Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 41

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 41
MENNING 100 AR FRA FÆÐINGU MUGGS SIGRÍÐUR MATTHÍASDÓTTIR Iár eru liðin 100 ár frá fæðingu Guð- mundar Thorsteinsson listmálara, öðru nafni Muggs. Um hann hefur Björn Th.Björnsson skrifað bókina Muggur (Listasafn ASÍ og Lögberg, 1984)en þessi grein er m.a. byggð á þeirri bók. Muggur fæddist á Bíldudal 5. september 1891 og var sonur hjónanna Péturs Thorsteins- son og Asthildar Guðmundsdóttur, syst- ur Theodóru Thoroddsen skáldkonu. Pétur rak þilskipaútgerð og verslun á Bíldudal. Þau hjón áttu 10 börn, fyrst komu 6 dætur og þá 4 synir en Muggur var elstur þeirra. Hann ólst upp í glöðum systkinahópi í einhverju mesta ríkidæmi sem þá var á íslandi en það hefur að líkind- um haft mikil áhrif á skaplyndi hans. Þess má geta að Asgrímur Jónsson listmálari vann um skeið hjá Pétri Thorsteinsson og það voru þau hjónin sem keyptu fyrstu myndir hans. Aldrei kom annað til greina en að Muggur færi í listnám. Fjölskyldan flutti búferlum til Kaupmannahafnar árið 1903. Muggur settist fyrst í Teknisk Selskabs Skole þar sem mjög margir íslendingar hlutu sína fyrstu menntun í myndlist en var síðan tekinn inn í Akademíið árið 1910. Muggur var afar sérstæður, bæði sem persóna og listamaður. Hann var það sem kallað er „bóhem", honum var ósýnt um veraldleg mál eins og t.d. fjármál og hann undi aldrei lengi á einum stað í einu. Hann fór víða, var um skeið í Noregi og sigldi meira að segja til New York. Muggur sinnti ýmsum tegundum myndlistar öðr- Foreldrar Ásthildur Muggs, PéturJ. Thorsteinsson og Guðmundsdóttir. Muggur og kona hans, Inger. Myndin er tekin á þaksvölum hússins Laufásvegur 46. um en málverkinu og raunar var honum sýnna um margt annað en að mála olíu- málverk. Hann saumaði mikið út, t.d. belti og bönd á systur sínar á unglingsár- unum og um skeið er hann dvaldi á Húsa- felli ásamt Jóni Stefánssyni listmálara þá dvaldi hann inni í vondum veðrum og saumaði myndir. Sömuleiðis gerði hann klippimyndir og eftir hann liggur töluverður fjöldi teikn- inga gerðar eftir þjóðsögum, t.d.gerði hann myndröð við þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns. Og margir þekkja ævintýrið um Dimmalimm eftir Mugg. Björn Th. Björnsson listfræðingur segir að yfirleitt sé eitthvað létt og frjálslegt en einnig ljóð- rænt og rómantískt yfir myndum Muggs. Árið 1917 kvæntist Muggur danskri stúlku, Inger Naur en það hjónaband stóð stutt. -<&£ ¦*^^ 1 ^F ¦ , árA 1 ' P*Z3tl i á - * Síðasta ljósmyndin sem tekin var af Mugg, —tekin eftir áramótin 1924 í Cagnes. Muggur lék fyrir atbeina Gunnars Gunnarssonar rithöfundar aðal- hlutverkið í myndinni Saga Borgarættar- innar, Ormar Örlygsson. Sú mynd var tekin víða, t.d. á Keldum á Rangárvöllum og í Reykholti. Sagt er að sú atvinna hafi lítið átt við hann. Muggur kenndi sér ungur berkla og lá inni á Vífilsstöðum mest allt árið 1923 en í október sigldi hann til Cagnes í Frakk- landi því hann trúði því að hann kæmist best til heilsu með því að fara suður í sumar og sól. Veturinn varð harður í Frakklandi og þegar kom fram yfir áramót heltók sjúkdómurinn hann. Hann lést 27.júlí, 1924 í Danmörku, tæplega 33 ára að aldri. Þótt Muggur létist ungur og hlutur hans í íslenskri myndlistarsögu e.t.v. ekki mjög stór þá er samt sérstakur ljómi yfir minningu hans, eitthvað sem hlýjar mönnum um hjartarætur enn þann dag í dag. 0 ÞJÓÐLÍF 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.