Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 22

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 22
erlent;, Vegalengdir í hinu gamla Austur- Þýskalandi eru ekki miklar. Það er einungis um tveggja tíma akstur frá Weimar til Leipzig og aftur tveir frá Leip- zig til Dresden. Dresden varð sem kunn- ugt er fyrir einhverri mestu loftárás sög- unnar: Churchill fyrirskipaði árásina og var hún gerð aðfaranótt 14. febrúar 1945, miðborgin var lögð í rúst á skipulegan hátt, 35 þúsund manns fórust. Fyrir þessa árás var sagt að Dresden væri ein fegurst borga í öllu Þýskalandi; núna er búið að endurreisa ýmsar helstu byggingarnar, meðal þeirra óperuna sem tekin var í notk- un á ný 1985. Frúarkirkjan sem reist var á elleftu öld er hins vegar ennþá rúst, minn- ismerki heimsstyrjaldarinnar. Andspænis henni er fyrrverandi aðsetur Kommún- istaflokksins: dæmigert fyrir stíl slíkra bygginga — í koparlituðum gluggarúðun speglast upphafning þeirra sem valdið höfðu, efnislegar andstæður hins fallna ríkis; núna munu slík húsakynni víða hafa verið tekin úr notkun (meðal annars í Ber- „Þessi glæsihús menntagyðjunnar mynda hins vegar áberandi andstæðu við háhýsin íúthverfum borgarinnar..." „Þetta voru herbúðir en svo var það gert að spítala eftir stríð." .....Hagfræðingarnir tala um a.m.k. 1,2 mill- jónir atvinnulausra í austurhéruðunum á þessu ári." lín) af varúðarástæðum sakir efnisgalla. í Dresden er annars verið að koma hlutun- um af stað: búið að fá vestræna aðila til að fjárfesta í ýmsum rekstri, meðal annars er búið að opna ýmsar nýjar knæpur — ein þeirra heitir Bláa eggið: þar er hægt að borða eggaldin og drekka vín frá Suður- Þýskalandi, þar situr ungt fólk í fínum fötum og horfir hvert á annað og hlustar á „House of the rising sun" og „Whiter sha- de of Pale" og aðrar ballöður sjöunda ára- tugarins: það er tónlistin sem fólk hlustar helst á þarna — þunglyndislegir tónar eru greinilega tónar dagsins. Það má líka heyra í útvarpinu þar sem einstaklega vönduð þýska er leidd saman við gamal- dags popptónlist vestræna og sagðir brandarar í stíl vestrænna plötusnúða þess á milli. I miðborg Dresdenar er skrifstofa þar sem töffaralegar ungmeyjar vísa mönnum á herbergi: mér var vísað á hús alveg í jaðri borgarinnar, alveg við bakka Elbu — það var sérstakt hús og umlukið læstu grind- verki rétt eins og eigendur þess óttuðust mannaferðir. Loks birtist þarna þéttvaxin kona milli sextugs og sjötugs á stórum inniskóm og opnaði hliðið; ekki var hægt að segja að blik hennar bæri vitni um mik- ið traust; hún krafði míg um vegabréf og vísaði mér síðan gegnum húsið inn í her- 22 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.