Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 30

Víkurfréttir - 29.04.2010, Side 30
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR30 Félagar Verkalýðsfélags Grindavíkur munið 1. maí kaffið í húsi félagsins frá kl. 14:30 - 17:00 Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur. Ekki hefur verið hægt að skera grasið sem leggja á vegna þess að mikið frost og bleyta hefur verið á svæðinu þaðan sem grasið er tekið, að sögn Guðlaugs H. Sigurjónssonar, framkvæmdastjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanes- bæjar. „Afar slæmar aðstæður, auð jörð og mikið frost, varð til þess að frostið fór niður á um 40 cm dýpi. Sem verður til þess að þegar byrjar að þiðna og rigna þá liggur vatnið ofan á frostinu og kemst ekki niður. Því þiðnar það afar hægt og er mjög lengi að þorna. Við höfum verið í sambandi við þá aðila sem rækta og selja gras sem hentar á þetta en það er sama vandamálið hjá þeim öllum. Af þeim sökum hefur ekki verið hægt að fá gras frá því snemma í desember,“ sagði Guðlaugur í samtali við VF. Guðlaugur segir næstu daga hafa mikil áhrif á vöxt rót- arkerfisins og framvindan ráðist nokkuð af því. Það gras sem náðist að leggja um miðj- an desember hafi ekki enn náð rótarfestu. Miklar kröfur eru gerðar um Ekki verður hægt að spila á nýja grasinu á knatt- spyrnuvellinum í Keflavík fyrr en um mitt sumar en veðurfarslegar aðstæður hafa ráðið því að ekki hefur verið hægt að ráðast í graslagningu fyrr en nú. Keflvíkingar munu því hefja keppnistímabilið á Njarðvíkurvelli. Fyrir helgi var hafist handa við lagningu grassins. lagningu grass á keppnisvelli og segir Guðlaugur verkið því taka lengri tíma heldur en venjuleg lagning. Notaðar verða þrjár lagningavélar og má reikna með að verkið taki fimm til sex daga. Það fer svo alveg eftir aðstæðum og um- hirðu hvenær hægt verður að spila á vellinum, segir Guð- laugur. „Sé kalt í veðri, eins og er núna, getur upphitunin hjálpað til við að koma grasinu af stað. Þetta er þó afar vandmeðfarið þar sem skapast getur ójafn- vægi í grasinu, t.d. ef lofthiti er mínus fimm gráður á nótt- inni og jarðvegshiti 6-7 gráður, sem getur verið varasamt. En vissulega getur hitinn hjálpað til við að ná upp jarðvegshit- anum og flýtt grasvextinum en aðstæður spila samt mikið þar inní þegar hætta á miklu næturfrosti er liðin hjá,“ segir Guðlaugur. Að hans sögn er reynt að flýta fyrir vexti rót- anna með góðum áburði sem settur er undir grasið. Búast má við að völlurinn verði afar laus og viðkvæmur fyrst um sinn eða allt þar til rótakerfið hefur náð upp góð- um styrk, að sögn Guðlaugs. Afar erfitt sé að segja hvenær völlurinn verður tilbúinn til notkunar. „Best væri auðvitað að hann fengi sem lengstan tíma til að ná sér en gangi allt að óskum þá tel ég að við ættum að taka stöðuna í lok júní en það fer allt eftir veðri og umhirðu. Miðað við stöðuna núna ætti gras að óbreyttu að vera kom- ið á í lok næstu viku. Því má reikna með að frágangur taki eina til tvær vikur. Verkinu ætti þá að ljúka um miðjan maí,“ sagði Guðlaugur í sam- tali við Víkurfréttir. Ekki hægt að spila á Keflavíkurvelli fyrr en um mitt sumar

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.