Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 50

Þjóðlíf - 01.01.1988, Qupperneq 50
ERLENT uppgjafa stjórnmálamaöur þess kost aö leggja ýmsum félagslegum og menningarleg- um verkefnum lið, án þess að taka þóknun fyrir, enda kem ég til með að hafa dágóð eftirlaun. Það er semsé enginn þörf á að verða ellidauður í stjórnmálum“. ÚTILOKAR SAMSTARF VIÐ GRÆNINGJA ÞAÐ KOM FRAM í samræðum okkar Engholms að hann er vongóður um að það fylgi sem jafnaðarmenn virðast njóta í Slés- vík-Holsetalandi haldist fram til kosninga í fylkinu þann 8. maí. Engholm sagðist þess fullviss að Barschel-málið hefði átt sinn þátt í að gera kjósendum ljóst að það væri kominn tími til að stokka upp í stjórnmálum fylkisins eftir 37 ára valdatíma kristilegra demókrata. Hann sagðist einnig telja víst að hvort sem jafnaðarmenn fengju hreinan meirihluta í kosningunum eða ekki, tækju þeir við forystu í fylkinu. í framhaldi af þeim orðum innti ég Engholm eftir því hvort það kæmi til greina fyrir jafnaðarmenn að mynda stjóm með græningjum, ef þeir síðarnefndu næðu tilskildum 5 prósentum atkvæða og kæmust á þing: „ÞAÐ TEL ÉG ÚTILOKAÐ. Græningjar hafa sýnt að þeir eru ekki í stakk búnir til að taka þátt í stjómarsamstarfi. Græningjar hafa margt sér til ágætis, en þeir eru eftir sem áður utangarðs á þingi. Þeir hafa aldrei lagað sig að þeim starfsháttum sem þar tíðkast. Þegar tveir flokkar mynda samsteypustjórn er nauðsynlegt að báðir séu reiðubúnir til málamiðlunar. Græningjar eru aftur á móti ófærir um slíkt. Þeir eru róttækir lýðræðis- sinnar og höfuðvettvangur baráttu þeirra er eftir sem áður utan þings. Það yrði að mínum dómi of áhættusamt að ganga til stjórnar- samstarfs við græningja og eiga á hættu að þeir stökkvi út úr stjórninni fýrirvaralaust, sérstaklega þegar haft er í huga að hér væri um að ræða straumhvörf í stjórnmálum fylk- isins eftir 37 ára setu kristilegra demókrata á valdastólum". EFLA TENGSLVIÐ NORÐURLÖND ÞAÐ KOM FRAM í máli Engholms að nái hann völdum í Slésvík-Holsetalandi, er hann staðráðinn í að taka upp nýja stefnu í atvinnu- og efnahagsmálum. Meðal þess sem hann hyggst gera er að efla viðskipatengsl fylkisins við Norðurlönd: „Til þessa hafa skipuleg viðskiptatengsl við Danmörku, Noreg,Svíþjóð, Finnland og ísland verið ákaflega fábrotin. Ég er þeirrar skoðunar að við hér í Slésvík- Holsetalandi, sem er landfræðilegur tengiliður við Norður- lönd, verðum að efla samskiptin við norræn- ar þjóðir til muna. Sama gildir reyndar um ríki Austur-Evrópu. Þýska Alþýðulýðveldið er jú okkar næsti granni, auk þess sem Eystrasaltsríkin, þar sem miklar efnahags- framfarir hafa orðið, eru hér á næstu grösum. Það sem fyrir mér vakir er að endurlífga hið forna Hansasamband, sem spannaði jú ríkin við Eystrasalt og teygði anga sína allt til ykkar íslendinga í norðri. Þetta er það lang- tímamarkmið sem við jafnaðarmenn höfum sett okkur“. „Annað mál sem við erum ákveðnir í að taka föstum tökum er að auka frjálsræði hér í fylkinu á ýmsum sviðum. Eftir 37 ára íhalds- stjórn og stöðnun verður að hleypa nýju blóði í ýmsa þætti þjóðlífsins. Við verðum að fá gagnrýninn anda aftur inn í stjórnmálin, fræðimenn, listamenn og aðra sem hafa beinlínis verið útilokaðir frá pólitískri um- ræðu í áratugi. Það gengur ekki lengur að róttæklingar sem íhaldssömum stjórnmála- mönnum er í nöp við, séu settir í málbann eins og hér hefur tíðkast. Ég nefni sem dæmi að hér hefur verið í gildi bann við því að fólk sem hefur verið grunað um að vera hallt undir kommúnisma, fái að gegna opinberum störfum. Þetta er hrein fásinna. Það er sjálf- sagt að rökræða og deila við kommúnista, en algjörlega fráleitt að meina þeim að gegna þeim störfum sem þeir hafa menntun til. Slíkt háttarlag leiðir til þess að gagnrýnir einstaklingar þora ekki lengur að láta skoð- anir sínar í ljósi af ótta við að þeir verði settir út á gaddinn. Þessu ástandi verður að breyta. Við verðum að virkja þetta fólk til þáttöku í þjóðmálaumræðunni og stuðla að auknu frjálsræði, opinskárri skoðanaskiptum og ýta undir skapandi hugsun. Allt eru þetta verð- mæti, sem eru til staðar og ekki verða metin til fjár. Til viðbótar nýrri efnahagsstefnu erum við því staðráðnir í að lífga upp á and- legt líf hér í fylkinu“. ÞEGAR ÞESSU SPJALLI mínu við Björn Engholm lauk, var ég sannfærður um að hér væri ekki um orðagjálfur að ræða, heldur væri hér á ferðinni stjórnmálamaður, sem stæði heill á bak við það sem hann segði. Um leið og ég gekk út af skrifstofu hans rak ég augun í viðardrumb sem stóð í einu horninu. Á drumbinn var hengdur stálhjálmur. Til hliðar við trjábútinn stóð myndarleg tað- kvísl. Engholm sagði mér brosandi að þetta væri gjöf frá flokksbræðrum hans á þingi. Hjálminum væri ætlað að verja hann fyrir fólskulegum árásum pólitískra andstæðinga og kvíslina ætti hinn verðandi forsætisráð- herra Slésvíkur-Holsetalands að nota til að stinga út úr þeirri svínastíu sem fráfarandi valdhafar hefðu skilið eftir sig. Því er svo við að bæta að í þann mund sem þessi orð eru sett á blað berst sú frétt að Gerhard Stoltenberg fjármálaráðherra Vestur-Þýska- lands hafi beðið Bjöm Engholm opinberlega afsökunar á framferði kristilegra demókrata í hans garð. • Arthúr Björgvin Bollason 50
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Þjóðlíf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.