Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 3
BREF FRA LESENDUM
Meira um nýjungar
Um leið og ég þakka fyrir greinarnar um
líftæknina, sem boða miklar framfarir í
læknisfræði og í baráttunni gegn hingað
til ólæknandi sjúkdómum, vil ég skora á
ykkur að halda áfram á sömu braut. Hér á
Islandi er gífurlega mikið um alls konar
rannsóknarstarfsemi og nýjungar í at-
vinnulífi, sem í öllum hraðanum tínast og
gleymast. Það er vissulega þörf á að segja
frá slíku starfi, reyndar ekki bara úr heimi
raunvísindanna heldur líka af vettvangi
atvinnuiífsins.
Pétur
Bamabarsmíðar
í Svíþjóð
Ég verð að gagnrýna atriði í grein ykkar um
uppaguðfræði og bamabarsmíðar í Svíþjóð
(des.87). Sjálfur er ég meðlimur í sértrúar-
söfnuði, Trú og líf, og finnst þið eingöngu
gefa það neikvæða í skyn þegar þið talið um
„ofstækisfullt hatur sértrúarsöfnuða" og
„strangar refsingar" gagnvart börnum.
Þarna eru klisjur sem gefa aðeins neikvæða
mynd af meðlimum svona safnaða. Ég veit
að viðmót þessa fólks er miklu jákvæðara og
umburðarlyndara til náungans en ætla mætti
af þessari grein um Svíþjóð. Ég er ekki að
setja út á greinina í heild heldur þessa af-
stöðu sem kemur fram í henni. Það vantar
hlutlausa umfjöllun um sérstrúarsöfnuði í ís-
lensku fjölmiðlunum.
Benedikt, Reykjavík.
Kynjamisrétti:
Um leið og ég færi þakkir fyrir viðtalið við
Sigrúnu Stefánsdóttur, verð ég að lýsa
furðu minni á viðbrögðunum í þjóðfélag-
inu almennt við þeim upplýsingum sem
fram komu í rannsóknum hennar. Ég hef
lúmskan grun um að annars staðar á
vesturlöndum hefði verið fjallað meira
um jafn hrilalegar vísbendingar um mis-
rétti og þar komu fram. Á hinn bóginn
ættu allir fjölmiðlamenn að taka þessum
niðurstöðum sem áskorun um að gera
betur gagnvart konum en þeir hafa hing-
að til gert.
Sigrún
Mér fannst athygliverðast í viðtali Þjóðlifs
við dr. Sigrúnu Stefánsdóttur þar sem
yfirborðsmennskan og auglýsingaglamr-
ið var tekið fyrir. Sá hraði og glamur sem
einkennir í vaxandi mæli fjölmiðlana er
löngu flotinn yfir alla bakka. Ég verð hins
vegar að viðurkenna að ég er orðinn ansi
þreyttur á þessu “kvenna" í öllu sam-
hengi. Að mínu mati ber þessi kynjaum-
ræða keim af ákveðinni upphafningu
konunnar og flótta frá hinum harða heimi
allra manna. Þaö er ákveðinn sorglegur
tónn í þessu öllu kynjatali og maður er
farinn að sakna gleðinnar úr þessari um-
ræðu. Ég er ekki að segja að þetta eigi
endilega við um niðurstöður rannsóknar
Sigrúnar, heldur er ég að benda á ákveð-
ið fyrirbæri í kynjaumræðunni, - að hún
sé oft ansi leiðinleg og virðist stefna á
ákveðna einangrun kvenna. En kannski
kemur mér sem karli þetta ekkert við.
Guðmundur.
Húsavík, 22.12 1987
Ég undirritaður, lesandi Þjóðlífs, vil gera
athugasemd við greinina “Hefðbundin
nýsköpun“ í Desember-blaði Þjóðlífs 87.
Nánar tiltekið þann lið sem fjallar um
loftmótstöðu Opels Omega, en þar
stendur orðrétt á bls. 60: “Loftmótstaðan
er 0.28, en það er mælikvarði á hve vel
bíllinn klýfur loftið.
„...Algengt er að nýir bílar séu með
loftmótstöðu 0.30-0.35 og þykir gott. Því
lægri sem þessi stuðull er því minni er
eyðslan... Ég minnist þess ekki að hafa
séð lægri stuðul um loftmótstöðu í fjölda-
framleiddum bíl.“
Þarna ruglar greinarhöfundur saman
“stuðli“ og “loft- mótstöðu“ og þar með
staðreyndum málsins. Hann segir bæði
stuðul og loftmótstöðu vera 0.28. Þetta er
þó tvennt óh'kt og algengt að þeir sem
reynsluaka bílum hérlendis skilji ekki
(ásamt ýmsu öðru).
Hið rétta í málinu er eftirfarandi:
1. Loftmótstaðan er ekki 0.28, heldur
svokallað Cw-gildi (stuðull), sem er
loftmótstöðustuðull og er eingöngu
mælikvarði á straumlínulag yfirbygg-
ingar bílsins og er notaður til að reikna
út loftmótstöðu bílsins.
2. Svo það sé hægt verður að mæla
svokallað þversniðsflatarmál bíls-
ins (cross sectional area, sil-
houette) í m2, kallað A, og marg-
falda við Cw gildi bílsins, Cw x A =
loftmótstaða, því bílar eru ekki
fyrirbæri í einni vídd.
Þeir bílar sem í dag hafa minnsta loft-
mótstöðu eru Citroen AX, Lancia Y 10
(Skutlan) og Opel Omega.
Bíll Loftmót- Þversniös- Loftmót
stöðustuöull, flatarmál, staöa,
Cw A, í m2 Cwx A
Citroen AX . .. 0.31 1.74 0.54
Lancia Y 10 . 0.33 1.74 0.57
Opel Omega 0.28 2.06 0.58
Sökum lengdar sinnar eiga stórir bílar
auðveldara með lágt Cw-gildi, því þeir
eru svo framlágir en hafa í staðinn stærra
þversniðsflatarmál en hinir litlu.
Virðingarfyllst,
Rafn Líndal Húsavík
Bílaskríffínnur Þjóðlífs, Ásgeir
Sigurgestsson, hafði þetta að segja
um bréf Rafns:
„Þetta er góð ábending hjá Rafni og alveg
hárrétt; ég sé að ég hef ruglað saman
hugtökum og það er einfaldlega vegna
þess að ég þekkti ekki nægilega vel til
málsins. Nú veit ég hins vegar betur. Það
er svona þegar þeir eru að skrifa um bíla
sem hafa fyrst og fremst að baki ævilanga,
takmarkalausa bíladellu (að vísu dálítið
ómarkvissa fyrsta æviárið), en tak-
markaða þekkingu.
Það er gott til þess að vita að einhverjir
lesi svo vandlega það sem ég skrifa að þeir
sjái hvað betur má fara og enn betra þegar
þeir láta vita af því. Ég vona að fleiri geri
slíkt hið sama.
Bestu þakkir, Rafn, og láttu heyra meira
fráþér.“
Ásgeir Sigurgestsson
3