Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 50
er bökuð úr Kornax brauðhveitinu Föstudagspizzan 50 heilsa Helgin 27.-29. júní 2014  Hreyfing fjölskyldudagurinn í öskjuHlíðinni á sunnudag 25% NÝTT® afsláttur af öllum styrkleikum og pakkningastærðum Öskjuhlíðin iðar af lífi Mikilvægt er að foreldrar verji tíma með börnum sínum við útivist því börn sem alast upp við stunda hreyfingu úti í náttúrunni eru líkleg til að halda því áfram á fullorðinsaldri. Um helgina verður haldinn fjölskyldudagur í Öskjuhlíð með ævintýralegri dagskrá. Ævar vísindamaður verður meðal þeirra fjölmörgu sem bregða á leik. Frítt verður á alla viðburði. l íf og fjör verður í Öskju-hlíðinni á sunnudag því þá verður haldinn Fjölskyldu- dagur með fjölbreyttri dagskrá. Skipuleggjendur dagsins eru höfundar bókarinnar Útivist og afþreying fyrir börn, þær Lára Sig- urðardóttir og Sigríður Sigurðar- dóttir og höfundar bókarinnar Útilífsbók barnanna sem kemur út á næsta ári, þær Pálína Hraundal og Vilborg Arna Gissurardóttir. Með deginum vilja þær að fjöl- skyldan geti notið þess að hreyfa sig úti í náttúrunni og upplifað ný og skemmtileg ævintýri. Á dag- skránni verður rathlaup sem er vinsæl fjölskylduíþrótt á Norður- löndum, leiðangur á vegum Ferða- félags barnanna og hjólabraut á vegum Hjólafærni. Dr. Bæk verður Á Fjölskyldudeginum í Öskjuhlíð verður meðal annars boðið upp á jóga. á staðnum og fer yfir hjólabúnað gesta og því upplagt að fá góð ráð. Þá verður boðið upp á jóga, hópleiki, göngutúr þar sem nátt- úruskoðun og myndlist verður fléttað saman, hugleiðslu og ljós- myndakeppni. Ævar vísindamað- ur mætir í Öskjuhlíðina og gerir spennandi tilraunir. Að sögn Láru Sigurðardóttur er líklegra að þau börn sem læra að stunda hreyfingu með útivist haldi því áfram síðar á lífsleið- inni. „Það að gera útivist að lífs- stíl færir okkur að miklu leyti þá hreyfingu sem æskileg er. Svo erum við líka mjög heppin með hve stutt er í fallega náttúru og ferskt loft hér á landi. Margar rannsóknir hafa einnig sýnt að þeir sem stunda útivist eru almennt hraustari og fá síður pestir.“ Hún segir hinar Norður- landaþjóðirnar mun frekar en Íslendinga nýta náttúru og úti- líf sem hluta af daglegu lífi og skemmtun. „Þar fer fólk oftar gangandi eða á hjóli út í búð en við notum frekar bíl,“ segir hún. Hreyfing er oft tengd ákveð- inni íþrótt og margir sem venjast því frá unga aldri að fá sína hreyfingu í skipulögðu íþrótta- starfi. „Því miður hætta ansi margir þeirri iðkun á unglings- aldri en aðrir halda áfram að hreyfa sig með því að sækja líkamsræktarstöðvar. Það er því oft fast í okkur að fara á einhvern ákveðinn stað þar sem skipulagt eða óskipulagt íþróttastarf fer fram,“ segir Lára og bendir á að vísbendingar séu um að um sjötíu prósent fólks fái ekki nægi- lega hreyfingu og flokkist því sem kyrrsetufólk og sé sem slíkt í meiri hættu á að fá langvinna sjúkdóma. Börnin læra það sem fyrir þeim er haft og því um að gera að fjölskyldan njóti lífsins saman á hreyfingu úti í nátt- úrunni. Gestir eru hvattir til að koma hjólandi eða gangandi á Fjöl- skyldudaginn en einnig verða bílastæði við Perluna. Gott er að taka með teppi og nesti. Allir eru hjartanlega velkomnir og ókeyp- is verður á alla viðburði. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.fyrirborn.is, á Facebook- síðunni Útivist og afþreying fyrir börn - Reykjavík og nágrenni og á Facebook-síðunni Útilífsbók barnanna. Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is Lára G. Sigurðardóttir og Sigríður A. Sigurðardóttir. Vilborg Arna Gissurardóttir og Pálína Hraundal. Ráð til að gERa útilíf og HREyfingu að lífsstíl  Gera áætlun um hreyfinguna og skrifa á miða á ísskápinn. Það gæti til dæmis verið:  Hjóla með börnunum út í búð á þriðjudögum eftir vinnu klukkan 16.30. Allir taka með bakpoka til að hjálpast að við að bera mat- vörurnar heim.  Fara einhvern daginn í Öskju- hlíðina í sumarfríinu. Bjóða stórfjölskyldunni með. Hvað er skemmtilegra en að hafa ömmu og afa í lautarferð? Skoða gos- hverinn, taka með teppi og nesti og finna leynistað. Endað á baði í Nauthólsvík.  Fjöruferð á Álftanesströnd. Leyfum börnunum að rannsaka lífríki fjörunnar, tökum með ílát, stækkunargler, handklæði, teppi og nesti. Upplifum náttúruhljóðin og ræðum um þau. Endum daginn í öldulauginni í Álftaneslaug.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.