Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 7

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 7
INNLENT Viðtal við Watson leiðtoga Sea Shepherd samtakanna_ Félögum fjölgaði um 20% og ijáruiagn streymdi inn Eftir að Sea Shepherd samtökin sökktu hvalbátunum í Reykjavíkurhöfn bættust þúsundir nýrra félaga viö samtökin. Fengu fjármagn til að endurnýja Sea Shepherd skipiö og festu kaup á nýju. „Viö beitum ekki ofbeldi“, segir Watson en samtök hans veröa viö Færeyjar í sumar. í tilefni umtalaðrar heimsóknar Paul Watsons stofnanda og leiðtoga Sea Shepherd samtakanna til íslands nú í mánuðinum náði tíðindamaður Þjóðlífs sambandi við Watson og spurði hann um aðgerðir samtakanna í Reykjavík- urhöfn í nóvember 1986 og ýmsar for- vitnilegar afleiðingar er tveir menn frá þeim sökktu tveimur af fjórum hval- veiðibátum Hvals h/f eins og kunnugt er. Hver urðu viðbrögð félagsmanna ykkar við þessum aðgerðum í Reykjavíkurhöfninni? -Þau urðu mjög góð. Félagatala samtak- anna rauk mjög upp strax eftir að við höfðum sökkt þessum tveimur ólöglegu hvalveiði- bátum í Reykjavík. Viðbrögðin við þessu voru víðast hvar mjög góð. Hve mikið jókst félagatalan hjá ykkur við þetta? -Ég hef ekki nákvæma tölu yfir þetta en það skifti samtals þúsundum í Bandaríkjun- um og Evrópu. Mest var aukningin í Banda- ríkjunum og Bretlandi. Það var líka mikil hreyfing á nýju fólki í Kanada og þó nokkur í Svíþjóð Iíka. Hversu margir meðlimir eru hjá ykkur núna? -Ég veit það ekki nákvæmlega núna þeir eru eitthvað um 10.000 samtals. Það bættust nærri tvö þúsund félagsmenn eftir Reykja- víkuraðgerðirnar á sínum tíma, svo samtökin stækkuðu um 20% við þennan árangur. Auk þess fengum við fjárframlög víða að. Hvaðan komu þau framlög? -Þau komu alls staðar að, þó auðvitað mest héðan frá Bandaríkjunum. Hefur þú hugmynd um hversu há framlög það hafi verið? Nei, ég veit það ekki nákvæmlega. En það hjálpaði fjárhag okkar mjög mikið því allar aðgerðir okkar eru eingöngu fjármagnaðar með frjálsum framlögum fólks hvaðanæva í heiminum. Og hvað gerðuð þið við peningana? Við létum m.a. endumýja gamla skipið okkar Sea Shepherd í Bretlandi. Og svo vorum við að safna fyrir öðru skipi til að- gerða í Kyrrahafi sem við gátum keypt sl. vor. Keyptuð þið þá annað skip fyrir fjár- magnsstreymið eftir að hafa sökkt íslensku hvalbátunum? 7

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.