Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 30
É g var nánast búinn að klúðra lífi mínu vegna tölvufíknar. Þegar ég var 34 ára gamall var ég stórskuldugur, ómenntaður, átti hvorki konu né börn og nýfluttur aftur heim til foreldra minna. Mér var samt alveg sama því mér gekk vel í vinnunni þar sem ég var yfir tölvuleikjadeild BT og gat spilað tölvuleiki minnst 10 tíma á dag,“ segir Þorsteinn Kristjáns Jóhanns- son, 44 ára framhaldskólakennari sem náði að sigrast á tölvufíkninni og lifir gjörbreyttu lífi í dag. Þorsteinn hefur frá árinu 2006 haldið fyrirlestra um tölvufíkn í skólum um allt land og opnaði á dögunum vefsíð- una Tolvufikn.is. „Eftirspurnin eftir fyrirlestrunum er alltaf að aukast og ég ákveð að koma efninu á vefinn til að fólk sé ekki bundið við að koma á fyrirlestur til að fá þessa fræðslu,“ segir hann. Tölvuneyslan gekk fyrir Hann var aðeins níu ára gamall þegar hann sá Pac Man og Space Invaders í fyrsta skipti í spilakassa og varð gjör- samlega heillaður. Ellefu ára gamall komst hann fyrst í vandræði vegna tölvuleikja þegar hann eyddi öllum blað- burðarpeningunum sínum í spilakassa. „Ég var þarna strax orðin fíkill. Það komst ekkert annað að hjá mér,“ segir hann. Þorsteinn fékk Sinclair Spectrum leikjatölvu í fermingargjöf og þegar hann var ekki á spilakassastaðnum Tralla á Suðurlandsbraut var hann heima í tölvunni, skólinn sat á hakanum og hann átti enga vini nema í tengslum við tölvuleikina. Með tilkomu netsins varð fjandinn laus. „Ég gat þá verið að í 18 tíma á dag, jafnvel lengur, án þess að drekka kaffi eða neyta örvandi efna. Í tölvunni gleymdi ég mér alveg, og áhyggjur voru á bak og burt. Ég hellti mér í tölvuheiminn og hinn raunveru- legi heimur sat á hakanum.“ Hann hafði klúðrað tveimur samböndum en stóð nokkurn veginn á sama því hann hafði þá nægan tíma fyrir tölvuleikina. Það síðasta sem hann hugsaði sér var að eignast maka því það myndi eingöngu trufla „tölvuneysluna,“ eins og hann orðar það. Gráir og guggnir karlmenn Þrítugur fékk Þorsteinn draumastarfið sem deildarstjóri tölvuleikjadeildar BT í Skeifunni. „Ég stóð mig vel í þessu starfi. Þess var krafist að ég prófaði alla leikina sem hentaði mér mjög vel. Ég var sérfræðingur í öllum leikjunum og vissi alltaf hvað viðskiptavinirnir vildu.“ Hann fékk hins vegar nýja sýn á líf sitt eitt kvöldið þegar BT var með miðnæt- uropnun vegna nýrrar uppfærslu á vin- sælum fjölspilunarnetleik, Dark Ages of Camelot. „Mér brá þegar ég horfði yfir hópinn og sá að þarna voru mest- megnis karlmenn á mínum aldri sem voru gráir og guggnir. Auðvitað voru einhverjir reffilegir þarna inn á milli en mestmegnis voru þetta illa farnir menn. Mér leið eins og það væri nýkomin sending af einhverju dópi til landsins og þarna væru þeir að bíða eftir dópinu sínu. Þetta var í fyrsta sinn sem ég fór að velta fyrir mér hvort þetta væri fíkn, hvort ég væri með tölvufíkn.“ Þorsteinn ákvað að gera tilraun á sjálfum sér og hreinlega slökkti á tölv- unni. „Ég fékk kvíðakast, varð þung- Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson heillaðist ungur af tölvuleikjum og í dag gerir hann sér grein fyrir því að hann var orðinn tölvufíkill strax sem unglingur. Hann glímdi einnig við matarfíkn og um tíma var hann í ræktinni tvo tíma á dag beinlínis til að geta eytt afgangnum í að spila tölvuleiki og borða. Þorsteinn hefur haldið fyrirlestra um tölvufíkn um allt land og var að opna fræðsluvef um fíknina. Tölvufíknin heltók líf mitt Ég gat þá verið að í 18 tíma á dag, jafnvel leng- ur, án þess að drekka kaffi eða neyta örvandi efna. Í tölvunni gleymdi ég mér alveg, og áhyggjur voru á bak og burt. Ég hellti mér í tölvuheiminn og hinn raunverulegi heimur sat á hakanum. Framhald á næstu opnu 30 viðtal Helgin 27.-29. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.