Fréttatíminn


Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 27.06.2014, Blaðsíða 4
SKVÍSAÐU ÞIG UPP FYRIR SUMARIÐ FLOTTAR VÖRUR Í STÆRÐUM 14-28 Sjáðu úrvalið í netverslun www.curvy.is eða kíktu við í verslun okkar að Fákafeni 9 Afgreiðslutímar eru alla virka daga frá kl. 11-18 og laugardaga frá kl. 11-16 Fákafeni 9, 108 RVK Sími 581-1552 www.curvy.is NÝ SENDING AF SUNDFÖTUM í stærðum 14-24 ( Euro stærð 42-52 ) Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga frá kl. 11-18 Laugardaga frá kl. 11-16 Ég held að Fjara gæti vel komið í staðinn fyrir Gunnars majónes og orðið aðal- majónesið á Íslandi. veður Föstudagur laugardagur sunnudagur Hæg V-læg átt. Skýjað með köflum en Víða SíðdegiSSkúrir. HöfuðborgarSVæðið: Hægviðri og skýjað. Hæg V-læg átt. Skýjað með köflum og lítilS- Háttar Súld V-til en SíðdegiSSkúrir a-til. HöfuðborgarSVæðið: vestlæg átt, skýjað en úrkomulítið. SuðVeStan 3-10 m/S, Skýjað með köflum og þurrt Sa-landS annarS lítilSHáttar Væta HöfuðborgarSVæðið : suðvestan 3-8 m/s, skýjað á köflum úrkoma víða um land en þó sólarglennur suðlægar áttir, víðast hvar hægar. sólarglennur hér og þar en úrkoma víða um land, þokuloft með ströndinni sunnan- og vestantil, en síðdegisskúrir fyrir norðan og austan. Hiti yfirleitt 10 til 20 stig, hlýjast na-lands. 14 16 17 16 14 14 13 15 16 17 13 13 14 16 16 elín björk jónasdóttir vedurvaktin@vedurvaktin.is Fjólublátt heilsumajónes úr sólþurrkuðu þangi Heilsumajónesið fjara er unnið úr þangi sem er sólþurrkað á íslensku hrauni og hentar vel fyrir grænmetisætur. Páll arnar Hauksson, sem þróaði majónesið ásamt skólafélaga sínum í matvæla- fræði, segir það henta vel með steiktum fiski og kartöflum. Fjara en enn ekki komin á markað og leita þeir félagar að fjárfestum. Páll arnar Hauksson með majónesið fjöru. Þar sem það er unnið úr þangi er milt sölvabragð af því. Mynd/Hari  vöruþróun Majónesið er aFrakstur þróunarverkeFnis við Hí M ajónesið er skemmtilega fjólublátt. Það hafa ýmsir lyft brúnum þegar þeir sjá það en marga minnir það einfaldlega á bláberja- skyr þegar þeir sjá það fyrst,“ segir Páll Arnar Hauksson um heilsumajónes sem hann þróaði ásamt skólafélaga sínum, Christopher Melin. Þeir voru að ljúka BS-gráðu í matvælafræði við Háskóla Ís- lands og kúrsi um vöruþróun var þeim gert að þróa matvöru frá grunni. Majó- nesið Fjara er afrakstur af þeirri vinnu. Mikil umræða hefur verið um majónes meðal landsmanna eftir að fregnir bár- ust af því að Gunnars majónes væri gjald- þrota en reksturinn færður í nýtt félag. Þó heilsumajónesið sé enn ekki komið í framleiðslu hefur Páll Arnar háleitar vonir. „Ég held að Fjara gæti vel komið í staðinn fyrir Gunnars majónes og orðið aðalmajónesið á Íslandi,“ segir hann í léttum dúr. Fjólublái liturinn kemur vegna þess að þari er notaður í majónesið en þangið er sólþurrkað á íslensku hrauni. Engin egg eru í majónesinu og hentar það vegan- grænmetisætum jafnt og öðrum sem vilja auka hollustu í mataræði sínu. En er majónes úr þara gott á bragðið? „Þetta hefur fengið góðar viðtökur. Þeir sem þekkja bragðið af sölum eru sérstaklega hrifnir og vilja jafnvel að sölvabragðið væri enn meira,“ segir Páll Arnar. Sjálfur segist hann helst borða majónesið með steiktum fiski, fiskistöngum og jafnvel ofan á brauð. „Við höfum borið majónes- ið þannig fram þegar við erum að kynna það. Oft notum við það nánast bara í staðinn fyrir kokteilsósu,“ segir hann. Fjara stóð uppi sem sigurvegari al- þjóðlegu vöruþróunarkeppninnar EcoT- rophelia Ísland sem er haldin meðal há- skólanemenda og fara þeir Páll Arnar og Christopher til Frakklands í framhaldinu með majónesið, en keppnin er haldin hér á landi á vegum Matís, HÍ og Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands. Þá var Fjara ein af um 30 matvörum sem kynntar voru í vikunni á Nordtic ráðstefnunni á Selfossi, ráðstefnu um norræna lífhag- kerfið þar sem markmiðið er að finna leiðir til fullnýtingar afurða án þess að ganga á auðlindir og minnka þannig úrgang, auka verðmætasköpun og ýta undir nýsköpun. Enn sem komið er verður ekki hægt að fá Fjöru í matvöruverslunum. „Við höfum samt unnið ákveðna markaðsvinnu og leitum að fjárfestum,“ segir Páll Arnar. erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is rétt tæplega helmingur landsmanna horfði á opn- unarleik Brasilíu og króatíu á Hm í knattspyrnu á RÚV hinn 12. júní. Það er mun meira áhorf en var á opnunarleikinn í suður Afríku 2010, samkvæmt upplýsingum frá valgeiri vilhjálmssyni, rann- sóknarstjóra rúv. Borið saman við HM 2010 virðist áhorfið þó vera svipað það sem af er keppni. mikið áhorf var á leik spánverja og Hollendinga í fyrstu umferð riðlakeppninnar, 32 prósent meðaláhorf og 49 prósent uppsafnað. í síðustu viku var mest horft á leik Brasilíu og mexíkó, en aðrir vinsælir leikir voru t.d. leikur spánar gegn Chile og Þýskalands & gana. valgeir segir að athygli veki að konur horfa mikið á Hm. „Hjá konum voru 7 af 10 vinsælustu dagskrárliðunum í síðustu viku útsendingar frá Hm í fótbolta,“ segir hann. -hdm tollarar tóku hálft kíló af steradufti tollverðir fundu á dögunum rúmlega hálft kíló af steradufti í póstsendingu frá Hong kong. Duftinu hafði verið komið fyrir í umbúðum utan af vegglími. í fréttatilkynningu frá toll- stjóra segir að framleiða hefði mátt allt að 125 glös, sem rúma 20 millilítra hvert, af fljótandi sterum úr þessu duftmagni. Þetta er ekki eina smyglið á ólöglegum lyfjum sem tollstjóri hefur stöðvað að undan- förnu. að stórum hluta hefur þar verið um ólög- leg stinningarlyf og stera að ræða. tollstjóri hefur kært málin til viðkomandi lögregluembætta. konur láta til sín taka á pöllunum í Brasilíu en kynsystur þeirra hér á landi fylgjast grannt með gangi mála í keppninni. Mynd/NordicPhotos/Getty konur horfa mikið á Hm 4 fréttir Helgin 27.-29. júní 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.