Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 8
INNLENT VAXTAHÆKKANIR ATLAGA AÐ ÞJÓDARSÁTT Vaxtahœkkanir ríkisstjórnarinnar hleypa ólgu afstað. Stöðugleika fórnað. Kostnaðarverðbólgan komin á fullt. Getur verkalýðshreyfingin stöðvað vaxtaskrúfuna í haust? ÓSKAR GUÐMUNDSSON Asíðustu tveimur árum hafa íslend- ingar upplifað nýja tíð í íslenskum efnahagsmálum. Verðbólgan kveðin nið- ur. Ný viðhorf til rekstrar fyrirtækja og heimila hafa komið til. í stað óvissu og óöryggis gagnvart rekstrarliðum og nán- ustu framtíð var allt í einu hægt að hafa yfirsýn yfir kostnað, gera áætlanir um út- gjöld og tekjur og nálgast heilbrigðari grundvöll til rekstrar. Þetta átti bæði við um fyrirtækin og heimilin í landinu. Á bakvið þjóðarsáttina er ákveðin hug- myndafræði sem hefur komið öllum landsmönnum til góða. Markmiðið með þessari sáttargjörð var að ná stöðugleika í efnahagslífínu og tilgangurinn var að skapa forsendur fyrir auknum kaupmætti launa. í tíð síðustu ríkisstjórnar var mark- miðinu náð og tilgangurinn var að byrja að skila sér með auknum kaupmætti. Einn mikilvægasti áfangi til að treysta stöðugleikann var lækkun vaxta. Óbrigð- ulasti mælikvarðinn á stöðugleika í efna- hagslífinu var og er að breytingar á stærð- um í efnahagslíkamanum séu litlar. Þann- ig ástand hafði skapast í landinu fyrir tilverknað launafólks, atvinnurekenda og ríkisvalds að hægt var að lifa og vinna með lágum prósentutölum. í þannig ástandi skipti 0.5% launahækkun miklu máli sem og 0.5% hækkun eða lækkun vaxta. Eng- inn skyldi vanmeta gildi hinna lágu talna til að hafa hemil á verðbólgu og renna stoðum undir efnahagslegan stöðugleika. Flestir viðurkenna að í viðskiptum og efnahagslífi skiptir „sálfræðin“ miklu máli og sálfræði hinna lágu talna hefur haft mikið að segja um þróun efnahags- mála síðustu misseri - fram að þessu. Lág- ar tölur = minni verðbólga. Þegar nýja ríkisstjórnin ákvað að setja vaxtaskrúfuna af stað á nýjan leik, fyrst með hækkun á vöxtum spariskírteina, gaf hún þessum staðreyndum og reynsluvís- indum langt nef. Hún ákvað að hækka vexti um allt að 30%, þ.e. úr 6% í 7.9%. Sálfræði lágra talna og lítillar verðbólgu er þegar farin út í veður og vind með þessari ákvörðun. Bankarnir boðuðu þegar hlið- stæðar hækkanir á vöxtum hjá sér sem tóku gildi um mánaðamótin og annað fylg- ir á eftir. Hvað er hér að gerast? Hér hefur ríkisvaldið hafið atlögu að þjóðarsáttinni og ríkisstjórnin getur ekki kennt öðrum en sjálfri sér um afleiðingarnar. ú væri í sjálfu sér hægt að líta „abstr- akt“ á þá ákvörðun að hækka vexti á spariskírteinum og komast að þeirri nið- urstöðu að hækkunin væri rökrétt til að styrkja stöðu ríkissjóðs og slá á þenslu- einkenni. En því miður bendir allt til þess að hér sé efnt til annars báls. Forsætis- ráðherra, Davíð Oddson sagði í stefnu- ræðu ríkisstjórnarinnar að um tvær leiðir hefði verið að ræða, „annars vegar vaxta- hækkun og hins vegar skattahækkun“ og stjórnin hefði valið vaxtahækkunarleið- ina. Og ákvörðunin um að hækka vexti á Vaxtalækkanir í helstu Vextir hafa verið lækkaðir all verulega í Bandaríkjunum á síðustu mánuðum og í Evrópu er nú einnig þrýst á um vaxtalækkanir og talað um samræmdar aðgerðir í þessu skyni. Seðlabankastjóri Bandaríkjanna Allan Greenspan rökstyður vaxtalækkun með tilvísun um nauðsyn þess að glæða hagvöxt í Bandaríkjunum. í því sambandi er vert að hafa í huga að í stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar íslands er einnig lögð áhersla á að glæða hagvöxt. Vaxtaákvarðanir í Bandaríkjunum og flestum ríkjum Evrópu eru einn veigamesti þáttur hagstjórnar ríkjanna. Ríkisstjórnir hafa veruleg áhrif í gegnum seðlabanka viðkomandi ríkja og víðtækt samráð er meðal ríkisstjórna og peningamálastofnana um vaxtapólitík. Bandaríkjastjórn hefur einnig þrýst mjög á að Evrópuríki lækkuðu vexti en helstu iðnríkin hafa hafnað þeirri beiðni. Hins vegar hefur Horst Köhler aðstoðarfjármála- ráðherra Þýskalands lýst því yfir að „samræmd vaxtalækkun helstu iðnríkja heims“ komi til álita ef samdráttartilhneygingum linni ekki í Bandaríkjunum. 8 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.