Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 48

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 48
LÍFFÆRI GANGA KAUPUM OG SÖLUM ÓLAFUR INGÓLFSSON Líffæraflutningar eru ekki eingöngu læknisfræðilegt vandamál sem er leyst af duglegum skurðlæknum, vel út- búnum skurðstofum og fúkkalyfjum, heldur eru þeir í vaxandi mæli siðferðilegt og lagalegt vandamál. Hver er réttur þinn til eigin líffæra? Hefur þú rétt til að meina öðrum að nota líffæri þín eftir að þú ert látinn? Er réttlætanlegt að kaupa líffæri til að bjarga lífi þínu eða einhvers annars? í dag skortir samræmda lagasetningu landa á milli sem gefur hreinar línur um hvað má og hvað ekki við líffæraflutninga. Sums staðar krefjast yfirvöld þess að gefandi hafi veitt samþykki sitt fyrir dauða sinn. Annars staðar er samþykkis aðstandenda krafist. Enn annars staðar eru engar reglur um rétt gefanda. Sjúkra- hús skipta í dag á líffærum milli landa. Einn maður getur bjargað lífi sjö annarra: Hjarta, lungu, lifur, nýru, bris, horn- himnur. Frá því að líffæraflutningar hóf- ust árið 1963 hafa hundruð þúsunda manna komist til lífs og heilsu þeirra vegna. Og þörfin vex stöðugt. Það er talið að í Þýskalandi þurfi um 5000 manns nýtt nýra árlega en aðeins 2000 nýrnaaðgerðir eru framkvæmdar vegna skorts á gefendum. Vaxandi eftir- spurn hefur skapað svartan markað þar sem líffæri ganga kaupum og sölum. Einkum eru það nýru sem eru eftirsótt. Siðfræðilegar hliðar vandamálsins endur- spegla þá staðreynd að það eru í vaxandi mæli fátæklingar í þriðja heiminum sem selja líffæri sín til ríkra á Vesturlöndum. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur beint því til aðildarríkjanna að þau taki skref til að stöðva svarta versl- un með líffæri. Vandamálið er að enginn veit hvernig á að fara að því: Þörfin fyrir líffæri er til staðar, einstaklingar vilja selja líffæri sín og kaupendur eru reiðubúnir að greiða stórarfjárhæðir fyrir rétt líffæri. Og óprúttið fólk sér hér möguleika á að græða fé með lítilli fyrirhöfn. 48 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.