Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 15

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 15
IN N LENT Óánægja eins og í Póllandi Sjálfstæðisflokkurinn hefur aldrei náð neinu flugi í þessu stjórnarsamstarfi. Flokkurinn hefur ekki náð neinu frumkvæði í stjórnar- samstarfinu þrátt fyrir að hafa forsætið og nýja menn í ríkisstjórn. Þorsteinn Pálsson virðist eftir klofning flokksins ekki hafa komist í þann lit að falli kjósendum í geð. Og í námunda við sig hefur hann ekki það litríka stjórnmálamenn, hvorki á þingi né í ríkis- stjórn að nægi til að lyfta flokknum. Þvert á móti virðist klofningur Sjálfstæðisflokksins staðfestast með tímanum. Og nú er svo komið að fylgi Sjálfstæðisflokksins er að komast niður á svipað stig og annarra stjórn- málaflokka, sérstaða flokksins vegna stærð- ar og litrófs að hverfa. í ritstjórnargreinum í Morgunblaðinu hefur hvað eftir annað verið vakin athygli á þessu, gjarnan undir rós, en það virðist ekki hafa haft nein áhrif á forystu flokksins. Flokkurinn hefur trúlega aldrei haft lakari stöðu í sögu sinni. Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkur- inn hafa farið illa út úr síðustu pólitísku við- burðunum; sérstaklega þó matarskattinum. Þau tæknikratisku vinnubrögð sem ein- kenndu matarskattinn voru gjörsneydd þeirri nánd sem nauðsynleg er athöfnum stjórnmálamanna sem skilnings og stuðnings vilja njóta meðal þjóða sinna við sársauka- fullar efnhagsaðgerðir. Stjórnmálaleiðtogar hafa oft þurft að finna fyrir reiði þegna sinna einmitt við hækkun á matarverði, frá Pól- landi til Puerto Rico. Þess vegna þurftu við- brögð þjóðarinnar ekki að koma á óvart. Hins vegar var vanþekking ráðamanna öllu óvæntari eftir áramót, þar sem þeir virtust ekki hafa látið tölvurnar sína reikna út hvað ákvarðanir þýddu fyrir buddu heimilana. Né heldur virtust þeir skilja reiði fólksins. Framsóknarflokknum virðist oftast takast að firra sig ábyrgð af óvinsælum ráðstöfun- um ríkisstjórnar og gætti þessa fyrirbæris einnig í tíð síðustu ríkisstjórna. Leiðtogar flokLsins virðast jafnvelt geta komið eftir á og hneykslast á afleiðingum ákvarðana ríkis- stjórnarinnar eins og þeir væru í stjórnar- andstöðu. Fylgi flokksins hefur haldist í tíð stjórnarinnar, jafnvel aukist. Fyrir hefur komið að flokkurinn vildi slíta stjórnarsam- starfinu og þá með eftirfarandi í huga; staða Sjálfstæðisflokkksins er það slæm að Fram- sóknarflokkurinn ætti möguleika á að verða álíka stór - og Steingrímur Hermannsson þannig vinna tímamótasigur í sögu Fram- sóknarflokksins. Með því að verða fyrri til slita og meðan klúðursmálin sliga Alþýðuflokk og Sjálf- stæðisflokk ætti Steingrímur sögulegt tæki- færi, eins konar hápunkt á stjórnmálaferlin- um, meiri háttar kosningasigur. Þannig kosningar myndu snúast um Framsóknar- flokkinn og Steingrím Hermannsson og fræðilegur möguleiki á því amk ef miðað er við skoðanakannanir að flokkurinn yrði stærsti flokkur í Iandinu. í síðustu skoðana- könnun var Sjálfstæðisflokkurin með rúm- lega 26% en Framsókn um 20%, en eins og kunnugt er fær Sjálfstæðisflokkurinn yfirleitt mun betri útkomu í slíkum könnunum en í kosningum. Lakast var þó fyrir stjórnar- flokkana að stjórnin hefur misst meirihluta- stuðning kjósenda samkvæmt könnuninni sem birt var í HP. Það eitt hlýtur að hafa verulega áhrif til hins verra innan stjórnar- innar. Stjórnarslit rædd í alvöru Að undanförnu hefur gætt vaxandi örvænt- ingar í Sjálfstæðisflokknum með rikisstjórn- ina og flokkinn. Slík óánægja er ekki hve síst innan þingflokksins og margir þingmenn vita ekki á hvaða leið aðrir partar flokksforyst- unnar eru í pólitíkinni. Einn helsti leiðtogi flokksins, Davíð Oddsson hafði að vissu leyti forgöngu um pólitíska gagnrýni á formann flokksins með því t.d. að gera ráð fyrir veru- legri gengisfellingu á næstunni og lýsa óvissu og óstjórn í efnahagsmálum Þránd í Götu fjárhagsáætlunar borgarinnar. Þannig virðist flokksforysta Sjálfstæðis- flokksins í ríkisstjórn vera einangruð og hafa einna helst stuðning af Jónum Alþýðu- flokksins í ríkisstjórnini -Baldvin Hannibals- syni og Sigurðssyni. VILTU REKA FYRIRTÆKIÐ MEÐ HAGNAÐI OG VIRKJA STARFSFÓLKIÐ BETUR? Lögð er áhersla á raunhæfar spamaðaráætlan- ir og starfslýsingu. Námskeiðið nýtist þér strax í starfi. Hafðu samband og kannaðu málið. Námskeiðið hefst í febrúar og stendur yfir sex miðvikudagsmorgna frá kl. 9-12. DALE CARNEGIE stjómunarnámskeiðið hefur hjálpað mörgum að ná árangri í starfi. Námskeiðið fjallar um mikilvægi hvatningar, skapandi hugmyndaflug - áætlun - skipulagn- ingu - samræmingu og eftirlit. FJARFESTING I MENNTUN SKILAR ÞER ARÐI ÆVILANGT. Innrítun og upplýsingar í síma 82411 ÞJALFUN STJÓRNUIMARSKÓLIIVIM Konráð Adolphsson Einkaumboó fyrir Dale Camegie narnskeiðm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.