Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 30

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 30
ERLENT á milli ríkra og fátækra hefur breikkað. Að vísu hefur myndast vísir að borgarastétt en hún vex mjög hægt og hefur lítil sem engin áhrif á kjör hinna verst settu, in- díánanna. Ekki verður hvíta manninum einum kennt um hrakfarir indíánanna. Ábyrgð bólivískra stjórnvalda er geysi- mikil og vegur sennilega einna þyngst. Þjóðinni var lengstum stjórnað af ger- spilltum og öfgasinnuðum stjórnmála- mönnum jafnt til hægri og vinstri sem skiptust á að þiggja mútur og sökkva land- inu á kaf í óðaverðbólgu og skuldafen. í slíku hallæri vega efnahagsleg gæði jafnan mun þyngra en hin torsóttu verðmæti sem fólgin eru í menningararfleifð forfeðr- anna. Bólivía sigldi því hraðbyri inn í nú- tímann án þess að varast þau víti sem þar leyndust. Hvíta gullið kom til sögunnar. Kókaínblöðum sem innfæddir höfðu hingað til notað í lækningaskyni og til að seðja sitt sárasta hungur var nú umbreytt í hvítt duft og selt á erlendum mörkuðum. Það skilaði sér síðan í bættum kjörum fjöl- margra bænda. Þeir gátu nú treyst á stöð- ugar tekjur og sent börn sín í skóla. Mest- ur gróðinn rann að vísu beint í vasa kóka- ínbaróna sem stofnuðu sitt eigið ríki í ríkinu; mútuðu stjórnmálamönnum, dómurum og lögreglu en alþýðan fékk þó nóg í sinn hlut. Og með nýjum tekjulindum og auknum túrisma risu brátt bankar og hótel í formi himinhárra skýjakljúfa umlukt klettabelt- um þéttskipuðum indíánahreysum. Ríki- dæmi hvíta mannsins blasti við indíánum Bólivíu enda þótt þeir gætu ekki notið þeirra og lífskjör þeirra héldust óbreytt. Kannski varð fátækt og eymd indíánanna aldrei meiri en einmitt nú þegar þeir höfðu nýjar áþreifanlegar viðmiðanir fyrir aug- um sínum. (Sjá mynd). Indíánarnir hófu nú smákaupmennsku í stórum stíl og lífsgæðakapphlaup þeirra hófst fyrir alvöru. Skilaboð nútímans voru skýr: Indíánar Bólivíu yrðu einfaldlega að laga sig að nýjum aðstæðum ef þeir ætluðu að fá að bergja á allsnægtabrunni hvíta mannsins. Og það hafa þeir gert. Sú staðreynd birtist ljóslifandi hverjum þeim sem leið á til Bólivíu. Þar má hvarvetna sjá indíána seljandi kvölds og morgna vestrænan varning eins og rafhlöður, kúlupenna, vasahnífa, tyggigúmmí og Coca-Cola inn- an um hnetur og bólivískan handiðnað. Allt kapp er lagt á að græða sem mest á túristunum. Kaþólski helgireiturinn á Calvario hæðinni í Copacabana er skýrt dæmi um það. Þar byrgja staflar fullir af Gömul indíánakona. söluvarningi annars stórkostlegt útsýni. Þar er jafnvel sjálf kaþólskan ástunduð í nafni „dolores" þegar indíánar biðjast fyrir í von um gull og græna skóga. Á leið upp Calvario hæðina má sjá full- orðna indíána kaupa leikfangabíla, dúkkuhús og eftirlíkingar af dollurum í trú um að eignast slík alvörugæði síðar. Margir ganga jafnvel svo langt að láta blessa slíkt dót. Kirkjur eru troðfullar af fólki biðjandi í hljóði: Dolores, dolores, dolores. Þvílík örvænting, þvílík eymd, þvílík fátækt. Og á sólareyjunni „Isla del sol", sjálfri paradís á jörðu, stinga örvæntingarfullar ölmusubeiðnir innfæddra óneitanlega í stúf við hina stórfenglegu náttúru. Sak- laus stelpugrey rétta linnulaust út lófa sína; biðjandi fyrst, heimtandi síðan: Do- lores! Dolores! Dolores! Eins og ekkert annað skipti máli. Fátækt indíánanna virðist aldrei vera eins skerandi og við slík- ar kringumstæður. Til allrar hamingju er ekki alls staðar sama eymdin. Víða annars staðar er að finna lífsglaða indíána sem bregða ósjald- an á leik með dans og söng í þjóðlegum dúr og ylja þreyttum túrista svo sannarlega um hjartaræturnar. Og alls staðar er hægt að rekast á verslun með „artesana", handið- nað indíána sem byggir á ævafornu hugviti þeirra. Já, þrátt fyrir allt þá hefur indíánum Bólivíu tekist að varðveita hluta af menn- ingararfleifð forfeðranna; hin ómetanlegu og varanlegu verðmæti sem ganga mann fram af manni, dýpka þjóðarvitund þessa fólks, sameina það í eina sjálfstæða þjóð og efla reisn þess og dáð. Þessi verðmæti er ekki síður að finna í hinum fjölmörgu mállýskum indíána sem þeim hefur tekist með ótrúlegri seiglu að halda í þrátt fyrir ágang spænskunnar. Þá er menningararfi indíána ekki síst haldið við í trúarbrögðum, venjum og list- um. Þegar skyggnst er undir yfirborðið virðast indíánarnir sinna sínum eigin trúarbrögðum enda þótt þeir stundi ka- þólska trú á opinberum vettvangi þegar tilefni er til. Andstæður Bólívíu íhnotskum; />;ir sem gamli og nýi heimurinn msetast. 30 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.