Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 22

Þjóðlíf - 01.05.1991, Side 22
ERLENT Vegalengdir í hinu gamla Austur- Þýskalandi eru ekki miklar. Það er einungis um tveggja tíma akstur frá Weimar til Leipzig og aftur tveir frá Leip- zig til Dresden. Dresden varð sem kunn- ugt er fyrir einhverri mestu loftárás sög- unnar: Churchill fyrirskipaði árásina og var hún gerð aðfaranótt 14. febrúar 1945, miðborgin var lögð í rúst á skipulegan hátt, 35 þúsund manns fórust. Fyrir þessa árás var sagt að Dresden væri ein fegurst borga í öllu Þýskalandi; núna er búið að endurreisa ýmsar helstu byggingarnar, meðal þeirra óperuna sem tekin var í notk- un á ný 1985. Frúarkirkjan sem reist var á elleftu öld er hins vegar ennþá rúst, minn- ismerki heimsstyrjaldarinnar. Andspænis henni er fyrrverandi aðsetur Kommún- istaflokksins: dæmigert fyrir stíl slíkra bygginga — í koparlituðum gluggarúðun speglast upphafning þeirra sem valdið höfðu, efnislegar andstæður hins fallna ríkis; núna munu slík húsakynni víða hafa verið tekin úr notkun (meðal annars í Ber- „Þessiglæsibús menntagyðjunnarmynda hins vegar áberandi andstæðu við háhýsin íúthverfum borgarinnar...“ .„Hagfræðingarnir taia um a.m.k. 1,2 mill- ínir atvinnulausra í austurhéruðunum á essu ári. “ lín) af varúðarástæðum sakir efnisgalla. í Dresden er annars verið að koma hlutun- um af stað: búið að fá vestræna aðila til að fjárfesta í ýmsum rekstri, meðal annars er búið að opna ýmsar nýjar knæpur — ein þeirra heitir Bláa eggið: þar er hægt að borða eggaldin og drekka vín frá Suður- Þýskalandi, þar situr ungt fólk í fínum fötum og horfir hvert á annað og hlustar á „House of the rising sun“ og „Whiter sha- de ofPale“ og aðrar ballöður sjöunda ára- tugarins: það er tónlistin sem fólk hlustar helst á þarna — þunglyndislegir tónar eru greinilega tónar dagsins. Það má líka heyra í útvarpinu þar sem einstaklega vönduð þýska er leidd saman við gamal- dags popptónlist vestræna og sagðir brandarar í stíl vestrænna plötusnúða þess á milli. í miðborg Dresdenar er skrifstofa þar sem töffaralegar ungmeyjar vísa mönnum á herbergi: mér var vísað á hús alveg í jaðri borgarinnar, alveg við bakka Elbu — það var sérstakt hús og umlukið læstu grind- verki rétt eins og eigendur þess óttuðust mannaferðir. Loks birtist þarna þéttvaxin kona milli sextugs og sjötugs á stórum inniskóm og opnaði hliðið; ekki var hægt að segja að blik hennar bæri vitni um mik- ið traust; hún krafði mig um vegabréf og vísaði mér síðan gegnum húsið inn í her- „Þetta voru herbúðir en svo var það gert að spítala eftir stríð. “ 22 ÞJÓÐLÍF

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.