Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 23

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 23
...„Kynin viðruðu sig á bökkum Moldár og stuttu pilsin voru afar áberandi og útlendingar borðuðu fínan mat á fínum stöðum og stemmningin minnti á leikrit sem samið var fyrir hundrað árum og heitir Vorvakning... “ bergi sem sneri út að Elbu; hún talaði með tékkneskum framburði og rangri mál- fræði og sagði ekki orð umfram það sem hún þurfti að segja. Þetta var villa í Jug- end-su'l aldamótanna, stór og mikil með hárri hvelfingu; hún var afar köld enda hitinn utandyra varla yfir frostmarki að næturlagi þarna við Elbubakka um mán- aðamótin apríl/maí 1991. Ég velti því fyrir mér þarna í þessu húsi hvers vegna konan væri svona laus við minnsta traust á ókunnugum manni: ég komst ekki að neinni niðurstöðu en velti einkum fyrir mér tveimur möguleikum; annaðhvort hafði hún óttast svona um eign sína í ríki kommúnismans ellegar hafði hún eignast húsið fyrir atbeina kommúnískra tengsla og óttaðist núna reikningsskilin. Ég er ennþá að velta þessu fyrir mér. Prag er ekki nema 140 kílómetra frá Dresden en leiðin liggur yfir Bæheimsfjöllin í um 1000 metra hæð þar sem áður voru Súdetahéruðin — á leiðinni er minnismerki um ógnarstjórn nasista: útrýmingarbúðirnar í Theresienstadt. Þetta voru rammgerðar búðir, reistar úr múrsteini og þær standa ennþá í heilu lagi ólíkt flestum öðrum slíkum búðum. Þess vegna er fortíð þeirra mjög nálæg. Þarna eru klefarnir allir ennþá og bekkirnir þunnu og á þeim lágu 60 manns í einum klefa, þarna eru læknaherbergi, lík- brennsluofnar, þrælkunarvagnar sem dregnir voru af föngum og gestir þessa staðar þurfa ekki að beita ímyndunarafl- inu til að sjá fyrir sér það sem þarna gerð- ist: lækningastofan kemur í hugann, þar er afar þunnur, nakinn trébekkur í nöktu steinherbergi undir glæru ljósi við hliðina á 60 manna herbergjunum og á honum nokkur málmtól og mjög þykkir læknis- hanskar úr svörtu gúmmíi sem minna á þétta vettlinga til byggingarvinnu. Þarna voru gerðar tilraunir með frjósemi, augn- lit og úthald manneskjunnar í hita og kulda. í Tékkóslóvakíu tala menn núna um stundina núll, upphafspunkt þess sem verður. Þar er verið að koma gömlu ríkis- fyrirtækjunum í einkaeign og þjálfa stjórnendur og starfsmenn í lögmálum markaðarins — fjármálaráðherrann Václav Klaus er talsmaður hreinnar markaðshyggju í stíl Friedmanns. I Ték- kóslóvakíu hefur engin myntbreyting átt sér stað eins og í Austur-Þýskalandi og verðlag er því vitaskuld mjög lágt á vest- rænan mælikvarða; þar eru meðallaunin 2700 tékkneskar krónur á mánuði sem svarar til um 200 þýskra marka eða 7000 íslenskra króna. Andspyrna verkalýðs- hreyfingarinnar sem tengdist gamla Kommúnistaflokknum er mikil við hug- myndir fjármálaráðherrans og miðast við að varðveita sem flest störf. n þrátt fyrir lág laun og ótryggt at- vinnuástand var alþjóðlegur frídagur verkalýðsins í Prag afar rólegur: þar voru engar áberandi samkomur í miðbænum. Öðru nær. Fólk spókaði sig í svölu vor- veðrinu og á Café Slavia sátu margir, kyn- in viðruðu sig á bökkum Moldár og stuttu pilsin voru afar áberandi. Utlendingar borðuðu fínan mat á fínum stöðum fyrir lítinn pening og stemmningin minnti á leikrit sem samið var fyrir hundrað árum og heitir Vorvakning og er um það að allir eigi að vera eins og þeir vilja sjálfir að þeir séu og þetta leikrit kom í huga þess sem þetta skrifar en þegar hann sá ljóshærðu stúlkuna á svörtu regnkápunni þá kom líka í huga hans lítið ljóð um augnablikið og andartakið sem einu sinni var ort af manni sem spáði fyrir um framtíðina og það kerfi sem mótaði þessa borg þar til í hitteðfyrra: Augun í stórborginni, heitir það. 0 ÞJÓÐLÍF 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.