Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Page 20

Víkurfréttir - 29.04.2010, Page 20
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR20 Þú hefur verið að mennta þig og vinna í þínu fagi í fjölda ára. Hvernig stendur á því að þú hefur ekki látið verða af því fyrr að opna vinnustofu og koma þér og verkum þínum á framfæri? Ég hef nú reyndar verið með vinnustofu alla tíð heima hjá mér, sem ég hef sprengt utan af mér frá því að vera eitt pínulítið herbergi inni á heimilinu þar sem ég hef dreift úr mér. Seinna meir tók ég gamla bílskúrinn undir mig og var svo farin að færa mig upp á skaftið og komin með hluta í nýja bílskúrinn. Þá sá ég að nú væri kannski kominn tími til þess að færa mig um set og gera mig sýni- lega í bæjarfélaginu. Vinir og vandamenn hafa verið dug- legir við að hvetja mig til þess að leyfa öðrum að sjá hvað ég er að fást við, svo að nú var bara að hrökkva eða stökkva. Þú hefur menntað þig mjög mikið í ýmsu tengdu þínu fagi, svo sem þæfingu, korta- gerð, bókagerð og japanskri pappírsgerð - er endalaust hægt að læra meira og bæta við sig þekkingu á þessu sviði? Já, það er alltaf hægt að bæta við sig þekkingu, annað hvort til þess að bæta við þá þekk- ingu sem maður hefur eða til þess að verða enn færari í þeirri grein sem maður er að vinna í, svo ekki sé nú talað um að tileinka sér nýjungar, því að það er alltaf eitthvað að breytast og nýtt að koma. Ég hugsa líka alltaf einhvern veginn út frá kennslunni þ.e. hvað get ég boðið þeim upp á eða hvað vilja nemendur mínir fá nýtt í faginu. Svo hef ég bara svo óstjórnlega gaman af öllu sem við kemur fallegri hönnun og handverki. Annars finnst mér þetta allt svo skemmtilegt að það er erf- itt að gera upp á milli hvort það er saumur eða prjón, bókagerð eða smíðar. Það er bara það verkefni sem ég er að vinna að hverju sinni. Hvað af verkum þínum finnst þér skemmtilegast að vinna? Það er nú mjög erfitt að gera upp á milli, þetta er allt svo spennandi og skemmtilegt. Ég hef nú haft áhuga á sauma- skap síðan ég var um 8 ára gömul. Ég byrjaði þá á því að sauma og prjóna á dúkkurnar mínar. Þegar ég var 10 ára gömul saumaði ég svo fyrstu buxurnar á sjálfa mig og upp frá því hef ég verið óstöðv- andi. Mér finnst líka papp- írinn mjög heillandi, hvort sem það er að gera pappírinn sjálfan frá grunni eða vinna úr honum kort eða bækur. Ef ég byggi t.d. í Japan þá held ég að ég hefði orðið pappírs- gerðarkona. Það er svo gaman að vinna með trefjarnar og allt sem tilheyrir pappírnum. Veistu, það tekur góðan papp- írsgerðarmann í Japan 7 ár að verða útlærður. Þæfingin er líka endalaus uppspretta hugmynda og fullt af mögu- leikum í henni. Ég hef líka alla tíð haft mikinn áhuga á alls konar endurvinnslu, sem hefur nýst mér í pappírnum, endurnýtingu fatnaðar o.fl. Að endurnýta t.d. gömul föt og efni og gera úr því nýja flík eða fylgihluti finnst mér rosalega skemmtilegt. Þar eru endalausar hugmyndir. Út- stillingahönnunin er einnig mjög gefandi og skapandi form sem er mjög vannýtt. Hvað er það sem fólk fær að sjá hjá þér núna, ef það kíkir í heimsókn? Það nýjasta sem ég hef verið að vinna að sem fólk fær að sjá hjá mér er tengt höfði og hálsi. Það kom til þegar ég keypti mjög skemmtilegt garn úti á Spáni og prjón- aði úr því trefil. Þegar heim kom sá ég að ógrynni af garni hafði safnast upp hjá mér. Ég ákvað því að grynnka á því og sjá hvað kæmi út úr þessu öllu. Útkoman varð húfur og hálstau af ýmsum gerðum, bæði á fullorðna og börn auk þess að nánast engin húfa er eins. Svo slæðist eitt og annað með af öðrum toga. Hvar er hægt að nálg- ast vörurnar þínar? Það er hægt að nálgast þær með því að hafa samband beint við mig (896 1994 eða magda- lena@magdalenasirry.is) en við erum einnig að skoða núna mögulega söluaðila og það verður auglýst á vefnum, www.magdalenasirry.is, þegar það kemst á hreint. Sömuleiðis, ef einhver hefur áhuga á að selja vör- urnar, þá er um að gera að hafa samband við mig. Magdalena er þó ekki ein- göngu að opna vinnustofu, heldur er kominn í loftið vefur sem sýnir verk hennar, www.magdalenasirry.is, og Magdalena Sirrý Design má einnig finna á Facebook. ✝ Guðlaug Bergmann Júlíusdóttir Reykjanesvegi 12, Njarðvík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, fimmtudaginn 22. apríl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, föstudaginn 30. apríl kl. 13:00 Valgeir Ólafur Helgason Júlíus H. Valgeirsson, Ásgerður Þorgeirsdóttir, Guðrún Bergmann Valgeirsdóttir, Sigfús R. Eysteinsson, Jóhanna Valgeirsdóttir, Leifur Gunnlaugsson, Erla Valgeirsdóttir, Guðni Grétarsson, Einar Valgeirsson, Unnur M. Magnadóttir, Susan Anna Wilson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ✝ Magnús M. Jónsson Aðalgötu 5, Keflavík Lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 25. apríl. Jarðarförin auglýst síðar. Einhildur Pálmadóttir, Þór Pálmi Magnússon, Hulda Guðmundsdóttir, Oddný Magnúsdóttir, Þórhallur Steinarsson, Jón Kr. Magnússon, Linda Gunnarsdóttir, Halldóra Magnúsdóttir, Ívar Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Magdalena Sirrý deSign opnar vinnuStofu og SýningarrýMi í fiScherShúSi Magdalena Sirrý Þórisdóttir, hönnuður hefur opnað vinnustofu og sýningarrými í Fischershúsi í Keflavík, undir merkjum Magdalena Sirrý Design. Magdalena er textílkenn-ari frá Kennaraskóla Íslands auk þess að hafa lokið námi í hönnun og út- stillingahönnun frá Iðnskól- anum í Hafnarfirði. Hún hef- ur bæði kennt textílmennt og tengdar greinar víðsvegar, m.a. í Myllubakkaskóla og í forfallakennslu við Holta- skóla og Fjölbrautaskóla Suðurnesja, auk fjölda nám- skeiða. Magdalena hefur hannað og gert fatnað fyrir ýmsa aðila, séð um útstill- ingar m.a. fyrir verslanirnar Persónu, Stapafell, Optical Studio og Samkaup hér í Reykjanesbæ. Hún hefur einnig haldið einkasýningar á verkum sínum og tekið þátt í samsýningu á vegum Handverks og hönnunar, í Norræna húsinu og verið með sýningu á Ljósanótt. Þar að auki hefur Magdalena sífellt verið að bæta við sig þekkingu tengda fagi sínu, svo sem í þæfingu, kortagerð, pappírsgerð, bókagerð o.fl. Listin í Fischerhúsi

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.