Þjóðlíf - 01.01.1988, Síða 60
B í L A R
• Jeppinn í sjálfum okkur. íslenskur knapi á reiðskjóta sínum Willys 1946 árgerðinni,
sérlega útbúnum til torfæruaksturs. 46- árgerðin var einkar útbreidd hériendis og enn
lifa margir slíkir jeppar góðu lífi í sveitum landsins auk þeirra sem ólmast undir
þéttbýlisknöpum í torfærukeppni.
miðunartækjunum, ellegar þeir sem dettur í
hug á sunnudagsmorgni á jólaföstu að
skreppa inn á Hvera- velli; veður og færð
skiptir ekki máli. Erum við ekki ansi margir
sem vildum gjaman vera í sporum þeirra -
eða hjólförum?
HVERNIG BYRJAR ÞETTA? Hvaðan er
frumjeppinn kominn? Hver fann hann upp?
Og hvaða sess skipar hann í sögunni? Það er
full ástæða til að gá að því.
Jeppar eru hrein hemaðarafurð, ein af
mörgum sem ekki hefur síður nýst á friðar-
tímum. Það fer sögum af því að þegar í upp-
hafi aldarinnar, meðan bílar vom enn á
frumstigi, væm þeir notaðir við heræfingar.
Og í fyrri heimsstyrj- öldinni óðu bflar aur-
inn fram á vígvöllinn þúsundum saman með
fallbyssur í eftirdragi. Og fluttu þá til baka
sem fallbyssur óvinarins höfðu hitt.
Þetta vom í meginatriðum sams konar bíl-
ar og almennt vom framleiddir, lítillega
breyttir til hemaðamota. Það var ekki fyrr á
þriðja og fjórða áratugnum að hannaðir vom
og smíðaðir sérstakir herbílar svo nokkm
næmi. Þá fyrst komu til sögunnar bflar með
drifi á öllum hjólum. Hershöfðingjamir sáu
gildi þess að geta komist hratt yfir nánast
hvaða landsvæði sem var, til könnunarferða,
til flutn- inga og til að efla tengsl milli her-
fylkja. Meðal annarra smíðuðu Ford-verk-
smiðjumar herbfl upp úr Ford T-módelinu
fræga á öndverðum þriðja áratugnum og var
sá með drifi á öllum hjólum.
Einhvem veginn dugðu þeir ekki sem
skyldi til síns brúks bflamir sem smíðaðir
voru á þessum árum og ef til vill var heldur
ekki lögð sú áhersla á framleiðsluna sem ver-
ið hafði á stríðstímum. Sumir vom of þungir,
aðra skorti afl og sumir þeirra sem vom með
drifi á öllum þóttu tæknilega of flóknir til að
geta komið að gagni á vígvöllunum án þess
að setja þúsundir bifvélavirkja í framlínuna.
En hugmyndin skýrðist smám saman: Bfll-
inn átti að vera léttur, aflmikill og hrað-
skreiður, komast yfir nánast hvað sem var,
geta flutt 2-4 menn og þunga vélbyssu. Þá
mátti hann ekki vera svo hár að hann væri
auðvelt skotmark, en engu að síður nógu
háfættur til að seiglast yfir torfæmr.
ÞAÐ ER SVO í SÍÐARI heimsstyrjöldinni
sem hinn eiginlegi jeppi fæðist. Fæðingin
gekk um það bil þannig fyrir sig:
Bandarísk hermálayfirvöld skipuðu í maí
1940 nefnd verk- fræðinga og herforingja til
að gera tillögu að bfl sem hefði a.m.k. áður-
greinda eiginleika, þar á meðal drif á öllum
hjólum. Þá hafði heimsstyrjöldin síðari geys-
að í nokkra mánuði og orðið ljóst að Banda-
ríkin hlutu að láta sig hana varða.
Nefnd þessi skilaði áliti að nokkrum vik-
um liðnum og ákveðið var að bjóða út smíði
á 70 bflum með tilteknum eiginleikum og
búnaði. Þar af skyldu átta þeirra hafa stýri
sem virkaði á öll fjögur hjól! En tíminn sem
gefinn var til verksins var svo skammur,
einungis 75 dagar, að af þeim 135 fyrirtækj-
um sem boðið var að senda inn tilboð
svöruðu aðeins tvö: The American Bantam
Co. og Willys Overland Inc. Og aðeins það
fyrmefnda, Bantam, treysti sér til að standa
við afgreiðslufrestinn. Willys Overland bað
um lengri tíma.
Bantam fékk því samninginn og réði
snjallan verkfræðing, Karl K. Probst, til þess
að hanna bílinn endanlega og stýra verkinu.
Og til að gera langa sögu stutta: Probst og
félagar luku við fyrsta bflinn, “frumjepp-
ann“ 21. september 1940, og reyndar alla
hina líka á tilskildum tíma. Bíll þessi uppfyllti
í öllum meginatriðum þau skilyrði sem sett
höfðu verið og þótti þá þegar hið magnað-
asta farartæki.
FYRSTU JEPPARNIR voru því hvorki af
gerðinni Willys né Ford, eins og margir
kunna að halda. Þau fyrirtæki höfðu reyndar
mikinn áhuga á að taka þátt í leiknum og
fengu leyfi til að skoða Bantam-jeppann
ítarlega og fylgjast með prófunum á honum.
Þegar í desember 1940 pöntuðu yfirvöld
1500 Bantam-jeppa, en þá höfðu Willys
Overland og Ford líka smíðað frumgerðir af
jeppa, sem í öllum aðalatriðum líktust þeim
upphaflega. Og þar sem yfirvöld efuðust um
að Bantam-verksmiðjumar gætu afgreitt svo
marga jeppa sem þá var orðið ljóst að þörf
yrði fyrir fólu þau Willys og Ford að hefja
einnig framleiðslu þeirra.
Þannig voru alls smíðaðir tæplega 8000
jeppar hjá verk- smiðjunum þremur á fyrri
hluta árs 1941. Þeir voru reyndar fæstir
notaðir af bandaríska hemum, heldur sendir
til Bret- lands og Sovétríkjanna.
Skilyrðin sem sett vom af yfirvöldum við
smíðina vom m.a. þau að bfllinn næði 90 km
hraða á klst., gæti hægast farið með 5 km
hraða, kæmist gegnum 45 cm djúpt vatn,
rými væri fyrir keðjur á öllum hjólum,
hámarksþyngd væri 950 kg og burðarþol um
360 kg.
STRAX VARÐ LJÓST með þessum fyrstu
jeppunum að komið var til sögunnar farar-
tæki sem var til ótrúlega margra hluta nyt-
samlegt í hemaði. Því var ákveðið að fram-
leiða fjöldann allan til viðbótar. Tegundimar
þijár vom bomar ítarlega saman og niður-
staðan varð sú að Willys-jeppinn væri besti
kosturinn. Þar réði ekki síst öflug vél og lágt
verð. Það varð til þess að Willys Overland
fékk pöntun upp á 16 þúsund stykki í júlí
1941, lítillega breytta frá frumgerðinni. Og
enn óx jeppaþörfin: Hermálayfirvöld
pöntuðu annað eins hjá Ford í nóvember. Og
þannig var haldið áfram svo nam hundmð-
um þúsunda.jeppa fram til stríðsloka.
Bantam-verksmiðjumar sátu hins vegar
eftir með sárt ennið; ekkert varð úr frekari
pöntunum til þeirra þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Verksmiðjumar framleiddu að vísu
ýmislegt annað fyrir bandaríska herinn með-
an ófriðurinn geysaði, en urðu gjaldþrota
60