja útvarps- stöðin opnar í Makedóníu Enn 3 ár í það að íslenskt sjón- varp verði til 1963 Bítlarnir slá í gegn Kringlan opnar í Reykjavík 1987 Magasin du Nord hefur verið opið í 111 ár í Kaup- mannahöfn Selma lendir í 2. sæti í Eurovision 1999 Svíar verða heims- meistarar í hand- bolta Íslendingar eru um 320 þúsund manns 2013 Coventry er 22. stærsta borg Eng- lands, 325 þúsund íbúar Á r ið Við erum stór, miðað við höfðatölu Íslendingar eru frábærir, klárir og skemmtilegir. Við höfum afrekað ótrúlegustu hluti á heimsvísu. En samt finnst okkur allir eitthvað svo glataðir. Ís l a n d ú t l ö n d 36 úttekt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.