Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 26

Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 26
EVROPUBANDALAGIÐ fylgjast gaumgæfilega með enda mikið í húfi. í tíð síðustu ríkisstjómar var sett upp sér- stakt sendiráð við höfuðstöðvar EB í Brussel árið 1985, og af orðum og verkum Stein- gríms Hermannssonar er þegar ljóst að sam- skiptin við Evrópu er forgangsverkefni í utanríkispólitíkinni. Gagnvart sammna EB- landanna í eina markaðsheild er ísland í veikri stöðu eins og Gunnar Helgi Kristins- son, stjórnmálafræðingur við Háskóla ís- iands, bendir á í riti öryggismálanefndar ís- land og Evrópubandalagið, sem kom út á síðasta ári: „ísland hefur litla sem enga efna- hagslega þýðingu fyrir EB, en EB hefur hins vegar afgerandi efnahagslega þýðingu fyrir ísland.“ AÐILD Á DAGSKRÁ í byrjun sjöunda áratugarins urðu harðar umræður meðal íslenskra stjómmálamanna um hugsanlega aðild að Efnahagsbandalag- inu. Viðreisnarflokkamir, Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur, voru með hugmyndir um einhverskonar aðild að EB en niðurstað- an varð þó sú að aðild kæmi ekki til greina. Varð mönnum ljóst að aðild þýddi að við yrðum að sætta okkur við rétt útlendinga til veiða á íslenskum fiskimiðum og að tilflutn- ingar vinnuafls og fjármagns á milli landa yrðu frjálsir. Gerður var fríverslunarsamn- ingur fyrir iðnaðarvömr við bandalagið 1972 og með víðtækum fríðindum fyrir sjá- varafurðir sem þótti vel viðunandi næstu ár- in. Að öðru leyti ríkti þögn um íslenska Evrópupólitík í stjómmálaumræðunni í tæp- lega aldarfjórðung. Það má segja aó Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, hafi brotið ísinn á síðasta ári; Á fundi Útflutn- ingsráðs í október hélt hann því fram fullum fetum að Islendingar ættu umsvifalaust að • Steingrímur Hermannsson, utanríkis- ráðherra, segir að EB tengi nú ekki leng- ur saman viðræður um viðskipti og fisk- veiðiréttindi á íslandsmiðum. ganga í EB. Víglundur virðist gera ráð fyrir því að Norðmenn muni ganga í EB á næsta áratug og þróunin verði sú að EFTA liðist í sundur. Ekki hafa aðrir orðið til að taka undir með Víglundi en skv. heimildum WOÐLÍFS eru ýmsir atvinnurekendur þenkjandi á þessum nótum. Flestum ber saman um að brátt verði naumast undan því vikist að náið samband eða jafnvel bein aðild að EB verði á dagskrá innan fárra ára. í samtali við ÞJÓÐLÍF sagði Steingrímur Hermannsson að mikill meirihluti væri fyrir því hér á landi að styrkja tengslin við EB en aðild væri þó ekki á dagskrá. Sagði Stein- grímur að Willy de Clerq, sem fer með utan- ríkismál innan framkvæmdastjórnar EB, hefði í viðræðum við sig sagt að bandalagið gerði ráð fyrir því að í framtíðinni yrði hópur þjóða utan bandalagsins en í nánum tengsl- um við það. „ég leyfði mér að leggja áherslu á að við yrðum að öllum líkindum í þeim hópi,“ sagði Steingrímur. Þessar þjóðir kunna þó ein af annarri að hverfa inn í bandalagið fyrir Iok aldarinnar. Eins og fram kemur í grein Einars Karls Haraldssonar hér í blaðinu er aðild Norð- manna að EB vel hugsanleg. Þá berast þær fréttir frá A.-Evrópu að COMECON, við- skiptabandalag austurblokkarinnar, vinni að því að koma á formlegum viðskiptatengslum við EB skv. yfirlýsingu Æðstaráðs Sovétríkj- anna þar um í haust. Þar með gætu þurrkast út þeir þröskuldar sem hafa til þessa staðið í vegi fyrir því að hlutleysisríkjablokkin (Sviss, Austurríki, Svíþjóð og Finnland) gangi inn í Evrópubandalagið. STEFNUBREYTING EB? Það hefur til þessa verið beinhörð fisk- veiðistefna EB að veita ekki viðskiptaíviln- anir nema að fá aðgang að fiskiauðlindum Islands. I viðræðum Steingríms við ráða- menn í Brussel kom þó fram annað viðmót. Þar var mættur Portúgali að nafni Cardosa E. Cunha sem hefur fiskveiðimál á sinni könnu innan framkvædastjómar EB og hefur til þessa þótt erfiður viðureignar. í út- varpsviðtali eftir fundinn sagði Steingrímur orðrétt: „Mér finnst miklu minni þungi í þessari kröfu þeirra um fiskveiðiréttindi en ég kynntist sem sjávarútvegsráðherra fyrir nokkrum árum og þeir fallast nú á það að tengja ekki saman viðræður um fiskveiði- réttindi og viðskiptakjör ..það kom greini- lega fram að þeir eru tilbúnir til að aðskilja þetta alveg.“ • Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmála- fræðingur. íslendingar verða í erfiðri stöðu gagnvart EB á næstu árum. er sú að meirihluti EFTA-ríkjanna stendur utan EB vegna öryggissjónar- miða, þ.e.a.s. þau eru hlutlaus (Sviss, Austurríki) eða fylgja hlutleysisstefnu (Svíþjóð og Finnland). Þriðja meginatriðið snýst um það Sprengihætt pólmskt mál Gunnar Helgi Kristinsson, stjórnmálafrædingur, hefur kannaö tengsl íslands og EB. „Viö höfum litla möguleika EB,“ segirhann Deilumar hér á landi um Efnahags- bandalagið á sjöunda áratugnum sýndu stjómmálamönnum hve þessi mál eru sprengihætt póltískt," segir Gunnar Helgi Kristinsson, stjómmálafræðingur við Háskóla íslands, í samtali ÞJÓÐLÍF. „Það er því von að stjómmálamenn fari varlega í umræðum um tengsl íslands og Evrópubandalagsins.“ Á síðasta ári gaf öryggismálanefnd út rit Gunnars um ísland og EB og því má ætla að hann hafi glögga yfirsýn yfir þessi aö hafa áhrifá ákvaröanir mál. „Það er einkum fernt sem skiptir mestu um sameiningarþróunina í Evrópu og áhrif hennar á íslandi,“ segir Gunnar: „í fyrsta lagi skiptir mestu hver þróun- in verður innan EB og hversu vel aðildar- ríkjunum gengur að ná þeim markmiðum sem þau hafa sett sér. í öðru lagi skiptir þróun EFTA miklu um það hvaða möguleika við höfum á að aðlagast þessu efnahagssvæði. í raun þjónar EFTA því hlutverki að auðvelda ríkjunum aðlögun að EB og staðreyndin 26

x

Þjóðlíf

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.