Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 29

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 29
A Calvarío hæðinni er ástunduð kristin trú í von um betri tíð. lag. Inkarnir drottnuðu yfir fátækri alþýð- unni og réðu lógum og lofum í ríki sínu; settu lög, breyttu dómum og gerðu hvað- eina sem hugur þeirra stóð til. Þá bjó yfirstéttin við óhóflegt ríkidæmi. Dýrindis málmar voru notaðir til skreyt- ingar í föt, skartgripi og híbýli hirðarinn- ar. Þess ber að geta að góðmálmar voru persónuleg eign yfirstéttarinnar, þeir voru almennt ekki brúkaðir í viðskiptum. Almúginn lifði við heldur kröpp kjör en á móti naut hann verndar konungs gegn óvinaherjum og fékk alltént nóg til að bíta og brenna. Trúin var einn helsti hornsteinn hins píramídalagaða samfélags. Inkarnir þáðu vald sitt frá guðunum sem opinber- uðust í náttúrunni. Þeir dýrkuðu sólina, tunglið og stjömurnar. Þá báru þeir mikla virðingu fyrir vissum dýrategundum og trúðu því að Snákur, Kondór, Púma og Jagúar boðuðu regn, þrumur og eldingar fjallaguðanna. Það var því allt gert guðunum til hæfis en að sama skapi forðast í lengstu lög að reita þá til reiði. Þjóðsagan segir að Inki nokkur að nafni Huaina Capac hafi fund- ið silfur í fjallinu Cerro Rico í Potosí og ætlað að láta grafa það upp til að nota í gimsteina handa hirð sinni en guðirnir þá mótmælt og hrópað eitthvað á þessa leið: „Grafið þið ei upp. Silfrið er ætlað öðrum en yður." Og silfrið var látið kjurt. Hvort sem saga þessi er sönn eður aðeins léleg afsökun innfæddra fyrir van- nýtingu þeirra á gjöfulum námum sem þeir réðu yfir en glötuðu síðar er það svo sannarlega kaldhæðni örlaganna að á svip- uðum tíma eða um 1500 skyldu Spánverjar ráðast inn í Bólivíu, hernema hana undir forystu Pizarros og hefja hamslausa námuvinnslu með þrælahaldi svertingja og botnlausu arðráni innfæddra sem náði síðar hámarki einmitt í fjallinu Cerro Rico í Potosi. En talið er að á milli 1580 og 1620 hafi Spánverjar numið sem svarar 170.000 kg af silfri, einkum til útflutnings. Með hernámi Spánverjanna var stoðum kippt undan samfélagsgerð Inkanna og hámenningu þeirra. I staðinn var léns- skipulag innleitt á spænska vísu. Léns- herrarnir stefndu að algerri yfirdrottnun og létu sér ekki nægja að ná tangarhaldi á góðmálmum innfæddra heldur innleiddu kaþólska trú með miklu harðfylgi og neyddu indíána til að taka upp „siðmennt- aða" lifnaðarhætti og spænska tungu. í þessari viðleitni var leitast við að afiná öll merki menningar, sjálfstæðis og reisnar innfæddra. Hvers kyns mótþrói hinna síð- arnefndu var barinn niður af ótrúlegri hörku. Heilu byggðirnar voru lagðar í rúst. Engu var hlíft. Akrar voru brenndir og aldagömul áveitutækni var eyðilögð. Innfæddir voru hraktir af jörðum sínum upp í berar fjallahlíðarnar. I staðinn hreiðruðu nýlenduherrarnir um sig á gróðursælum svæðum í nýbyggð- um húsum og kirkjur voru reistar út um allt land til vitnis um takmarkalausa guð- rækni. Með þessum hætti átti að brjóta alla sjálfsvirðingu og mótstöðu indíánanna á bak aftur. Og má segja að það hafi tekist að miklu leyti þar til Simon Bolivar og Antonio Jose Sucre leiddu saman heri sína til sigurs á Spánverjum og færðu Bóli- víu frelsi á ný, 1825. Þrátt fyrir endurheimt frelsis og sjálf- stæðis hafa indíánar Bólivíu aldrei borið sitt barr að fullu síðan Spánverjar drottn- uðu í landi þeirra. Frá nýlendutíma Spán- verja hefur gætt í sívaxandi mæli áhrifa hvíta mannsins, einkum á sviði viðskipta og tækni en einnig í heilbrigðis- og skóla- málum. Þessi áhrif hafa hins vegar fyrst og fremst borið að í einkageiranum. Indíánar Bólivíu hafa borið lítið úr býtum og gapið Á leið upp Calvariohæðina. Indíánar kaupa leikfangabúa, haldnir draumnum um að eignast alvörubíla síðar. ÞJÓÐLÍF 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.