Þjóðlíf - 01.05.1991, Page 56
VÍSINDI
Varnaraðferð hríðskotabjöllunnar
— 500 skot ó sekúndu
Eftir um það bil hálfa öld gæti
hálfur lítri sjávar gefið jafn-
mikla orku og 300 lítrar af ol-
íu. Þetta er að vísu háð því að
stórstígum árangri verði náð í
þeirri viðleitni að beisla
samrunaorku.
Við samrunann eiga tveir
þungir vetniskjarnar að renna
saman og mynda einn helíum-
kjarna og jafnframt á gríðarleg
orka að losna úr læðingi.
Þungt vetni er meðal annars í
sjó.
Til að hefja samrunann er
nauðsynlegt að hita vetnið upp
í um 100 milljónir gráða. Sam-
tímis verður að halda vetnis-
kjörnunum svífandi í kjarna-
ofni og svifinu er náð með því
að setja þá í segulsvið. Auk
þessa þarf að verma þetta í
nokkurn tíma svo að tendrun
geti orðið.
Þegar öll þessi þrjú skilyrði
hafa verið uppfyilt næst ástand
þar sem ferlið gefur meiri orku
en það tekur til sín. Ekki mun-
ar miklu að vísindamenn við
Vitaskuldir
Snemma á 21. öld, líklega
um 2020, hyggjast Japanir
senda geimhótel á braut um
jörðu. í hótelinu verða 100
gistiherbergi og að sjálfsögðu
verða þau öll með útsýni til
vetrarbrautanna.
★
Til er geðrænn kvilli sem lýs-
ir sér með því að sjúklingur-
inn sem er oftast kvenkyns,
hefur þörf fyrir að slíta af sér
hárið. Á fræðimáli heitir
þetta trichotillomani sem ef
til vill mætti nefna hárstol (!)
á íslensku (samanber lystar-
stol).
★
Drykkjarvatn í fernu eða
flösku er um það bil þúsund-
falt dýrara en kranavatnið.
★
í Bandaríkjunum eru tæmd-
ar um tvær og hálf milljón
plastflaskna á klukkustund.
Einungis lítill hluti þeirra er
nýttur aftur.
★
Garðyrkjumaður nokkur
vinnur að því að kynbæta
melónur þannig að þær verði
á stærð við plómu og aukin-
heldur steinlausar. Búist er
við því að þessi nýja melóna
komi fljótlega á markað.
★
Veggjalýs eru 6-7 millímetra
langar „pöddur“ sem nærast
eingöngu á blóði manna og
dýra.
★
Nýleg úttekt á óhöppum í
fallhlífastökki leiddi í ljós að
dauðsfail verður í einu af
hverjum 55 000 stökkum.
★
„Að gefnu tilefni skal þess
getið að vitaskuld merkir
meðal annars staðreynd og
hér er orðið notað í þeirri
merkingu.
Hríðskotabjallan beinir eiturgusu að óvinum sínum. Hún nær að skjóta
500 bunum á sekúndu og engin mannanna vopn geta gefíð slika „salí-
bunu“.
Princetonháskólann í Banda-
ríkjunum hafi náð þessum
mikilvæga punkti í sínum til-
raunum en þar til það verður
hljótum við að brenna áfram
bensíni og olíu.
Kastið saltstauknum!
Matvælaframleiðendur
ættu að minnka saltaustur-
inn við framleiðslu sína eða
að öðrum kosti gefa grein-
argóðar upplýsingar um
saltmagn í vörum sínum.
Rannsóknir sem fram hafa
farið í Lundúnum sýna að ef
dregið er úr saltneyslu svo
nemur þremur grömmum á
dag eru líkur til að tíðni
heilablóðfalls minnki um
22% og tíðni hjartaáfalla um
16 %.
Fólk getur hæglega minnkað
saltneyslu sína sem þessu
nemur, einfaldlega með því
að sneiða hjá söltum mat og
sleppa því að bæta salti á
matinn á diski sínum. Ef
salti væri einnig sleppt úr
unnum matvælum gæti tíðni
heilablóðfalls minnkað um
39 % og hjartaáfalls um 30
%. í Bretlandi hefði þetta í
för með sér 65 000 færri ót-
ímabær dauðsföll á ári.
Þessar tölur eru niðurstöð-
ur um 130 rannsókna sem
beinast að því að rekja tengsl
blóðþrýstings og saltneyslu.
Þar kom meðal annars fram
að sex gramma munur á
saltneyslu skapaði mun í
blóðþrýstingi og reyndist þar
muna fimm millímetrum
kvikasilfurs á slagþrýstingi
fólks á aldrinum 15 til 19 ára.
Munurinn var tvöfalt meiri
hjá aldursflokknum 60 til 69
ára.
Það eitt að minnka
saltneysluna um þrjú grömm
á dag gæti því reynst mun
áhrifaríkara en lyfjameðferð.
56 ÞJÓÐLÍF