Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 37

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 37
MENNING DULHEIMAR: Venir á öðram hnöttum Tilraunir um líf að loknu þessu - Midilsfundir í Reykjavík. Félag áhugamanna um „ad efla samband lífsins á jördinni viö fullkomnari lífsstöövar í alheimi“ í Reykjavík miðri fara fram rann- sóknir á óhlutbundnum veruleika. Líf á öðrum hnöttum, litir og ára manna og hluta. Haldnir eru miðils- fundir, sem teknir eru upp á segul- band og hið dularfulla laðar til sín marga einstaklinga, sem hafa stofnað með sér félagsskap um áhugamálið. Tilraunafélagið hefur það að markmiði, að stunda rann- sóknir í dulvísindum, þjálfa miðla og gefa út rannsóknir í fyllingu tímans. Nafngift félagsins á rætur tii sam- nefnds félagsskapar á síðustu öld. A19. öld reis mikil bylgja um spíritisma í Vesturálfu, einna hæst í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Að undanfömu hefur farið æ minna fyrir spintisma á Vesturlöndum. Sumir telja að hann sé svotil úr sögunni. Aðrir halda að hann eigi eftir að ná sér á strik á ný, alveg eins og trúfélög hafa náð víða viðspymu. Pá er sagt að neyslukapphlaup og efnishyggja íbúa Vesturálfu kalli á andlegt andsvar, sem birtist í vaxandi uppgangi trú- félaga, dulhyggju og margvíslegri leit mannsins að tilgangi lífsins eftir öðmm leið- um en þeim sem bent er á í auglýsingaþjóð- félaginu. Annars em tískusveiflur í þessu efni eins og öðm og illmögulegt að fullyrða um raunverulegar ástæður vaxandi eða hnígandi áhuga á dulsálarfræðum. íslendingar létu ekki sitt eftir liggja áður fyrr og upp úr síðustu aldamótum var öflug hreyfing spíritista starfandi í landinu. Myndaður var félagsskapur um þetta mál- efni; Tilraunafélagið, sem var undanfari Sálarrannsóknarfélagsins. Blómatími spíri- tista var á fyrstu tveimur áratugum þessarar aldar. “Gengi sh'kra félaga er í samræmi við kraft þeirra miðla , sem starfa með þeim“, segja áhugamenn í dag. Indriði miðill hafi verið lykillinn að uppgangi hreyfingar spiri- tista um aldamótin og Hafsteinn Bjömsson miðill hafi verið sá síðasti sterki á öldinni. Tilraunfélagið nýja var stofnað 1. apríl 1985 af áhugamönnum um dulsálarfræðileg málefni og með því vildu þeir vekja athygli á tengslum við “starf frumherjanna, sem vildu umfram annað vísindaleg vinnubrögð", segja þeir í dag. Reyndar hafa nokkrir félaganna hist reglulega frá því á árinu 1979 í þessu sama skyni. Tilraunafélagið nýja er óformlegur félags- skapur sem fæst við miðilstilraunir, lest- ur fræðibóka um efnið og fræðslustarfsemi. Félagamir telja að þeir séu nánast eini félagsskapurinn sem vinni skipulega að miðilstilraunum og -þjálfun í landinu. Eins og í pólitík hafa ýmsar kritur bæði hugmyndalega og persónulega komið upp innan hreyfingar spíritista og dulhyggju- manna hérlendis. Eitt félaganna er Guð- spekifélag íslands, þar sem endurholdgunar- kenningin hefur mikinn hljómgrunn. Sálar- rannsóknarfélagið var stofnað upp úr Til- raunafélaginu og menn eins og Einar H. Kvaran og Haraldur Níelsson prófessor höfðu þar forgöngu. 37

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.