Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 54

Þjóðlíf - 01.01.1988, Blaðsíða 54
• Kúbani að gera við amríska bílinn sinn. Um þriðjungurallra bifreiða á Kúbu erfrá því fyrir byltingu. Þessir Kúbanir eru að stumra yfir einum slíkum fornum amrískum bíl, en þeim er svo vel við haldið að vélarnar eru gljáfægðar... bergi í nokkrar klukkustundir til kynmaka sem eru erfið heimafyrir vegna fjölmennis! Svona gistihús sá ég á Kúbu og létu heimilda- menn mínir vel yfir þessari ráðstöfun. ÞRÁTT FYRIR AÐ FÉLAGSLEGUR að- búnaður fólks sé góður miðað við önnur þriðjaheims ríki, þá er kaupmáttur launa lítill á okkar mælikvarða. Ræstingafólk og ösku- karlar hafa t.d. aðeins um 100 pesoa á mán- uði á meðan læknar, tæknimenntað fólk og yfirmenn í her og stjómsýslu hafa 600-800 pesoa á manuði. Miðað við lægstu laun er verðlag mjög hátt, hinar eftirsóttu gallabux- ur kosta á bilinu 70-100 pesoa og sjónvarps- tæki kostar um 700 pesoa. Að sjálfsögðu eru báðir þessir hlutir dýrar lúxusvörur, en samt geta þeir verst settu enganveginn lifað af launum sínum. Sjómvöld úthluta þeim skömmtunarmiðum á nauðþurftir sem fátæklingamir framvísa síðan í sérstökum verslunum og fá þá vörur á niðursettu verði. BRASK OG VÆNDI Þetta sama láglaunafólk þarf einnig að horfa upp á tvöfalt hagkerfi þar sem dollarinn er hin sterka mynt. í sérstökum dollarabúðum eru vörur á útsöluverði og erlendir ferða- menn fá þær á mun lægra verði en Kúbanir. Áðurnefndar gallabuxur kosta þar til dæmis ekki nema 10 dollara, þótt opinbert gengi dollars og pesoa sé um 1:1. Þetta veldur svartamarkaðsbraski með erlendan gjald- eyri, ungir menn bjóða ferðamönnum allt að átta pesoa fýrir einn dollar. Til að sporna við braski er landsmönnum óheimilt að eiga er- lendan gjaldeyri og liggur allt að átta ára fangelsi við broti á því. ÖNNUR SKUGGAHLIÐ Á VAXANDI ferðamannaiðnaði er vændi sem nú er aftur að verða algengt í Havana. í hótelhverfinu er áætlað að rúmlega 1.000 mellur selji sig hverjum sem hafa vill fyrir 15 dollara. Vændi er ólöglegt en oftar munu konumar þó vera handteknar fy'rir að eiga erlenda peninga en beinlínis fyrir vændi. Ferðamenn eru Kúbu afar mikilvægir vegna þess gjaldeyris sem þeir færa landinu. Mestur hluti útflutnings Kúbu fer til Sovét- ríkjanna í formi vöruskipta. Sykurreyr og nikkel er flutt út en í staðinn fá Kúbanir olíu og aðrar vörur þeim nauðsynlegar. Sumt verður þó aðeins keypt í vestrænum ríkjum og þar koma ferðamennimir inn í dæmið. Þeir koma til landsins klyfjaðir vestrænum gjaldeyri sem Kúbu sárlega vantar því hver dollar er mikilvægur. Þessi aukni fjöldi ferðamanna og það tvö- falda hagkerfi sem þeim fýlgir veldur óá- nægju á meðal Kúbana, þeir gagnrýna for- réttindi aðkomumanna og bera þar að auki kjör sín í auknum mæli saman við Evrópu og Bandaríkin. Þessir Kúbubúar, mestmegnis ungt menntafólk fætt eftir byltinguna, hafa blendnar tilfinningar til Castros og forystu hans því þeim finnst ekki nóg hafa áunnist. Þessi óánægði minnihluti er þó enn mjög lítill og fullyrða má að Castro njóti eindregins stuðnings meginþorra þjóðarinnar. EFTIRLIT OG PERSÓNUDÝRKUN FIDEL CASTRO ER ALVALDUR. Með kommúnistaflokinn á bak við sig ræður hann því sem hann vill ráða. Um 20% Kúbubúa eru í flokknum og aðrir eru í raun áhrifalaus- ir um stjórnun landsins. Jafnvel almennir flokksfélagar hafa nær engin áhrif á æðstu stjórn hans sökum flókins fulltrúalýðræðis í ótal þrepum. Valdstjóm flokksins situr á toppi kerfisins, örugg og óumbreytanleg, um hana ráða landsmenn engu. 54
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.