Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 25

Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 25
• Vilja íslendingar sæti við þetta borð? Fundur í 17 manna framkvæmdastjórn EB. ÍSLAND OG EVRÓPUBANDALAGIÐ: Eínstefna tíl Evrópu „Fulltrúar Evrópubandalagsins orða það svo ad ef við viljum fá við- ræður við þá um nánari tengsl við bandalagið, eða aðlögun eins og þeir kalla það í dag, þá telja þeir eðlilegt að þeir geti farið fram á viðræður við okkur um fiskveiðiréttindi.“ Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son, utanríkisráðherra, í viðtali við fréttaritara ÞJÓÐLÍFS í Brussel á meðan á Evrópuferð ráðherrans stóð í desember s.l. Evrópumálin eru nú að koma upp á yfirborð stjómmálaumræðunnar hérlendis í fyrsta skipti eftir nær aldartjórðungs þögn. Þróunin í Evrópu er orðið stærsta utan- ríkismál Islendinga og fer vaxandi hröðum skrefum. EB er orðið okkar langstærsti markaður fyrir útflutningsafurðir. Eftir inn- göngu Portúgals og Spánar í EB 1986 standa ríkin í fríverslunarsamtökunum EFTA höll- um fæti - flest þeirra hafa til þessa hafnað aðild að EB vegna hlutleysis eða hlutleysis- stefnu þeirra - öll eiga þau aukin samskipti við EB og innan nokkurra ríkja er spumingin um aðild að Evrópurisanum ofarlega á dag- skrá s.s. í Noregi, Svíþjóð og Austum'ki. Eins og fram kemur í orðum Steingríms tala ráða- menn EB ekki lengur um tengsl við Evrópu- ríki utan bandalagsins heldur aðlögun þeirra að EB. í viðtali ÞJÓÐLÍFS við sendiherra Islands í Brussel kemur fram að í framtíðinni muni Evrópulönd utan EB líklegast teljast sem nokkurskonar annars flokks ríki. VEIK STAÐA ÍSLANDS Þrátt fyrir gífurlega fjárhagserfiðleika Evrópubandalagsins vinnur það hröðum skrefum að þeirri framkvæmd að koma á hindranalausum innri markaði fyrir árslok 1992. Þó íslenskir stjómmálamenn gefi loðnar yfirlýsingar um stefnuna gagnvart Evrópu er öllum orðið ljóst að við verðum að 25

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.