Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 48

Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 48
LÍFFÆRI GANGA KAUPUM OG SÖLUM ÓLAFUR INGÓLFSSON Líffæraflutningar eru ekki eingöngu læknisfræðilegt vandamál sem er leyst af duglegum skurðlæknum, vel út- búnum skurðstofum og fúkkalyfjum, heldur eru þeir í vaxandi mæli siðferðilegt og lagalegt vandamál. Hver er réttur þinn til eigin líffæra? Hefur þú rétt til að meina öðrum að nota líffæri þín eftir að þú ert látinn? Er réttlætanlegt að kaupa líffæri til að bjarga lífi þínu eða einhvers annars? í dag skortir samræmda lagasetningu landa á milli sem gefur hreinar línur um hvað má og hvað ekki við líffæraflutninga. Sums staðar krefjast yfirvöld þess að gefandi hafi veitt samþykki sitt fyrir dauða sinn. Annars staðar er samþykkis aðstandenda krafist. Enn annars staðar eru engar reglur um rétt gefanda. Sjúkra- hús skipta í dag á líffærum milli landa. Einn maður getur bjargað lífi sjö annarra: Hjarta, lungu, lifur, nýru, bris, horn- himnur. Frá því að líffæraflutningar hóf- ust árið 1963 hafa hundruð þúsunda manna komist til lífs og heilsu þeirra vegna. Og þörfin vex stöðugt. Það er talið að í Þýskalandi þurfi um 5000 manns nýtt nýra árlega en aðeins 2000 nýrnaaðgerðir eru framkvæmdar vegna skorts á gefendum. Vaxandi eftir- spurn hefur skapað svartan markað þar sem líffæri ganga kaupum og sölum. Einkum eru það nýru sem eru eftirsótt. Siðfræðilegar hliðar vandamálsins endur- spegla þá staðreynd að það eru í vaxandi mæli fátæklingar í þriðja heiminum sem selja líffæri sín til ríkra á Vesturlöndum. Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur beint því til aðildarríkjanna að þau taki skref til að stöðva svarta versl- un með líffæri. Vandamálið er að enginn veit hvernig á að fara að því: Þörfin fyrir líffæri er til staðar, einstaklingar vilja selja líffæri sín og kaupendur eru reiðubúnir að greiða stórarfjárhæðir fyrir rétt líffæri. Og óprúttið fólk sér hér möguleika á að græða fé með lítilli fyrirhöfn. 48 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.