Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 56

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 56
VÍSINDI Varnaraðferð hríðskotabjöllunnar — 500 skot ó sekúndu Eftir um það bil hálfa öld gæti hálfur lítri sjávar gefið jafn- mikla orku og 300 lítrar af ol- íu. Þetta er að vísu háð því að stórstígum árangri verði náð í þeirri viðleitni að beisla samrunaorku. Við samrunann eiga tveir þungir vetniskjarnar að renna saman og mynda einn helíum- kjarna og jafnframt á gríðarleg orka að losna úr læðingi. Þungt vetni er meðal annars í sjó. Til að hefja samrunann er nauðsynlegt að hita vetnið upp í um 100 milljónir gráða. Sam- tímis verður að halda vetnis- kjörnunum svífandi í kjarna- ofni og svifinu er náð með því að setja þá í segulsvið. Auk þessa þarf að verma þetta í nokkurn tíma svo að tendrun geti orðið. Þegar öll þessi þrjú skilyrði hafa verið uppfyilt næst ástand þar sem ferlið gefur meiri orku en það tekur til sín. Ekki mun- ar miklu að vísindamenn við Vitaskuldir Snemma á 21. öld, líklega um 2020, hyggjast Japanir senda geimhótel á braut um jörðu. í hótelinu verða 100 gistiherbergi og að sjálfsögðu verða þau öll með útsýni til vetrarbrautanna. ★ Til er geðrænn kvilli sem lýs- ir sér með því að sjúklingur- inn sem er oftast kvenkyns, hefur þörf fyrir að slíta af sér hárið. Á fræðimáli heitir þetta trichotillomani sem ef til vill mætti nefna hárstol (!) á íslensku (samanber lystar- stol). ★ Drykkjarvatn í fernu eða flösku er um það bil þúsund- falt dýrara en kranavatnið. ★ í Bandaríkjunum eru tæmd- ar um tvær og hálf milljón plastflaskna á klukkustund. Einungis lítill hluti þeirra er nýttur aftur. ★ Garðyrkjumaður nokkur vinnur að því að kynbæta melónur þannig að þær verði á stærð við plómu og aukin- heldur steinlausar. Búist er við því að þessi nýja melóna komi fljótlega á markað. ★ Veggjalýs eru 6-7 millímetra langar „pöddur“ sem nærast eingöngu á blóði manna og dýra. ★ Nýleg úttekt á óhöppum í fallhlífastökki leiddi í ljós að dauðsfail verður í einu af hverjum 55 000 stökkum. ★ „Að gefnu tilefni skal þess getið að vitaskuld merkir meðal annars staðreynd og hér er orðið notað í þeirri merkingu. Hríðskotabjallan beinir eiturgusu að óvinum sínum. Hún nær að skjóta 500 bunum á sekúndu og engin mannanna vopn geta gefíð slika „salí- bunu“. Princetonháskólann í Banda- ríkjunum hafi náð þessum mikilvæga punkti í sínum til- raunum en þar til það verður hljótum við að brenna áfram bensíni og olíu. Kastið saltstauknum! Matvælaframleiðendur ættu að minnka saltaustur- inn við framleiðslu sína eða að öðrum kosti gefa grein- argóðar upplýsingar um saltmagn í vörum sínum. Rannsóknir sem fram hafa farið í Lundúnum sýna að ef dregið er úr saltneyslu svo nemur þremur grömmum á dag eru líkur til að tíðni heilablóðfalls minnki um 22% og tíðni hjartaáfalla um 16 %. Fólk getur hæglega minnkað saltneyslu sína sem þessu nemur, einfaldlega með því að sneiða hjá söltum mat og sleppa því að bæta salti á matinn á diski sínum. Ef salti væri einnig sleppt úr unnum matvælum gæti tíðni heilablóðfalls minnkað um 39 % og hjartaáfalls um 30 %. í Bretlandi hefði þetta í för með sér 65 000 færri ót- ímabær dauðsföll á ári. Þessar tölur eru niðurstöð- ur um 130 rannsókna sem beinast að því að rekja tengsl blóðþrýstings og saltneyslu. Þar kom meðal annars fram að sex gramma munur á saltneyslu skapaði mun í blóðþrýstingi og reyndist þar muna fimm millímetrum kvikasilfurs á slagþrýstingi fólks á aldrinum 15 til 19 ára. Munurinn var tvöfalt meiri hjá aldursflokknum 60 til 69 ára. Það eitt að minnka saltneysluna um þrjú grömm á dag gæti því reynst mun áhrifaríkara en lyfjameðferð. 56 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.