Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 51

Þjóðlíf - 01.01.1988, Page 51
ERLENT Svíar í vopnabraskí Hneykslismál varpa skugga á sænska krata og utanríkispólitík Svía EITT ÞEIRRA mála er stöðugt veldur sænskum stjórnvöldum og sósialdemókröt- um áhyggjum er hvernig samræma skuli hið sænska hlutleysi og markvissa friðarpólitík annars vegar og vopnaframleiðslu og sölu hins vegar. Grundvallarsjónarmiðið er að Svíar verði að halda uppi einhverri vopna- framleiðslu þannig að nokkurn veginn verði séð fyrir þörfum sænska hersins. Sé það ekki gert og Svíar verði að kaupa vopn sín er- lendis þá verði hlutleysinu hætt. Komi til hernaðarátaka sé ófært annað en að sænskur vopnaiðnaður sé fyrir hendi. Vandamálið er, að þó hinn sænski her megi teljast nokkuð öflugur eru vopnainn- kaup hans ekki slík, að þau ein nægi til að viðhalda innlendri framleiðslu. Vopnasala til erlendra þjóða er því (ill) nauðsyn. En jafn- framt þessu hafa Svíar lagt sig fram um að reka utanríkispólitík sem stuðli að slökun og friðasamlegri sambúð þjóða og er þeim því meinilla við að vopn þeirra séu notuð á ein- hvern þann hátt er teljast má andstæður þessari utanríkisstefnu. LÖGIN BROTIN Sænski krataflokkurinn hefur auk þessa átt við það vandamál að stríða að innan hans hefur lengi verið nokk- uð stór fylking manna sem andstæð er öllu sænsku hemaðarbrölti. Vilja þeir takmarka mjög alla vopnaframleiðslu og raunar helst hætta henni og að sjálfsögðu taka algerlega fyrir alla vopnasölu. Þeir sem lengst ganga vilja raunar að Svíar afvopnist einhliöa og sýni þannig öðrum þjóðum fagurt fordæmi. Við stefnumótun í þessum málum hefur jafnan þurft að taka nokkurt tillit til þessa hóps. Þessi erfiða jafnvægisganga hefur leitt til umfangsmikillar lagasetningar um vopna- sölu. Sænsk vopnaframleiðslufyrirtæki eru háð mjög ströngum reglum um hvaða þjóð- um megi selja vopn og hvenær. Ekki má selja aðiljum sem eiga í stríði né til svæða þar sem ófriður er yfirvofandi svo dæmi séu nefnd. Til eftirlits og leyfisveitinga var sérstök stofnun sett á laggimar, „Krigsmaterialin- spektionen", sem kalla mætti stríðstóiaeftir- litið. Þessi stofnun sem og raunar öll vopna- sölupólitíkin hefur verið nokkuð í sviðsljós- inu undanfama mánuði í sambandi við rann- sókn á því hvort vopnaframleiðslufyrirtækið Bofors hafi gerst brotlegt við ákvæði hinnar sænsku vopnasölulöggjafar. Yfirmenn þessa fyrirtækis em gmnaðir um að hafa selt vopn til Oman í trássi við lögin. DULARFULLUR DAUÐDAGI Rannsókn málsins, sem hófst með því að samtökin Svenska freds- och skiljdomsföreningen af- hjúpuðu meint brot, hefur tekið Iangan tíma og margt sérkennilegt átt sér stað í tengslum við hana. Þannig beið þáverandi yfirmað- ur stríðstólaeftirlitsins, Carl Algernon að- eins hálftíma eftir að hafa átt viðræður við framkvæmdastjóra Nobel Industries, sem er eigandi Bofors. í þeim viðræðum mun hafa komið fram, að upplýst væri að Bofors hefði brotið gegn vopnasölulöggjöfinni. Að af- loknum fundinum gekk Algemon til einnar af neðanjarðarstöðvum Stokkhólms og féll þar fyrir eina lestina. Lögreglan hefur af- skrifað þá hugmynd að honum hafi verið hjálpað yfimm en ekki er talið ólíklegt að um sjálfsvíg hafi verið að ræða. A brautarpallinum skildi Algemon eftir tösku sína og hafa nú síjast út fréttir um innihald hennar. Þar vekja hvað mesta at- hygli minnisblöð hans en af þeim að dæma virðist svo sem stríðstólaeftirlitinu hafi verið kunnugt um hina ólöglegu vopnasölu Bofors og gefið allavega þegjandi samþykki sitt. Spurningin verður þá að hve miklu leyti eftirlitið hafi hér rekið eigin pólitík eða hvort ríkisstjórninni hafi einnig verið kunnugt um málið án þess að hafast að. Enn verra verður þetta mál í ljósi þess að minnst er á Olof Palme á þessum minnis- blöðum og er illmögulegt að sjá hvort þær athugasemdir merkja að Palme hafi verið kunnugt um málið og samþykkt eða á hinn bóginn að hér hafi verið gengið þvert gegn hans vilja. Rétt er og að hafa í huga að aðeins hluti minnnisblaðanna hefur verið birtur opinberlega. Afgangurinn hefur fengið leuyndarmálastimpilinn með tilvísun til “samskipta þjóða“ og “öryggis ríkisins". HVERNIG SVO SEM dauða Algernons bar að höndum er ljóst að hann hefur mjög erfiðað rannsókn málsins er var þung í vöfum fyrir. Nú fyrir stuttu hélt einn ákæranda málsins því fram í Dagens Nyheter að ríkisstjórnin hefði tafið rannsókn Boforsmálsins um eitt ár að minnsta kosti. Á það að hafa gerst með því að stjórnin neitaði að nýta einn af erindrekum sínum til að koma á framfæri nokkrum spurningum við stjórnvöld í Singapore en hin meinta ólög- lega vopnasala átti sér stað með Singapore sem miðstöð. Mats Hellström sem þá var ráðherra utan- ríkisviðskipta hefur harðlega neitað þessum ásökunum. Hann segir slík erindi ekki vera í verkahring diplómata en á hinn bóginn hefðu bæði lögregla og ákærendur sjálfir get- að haldið til Singapore þessara erinda. Hefðu þeir þá fengið allan þann stuðning sem ríkisstjórnin hefði getað veitt. Þykir þessi afsökun ekki nema mátulega trúverðug og málatilbúnaður þessi allur renna stóðum undir þær fullyrðingar fyrrverandi fram- kvæmdastjóra Bofors að stríðstólaefitlitinu og þar með ríkistjórninni hafi verið full- kunnugt um hina ólöglegu vopnasölu en horft þar fram hjá, sökum þess að reglumar séu svo fáránlegar að ógerningur sé að fram- fýlgja þeim. Hefur mál þetta allt varpað skugga á sænska krata sem og sænska utanríkispólitík og bætist raunar ofan á meintar mútu- greiðslur til indverskra stjórnmálamanna til að tryggja Svíum stóran kaupsamning á her- gögnum. Einnig í því tilviki virðast stjóm- völd hafa leikið annað hlutverk en þeim bar samkvæmt lögum og reglum. Hefur raunar verið fullyrt í blöðum að Olof Palme og ríkis- stjórn hans hafí gefið indverskum stjóm- völdum loforð sem engan veginn samræmist lögum landsins. Lítt hefur þó sannast í málum þessum enn sem komið er en mörg- um líst svo sem nokkurs tvískinnungs gæti hjá sænskum krötum í friðarpólitík. • IngólfurV. Gíslason/Lundi 51

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.