Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 45

Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 45
UPPELDI UPPELDISMÁL: Dagheimllln eru ekkí í samkeppni við heimiii bamanna Vidtal vid Berit Bae, lektorí Fóstruskólanum í Osló, en hún var á ferö hér á dögunum Megininntak ráðstefnu um uppeldismál sem haldin verður á Islandi í 14. til 16. apríl er dagvistarheimili sem mennta- stofnanir, sagði Selma Dóra Þorsteins- dóttir formaður Fóstrufélags íslands í samtali við tíðindamann Þjóðlífs. Til undirbúnings og kynningar á þessu við- fangsefni kom til landsins í heimókn einn virtasti frœðimaður á þessu sviði á Norðurlöndum, Berit Bae. Hún stundar rannsóknir á samskiptum barna ogfull- orðinna á dagvistarheimilum. Barit reynir að gera grein fyrir hvaða áhrif samskipti á dagvistarheimilum hafa á námsgetu barna. Fagfólk bíður niður- staðna rannsókna hennar með mikilli eftirvæntingu um þessar mundir. Jóhann Hauksson fréttamaður spurði Berit á dögunum: Hversvegna leggur þú stund á rannsóknir á uppeldisskilyrðum barna á dagheimilum? Eg tel mikilvægt að safna upplýsingum um það hvemig bömum vegnar yfirleitt á dag- heimilum. Við vitum raunverulega ekki ýkja mikið um það, því rannsóknir hafa oftast beinst að börnum á skyldunámsstigi eða á skilyrðum barna á heimilum eða á leikvelli þeirra. Ég hef sjálf áhuga á öllu því sem snertir samskipti barna og tengsl þeirra við aðra. Því yngri sem böm eru þeim mun mikilvægara er samband þeirra við aðra. Allar seinni tíma rannsóknir sýna að sam- skiptin eru lang þýðingamest í uppvexti barna. Takist að byggja upp jákvæð og traust tengsl við böm hefur það áhrif á öllum svið- um uppeldisins, til dæmis málþroska. það er því mikilvægt að komast að því hverskonar umhverfi dagheimlin eru í þessu tilliti. Þau eru félagslegt umhverfi' barna hvunndags. Með athugunum má komast að því, að hvaða leyti dagheimilið getur haft góð eða slæm áhrif á þroska barna. Hverjar eru niðurstöður þínar? Ég hef kynnt mér hvað menn hafa verið að gera í öðrum löndum á þessu sviði. í ljós kemur, að fóstmr og annað starfsfólk á dag- heimilum virðist dálítið á varðbergi gagnvart því að nálgast börnin á dagheimilunum mik- ið, rétt eins og það sé haldið einhverri óöryggiskennd um það hvort þeim sé heimilt að umgangast bömin náið. Það er eins og fólki sé ekki ljóst hvernig það eigi að standa að verki á dagheimilinu hvað þetta áhrærir. Ég hef athugað samskiptin með því að vera með bömum á nokkmm dagheimilum í Osló. Ég hef tekið eftir því, að fóstmr og annað starfsfólk á dagheimilum sem virki- lega þorir að umgangast bömin náið og þorir að vera með þeim af öllu hjarta nær mun betri árangri en aðrir. Með öðmm orðum: Þeir sem leggja sig fram við að mynda tengsl við bömin örva þroska þeirra meir en aðrir. Hvernig er uppeldi á dagheimilum samanborið við hefðbundið uppeldi á heim- ilunum? Margir virðast halda, að dagheimili séu í samkeppni við heimili bamanna. Ég held að dagheimilin veiti bömum öðruvísi reynslu og þroska, að þau læri aðra hluti á annan hátt þar en heimafyrir hjá foreldmm. Til dæmis læra þau að vinna saman: að leysa úr ágrein- ingsmálum sínum í leik og þau venjast því að taka frumkvæði. Einnig er á það að líta, að þegar börn verða útundan í Ieik, þá læra þau í leikskólanum einskonar hemaðarlist til að glíma við slík vandamál. Þau finna sjálf upp aðferðir til að komast aftur inn í hópinn. Þarna er einmitt grundvöllurinn lagður að þeirri samvinnu sem bömin þurfa á að halda seinna meir á lífsleiðinni. í leikskóla læra böm framkomu. Þau öðlast tilfinningu fyrir því að fólk er misjafnt og að viðmót þeirra verði að taka mið af því, hvaða einstaklingur á í hlut. Grunnurinn að þessu er lagður í leikjum bamanna. Þau geta með öðrum orðum fengið ýmislegt í leik- skóla sem ekki er auðvelt að veita heima- fýrir. Á heimilunum er algengt að þau eigi enga jafningja t.d. systkin á svipuðu reki og foreldramir eru ekki ávallt næmir fýrir gildi þessara hluta. Ég hef fylgst með borðhaldi 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.