Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.04.2010, Síða 31

Víkurfréttir - 29.04.2010, Síða 31
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í ÞRJÁ ÁRATUGI! 31VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 29. APRÍL 2010 Við gerum tilboð í pakka fyrir veislur í mat og eða drykk Frítt í pool, frítt í pílu, tilboð á mat og drykkjum Nýjasti og flottasti staðurinn Blues Lounge í samstarfi við skemmtistaðinni Manhattan á Hafnargötu 30. j ti fl tt ti t i l í t fi i ti t i i tt f t .Keflavík - Snæfell Kal dur á 2 00 k r. til m iðn ætt is ef v ið v inn um á fim mtu dag inn Eftirpartý á Manhattan á fimmtudagskvöldið Upplýsingar í 822 3858 / 691 8078 http://www.facebook.com/manhattan.keflavik tt fi t l i lýsi r í / 1 7 tt :// .f c k.c / tt .k fl vik Forsala miða á leik Keflavíkur og Snæfells verður í íþróttahúsinu við Sunnubraut og verður hún milli 17 og 19. Gengið er inn um aðal inngang (þeim megin sem húsverðirnir sitja). Miðaverð fyrir full- orðna er 1500 kr. og 12-16 ára 1000 kr. Einnig eru til sölu VIP miðar sem gilda í stuðningsmannastúkuna niðri, en því fylgja einnig veit- ingar. Verðið á þeim miðum er 2500kr. „Við viljum vekja athygli á því að það er gríðarleg eftirvænting og spenna í bæjarbúum fyrir þessum leik og klárt mál að húsið verður þétt setið. Til að auðvelda mikla teppu í miðasölunni á leiknum, ásamt þægindum fyrir áhorfendur að geta gengið bara beint inn með miða, þá er gríðarlega skynsamlegt að tryggja sér miða í forsölu. Við vonum að Keflvíkingar fjölmenni og styðji við bakið á strák- unum,“ segir í tilkynningu frá körfuknattleiksdeildinni. Jonni mætir með tíu spor úr hólminum Keflavík-Snæfell - úrslitaleikur um Ís- landsmeistaratitilinn í körfu í kvöld: Jonni í baráttunni í vörn- inni og Siggi Þorsteins að skora í þriðja leiknum. „Þetta var nú óviljaverk og ger- ist bara í hörku og hraða leiks- ins. Ég verð klár í úrslitaleik- inn eins og allt liðið,“ sagði Jón Norðdal Hafsteinsson, fyrirliði Keflvíkinga sem mæta Snæfelli í hreinum úrslitaleik í Toyota höllinni í Keflavík í kvöld. Jón þurfti að fara af leikvelli í hita leiksins þegar hann fékk olnbogaskot frá einum leik- manna Hólmara eftir að hafa verið í sjö mínútur inni á vell- inum. Hann fór með lækni á sjúkrahús sem er þarna nálægt og var saumaður, fékk tíu spor í andlitið. „Nefið slapp, það var gott. Ég var aðeins vankaður á eftir en að öðru leyti í lagi,“ sagði Jonni eins og fyrirliðinn er kallaður. Hann segir alla tilbúna í þenn- an stóra leik. Keflavík sé lið sem hafi hefð fyrir því að spila úrslitaleiki. „Það eru allir vel stemmdir. Þetta verður auð- vitað sama dæmið. Vörn vinn- ur titla og við lékum hana vel í síðasta leik og í fyrsta leiknm, ekki eins í hinum tveimur. Við prófuðum svæðisvörn í byrjun síðasta leiks en það var ekki að virka og fórum aftur í maður á mann eins og við gerum best. Barátta og einbeiting verða lykilorðin í þessum lokaleik.“ Og þið treystið náttúrulega á að stuðningsmenn Keflavíkur fylli Toyota höllina? „Algerlega. Við skildum það vel þó svo það hafi ekki verið fjölmennt í Hólminn eftir tvo slaka leiki en við björguðum fimmta leiknum og vonum að við fáum fullt hús.“ Svona leikir eru draumaleikir allra körfuknattleiksmanna er það ekki? „Jú, þetta er það sem mað- ur dreymir um og vinnur að allan veturinn. Sumir ná því aldrei að spila svona leiki svo það er eins gott að njóta þess og leggja sig allan fram,“ sagði Jón Norðdal.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.