Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 46

Þjóðlíf - 01.01.1988, Side 46
UPPELDI barna á leikskólum og þar hef ég orðið vitni að því hverig börnin æfa sig í því að tala saman, halda langar ræður því þar hafa þau nægan tíma. Segja reynslusögur og brandara. Það er þannig með okkur fullorðna fólkið, að við erum svo upptekin, erum ávallt að flýta okkur frá borðhaldinu og því missa mörg böm af þessum stundum við matar- borðið sem geta verið svo þýðingamiklar í uppeldinu. Er það einhver hópur bama öðrum frem- ur, t.d. frá “erfiðum heirnilum" sem hefur meira gagn en aðrir af þvi að vera á dag- heimilum? Börnum með mismunandi bakgrunn nýt- ist veran á dagheimilinu á misjafnan hátt. Ég tel til dæmis, að böm langskólagengins fólks njóti ákveðinna hluta á dagheimilinu sem þau fá ekki frá foreldrunum eða heimili. Það er oft þannig að slíkir foreldrar beita mikið hinu talaða orði við uppeldið, rökræða við barnið, en á leikskólanum geta þessi börn fengið útrás fýrir aðrar þarfir. Aherslan á rökræður er ekki eins mikil í leikskólanum. Ég hef oft séð böm háskólagengins fólks nota aðallega höfuðið og munninn. Þess utan er algengt að langskólagengið fólk eigi að- eins eitt eða tvö böm. Mikilvægustu uppal- endur bama fyrir utan foreldra eru önnur börn. Dagheimilin hafa tvímælalaust mikla þýðingu fyrir böm sem koma frá erfiðum heimilum. Um getur verið að ræða of- drykkju, sjúkdóma eða bágborinn fjárhag. Börn sem koma frá slíkum heimilum fá á dagheimilunum þá festu og öryggi sem öll börn þurfa. Mér sýnist að dagheimilin séu mikilvæg fyrir börn úr öllum stéttum. Starfsfólkið á dagheimilunum eru fyrir- myndir bamanna. Hvaða skoðanir hefur þú á menntunar og launamálum þessarar starf- stéttar? Mannlegi efniviðurinn, fólkið sjálft er mikilvægast á leikskólanum. Við verðum að viðurkenna störf þeirra sem við bamaupp- eldi vinna. Starfsfólk dagheimila verður að finna til þess að störf þess séu einhvers virði. Að samfélagið meti mikils vinnu þeirra. Það er nú þannig í okkar samfélagi, að laun eru einhver mikilvægasti mælikvarðinn á slíka viðurkenningu. Það má heita þversagnar- kennt, að það er ávallt talað um þetta sem mikilvæg störf, en það kemur ekki fram í launaumslagi þessarar starfstéttar. En það er fleira en launin sem kemur við sögu. Það er einnig mikilvægt að stunda rannsóknir á uppeldi og umhverfi bama til dæmis í leik- skólanum, að reyna þar ný tæki og leikföng. Endurmenntun og leiðbeiningar fyrir starfs- fólk skiptir einnig miklu máli. Virðing þess- ara starfa verður að aukast. Það er til að mynda slæmt að mínu mati að grunnskóla- kennarar í Noregi séu á lægri launum en aðrir kennarar og þurfi minni menntun. Þar með er verið að segja, að það þurfi ekki að leggja eins mikið á sig til þess að starfa með yngri bömum eins og eldri. • Börn að leik í Hlíðarborg við Eskihlíð. Sumir hér á landi vilja einkavæða dag- heimilin. Hver eru viðhorfin I Noregi? Það eru einkum hægrimenn í stjómmál- unum í Noregi sem viðrað hafa þessar hug- myndir og að dagheimili megi reka út frá hagkvæmni og jafnvel gróðasjónarmiðum. Jafnaðarmenn og vinstrimenn telja að dag- vistun bama hljóti að vera á ábyrgð hins opinbera, ríkis og bæjarfélaga. Sjálf er ég hrædd um að ef reka ætti dagheimili ávallt út frá arðsemissjónarmiðum myndi það leiða til þess að menn færu að draga úr kostnaði við rekstur, til dæmis með því að komast hjá því að ráða sérhæft starfsfólk. Auk þess yrðu keypt ódýrari og þar með óvandaðri leikföng þannig að kjör bamanna myndu versna á ýmsa lund. Það kostar peninga að gefa böm- um betri þroskamöguleika og við verðum að horfast í augu við það, sagði Berit Bae að lokum. • Jóhann Hauksson 46

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.