Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 21
ræðislegt grundvallarplagg sem átti að
tryggja jafnrétti og lýðfrelsi um alla tíð; sú
varð þó ekki raunin og stjórnarskránni
nýju auðnaðist einungis 14 ára líf: Weim-
arlýðveldið varð nasismanum að bráð á
öndverðu ári 1933. Núna eru menn að
breyta skólanöfnunum og götunöfnunum
í Weimar, þær öðlast aftur nöfn sem
kennd eru við ýmsa leiðtoga lýðveldisins
skammlífa: Rathenau, Ebert, Naumann.
Gömlu skiltin hverfa: Leníntorgið og
Marxtorgið. En samt er ekki ennþá búið
að gefa út nýtt borgarkort: maður verður
að bera saman við listann yfir nafnbreyt-
ingarnar.
Og unga konan í bókabúðinni segir mér
að í Skáldaþorpinu sé fólk hætt að lesa
skáldverk: salan hafi dregist saman um 40
prósent á einu ári. Þess í stað lesi fólk
eitthvað sem það telji að gagnist sér í lífs-
bjargarviðleitninni, lesi ýmsar fræðslu-
bækur um lög og um viðskipti og um
„/ Weimar ber mikið á molnuðu múrverki...“
...„íaustrinuþarfmaður engin hjálpartæki...“
skatta. í Weimar er hins vegar sköruleg
blaðaútgáfa og hefur hún aðsetur sitt á
Goethe-torgi: þar eru gefin út dagblaðið
Þýringjafréttir (Thuringer Nachrichten)
og tímaritið Þýringjaannáll (Thtiringer
Journal) og þar eru menn stórhuga: það er
skrifað um endurreisn landsins og menn-
ingarborgina sem á að verða menningarleg
höfuðborg Evrópu og um sagnfræði og
kaffihús og menningu og íþróttir og kyn-
líf; konan sem fjallar um kynlífið talar um
þá staðhæfmgu að allt hafi verið betra í
vestrinu og andæfir henni: austankonur
séu iðulega óhressar með vestanmenn. Og
hún spyr: Er kyngeta austankvenna meiri
en annarra? Og hún kemur strax með
skýringuna: Við höfðum engar kynlífs-
búðir, engar kynlífsmyndir („Ég sá reynd-
ar myndina „Níu og hálf vika“ um daginn
sem mér var sagt að væri mjúkt pornó en
hef nú ekki skilið þá fullyrðingu enn.“),
engin æsingarnærföt — þess vegna fund-
um við upp okkar eigin leiðir — í austrinu
þarf maður engin hjálpartæki...
n í Weimar ber mikið á molnuðu
múrverki og brotnum, þunnum
gluggarúðum og það er einmitt sérstak-
lega áberandi á spítalahúsinu í úthverfinu.
Á úrsvölum vordeginum situr gamall
maður á gráum slopp með gráa derhúfu í
litlum skúr sem minnir á snaggaralega
reistan vinnuskúr og vísar fólki á rétta
læknastaði:
„Þetta hús var byggt á íjórða áratugn-
um“, segir hann. „Þetta voru herbúðir þá
en svo var það gert að spítala eftir stríð.
Hérna eru aðallega háls-, nef- og eyrna-
læknar,“ segir hann, „það er svo mikið um
slíkakvilla hérna. Útafloftslaginu. Loftið
er svo óhreint og svo kalt og svo rakt —
það leggst í slímhúðina, börnin fá í eyr-
un“.
Síðastliðið ár voru fréttir af sjúkrahús-
um og lækningaaðstöðu í Austur-Þýska-
landi iðulega í fjölmiðlum: fræg var kvik-
myndin þar sem skurðlæknir lýsti því yfir
í miðri aðgerð að hann væri að nota ónýtan
skurðhníf en hefði engan betri; lýsingar á
tannlæknum sem beittu tækni frá fjórða
áratugnum, sömuleiðis lýsingar á ónýtum
sjúkrastofum víðs vegar um landið:
„Við erum búin að fá mörg ný tæki
núna,“ sagði gamli maðurinn í snögg-
byggða skúrnum og brosti hófstilltu brosi
og benti ungum hjónum með lítið barn í
fanginu á lækningastofu í herbúðunum
gömlu.
Verðlag í austur-þýskum borgum er
smám saman að aðlagast verðlagi í vestur-
þýskum borgum: varningurinn er sá sami,
matvælin eru nánast þau sömu og kosta
það sama — nema kökurnar. Þær eru enn-
þá miklu ódýrari en vestanmegin: litla
bakaríið í Gretustræti var fullt og allir
voru að kaupa sér kökur. Gretustræti er í
úthverfi Weimar, rétt hjá útkeyrslunni til
Buchenwald þar sem nasistar reistu ein-
hverjar illræmdustu fangabúðir sínar. Þar
létu um 50 þúsund manns lífið á valda-
skeiði þeirra. Einn þeirra sem myrtir voru
í Buchenwald var Ernst Thalmann, leið-
togi Kommúnista á þriðja áratugnum og
forsetaframbjóðandi þeirra; hann var
handtekinn þegar eftir valdatökuna árið
1933 en ekki líflátinn fyrr en 1944. Á
gamla borgarkortinu frá valdaskeiði
kommúnista er sérstök grein um
Buchenwald og sagt orðrétt „að bygging
þeirra búða sé mesta hneisa sem nokkur
borg hafi nokkurn tíma getað orðið fyrir“.
Eftir fall kommúnista hafa hins vegar
gögn komið í leitirnar sem sýna að búðirn-
ar voru í notkun allt fram yfir 1950: þang-
að voru menn fluttir sem sakaðir voru um
tengsl við nasista og sömuleiðis pólitískir
fangar, þarna létust um 50 þúsund manns
á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina.
Söguna um Buchenwald kommúnis-
mans hyggjast menn núna skrásetja þótt
seint sé.
ÞJÓÐLÍF 21