Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 9

Þjóðlíf - 01.05.1991, Blaðsíða 9
Frá útifundi verkalýðsfélaganna á dögunum. Gegn vaxtahækkunum og ákvörðunum ríkisstjórnarinnar íhúsnæðismálum. gömlum húsnæðisstjórnarlánum um 20% úr 3.5% upp í 4.9% tekur af allan vafa um stefnuna, hávaxtastefnu. Hér er allt á sömu bók. Með þessum ákvörðunum hef- ur ríkisstjórnin ákveðið að ýta undir kostnaðarverðbólgu og ganga þar með þvert á eigin markmið um leið og hún hefur skapað andrúmsloft óöryggis og verðbólgu. Hér hefur ríkisstjórnin ráðist á grunn þjóðarsáttarinnar, hún hefur gert atlögu að stöðugleikanum og hún hefur kippt í burtu þeirri lítilsháttar kaupmátt- araukningu sem þegar hafði náðst. Þegar launamaður sem skuldar t.d. 4 milljónir í húsnæðisstjórnarlán þarf að greiða árlega sem nemur 50 þúsundum króna til viðbótar í vaxtakostnað þá þýðir það að kaupmáttur launa hans hefur rýrn- að. Þessar auknu álögur bætast við önnur útgjöld heimilis og neyðist hann til að krefjast mun hærri launahækkana en ella. Fyrirtækið sem hann vinnur hjá hefur sömuleiðis þurft að mæta enn meiri fjár- magnskostnaði en áður í formi hærri vaxta og á ekki nema um tvennt að velja, sam- þykkja launahækkunarbeiðni eða hætta rekstri ella. Fyrirtækið bregður því á það ráð að hækka verð á vöru eða þjónustu sem það hefur til sölu. Hér er komið klassískt ástand verðbólgu og tilefni verðbólgubáls og það verður ekki rakið lengra en til Við- eyjar. Hér hafa vaxtahækkanir orðið til- efni verðbólgubáls. Hér hefur áður verið rakið að heimili og fyrirtæki voru að nálgast það ástand að geta gert áætlanir fram í tímann og höfðu náð yfirsýn sem aldrei fyrr yfir fjármál sín. Hér á landi hafa fjármagnseigendur búið við forréttindi fram yflr kollega sína hvar- vetna í hinum vestræna heimi; lán eru verðtryggð og vaxtatekjur eintaklinga skattfrjálsar. „Áhætta“ er nánast engin fyrir þá, áhættan er öll skuldarans. Ekki nóg með það heldur eru lánin einnig með breytilegum vöxtum þannig að vaxta- duttlungar stjórnvalda hverju sinni geta kollvarpað skynsamlegustu fjárfestingar- áformum bæði heimila og fyrirtækja. Þetta er auðvitað fráleitt og siðlaust kerfi. Það er algert lágmark að verðtryggð lang- tímalán(húsnæðis- og lífeyrissjóðalán) séu með föstum vöxtum. Við núverandi ástand getur skuldari aldrei fært sér í nyt „frjálsan vaxtamarkað" heldur eru kost- irnir allir hjá fjármagnseigandanum. í þessu ljósi er hækkunin á gömlu hús- næðisstjórnarlánunum nokkuð sem tekur steininn úr. Fram á daga Viðeyjarundurs- ins var litið á húsnæðislán öðrum augum en skammtíma neyslulán. Fram til 1979 voru þau óverðtryggð með lágum vöxtum og brunnu lánin upp í verðbólgubáli. Þegar verðtryggingin var tekin upp, var það gert m.a. með tilvísun til þess að það þyrfti að bæta hag Byggingasjóðs ríkisins og greiða fyrir óverðtryggðan útaustur fyrri kynslóða úr sjóðnum. Þegar verð- tryggingin var tekin upp í lífeyrissjóða- kerfinu var það gert með sömu tilvísun, það þurfti að borga það sem verðbólgu- kynslóðin hafði tekið úr sjóðunum. ólk sem festi kaup á húsnæði á árun- um 1984 til 1986 fékk mun minni hluta kaupverðs íbúðar að láni frá Hús- næðisstofnun en þeir sem keyptu eftir 1986. Til að fjármagna íbúðakaup á þess- um árum þurftu því flestir að fá lífeyris- sjóðalán til viðbótar. Á þessum tíma voru lög um hámarksvexti í gildi. Lífeyris- sjóðalánin máttu ekki bera meiri vexti en 5% samkvæmt lögum landsins. Þegar íbúðakaupendur á þessu tveggja ára tíma- bili gerðu áætlanir um fjármögnun og af- borganir gátu þeir reiknað með að lánin frá Húsnæðisstofnun bæru 3.5% raun- vexti en lánin voru að sjálfsögðu verð- tryggð. Það stóð letrað á skuldabréfin og þess voru engin dæmi að slíkum skuld- bindingum væri breytt eftir á. Menn gátu einnig reiknað með að lífeyrissjóðalánin færu ekki upp úr 5% raunvöxtum, það voru lög í landinu. En svo bregður við að vextir voru gefnir frjálsir 1. september 1986 og lífeyrissjóða- lánin fóru upp úr öllu valdi. Vextir þeirra ruku á tiltölulega skömmum tíma upp í yfir 10%. Og það tók langan tíma að ná þeim niður aftur og hafði ekki tekist að ná þeim nema rétt niður fyrir 8% áður en ÞJÓÐLÍF 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.