Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Qupperneq 7

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Qupperneq 7
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Ágrip erinda E-01 Alvarleiki áverka þeirra sem lögðust inn á Landspítala árin 2003-2006 vegna afleiðinga umferðarslysa Heiörún Manck’, Brynjólfur Mogensen u ’Læknadeild Háskóla íslands, 2slysa- og bráðasviði Landspítala hpm@hi.is Inngangur: Umferðarslys eru algeng og innlagnartíðni slasaðra úr umferðarslysum er há miðað við aðrar tegundir slysa þrátt fyrir að innlögnum úr umferðarslysum hafi fækkað um helm- ing á síðustu 30 árum. Á sjöunda áratugnum var farið að flokka alvarleika áverka slasaðra í umferðarslysum vegna aukins fjölda slasaðra. Áverkaflokkunina er hægt að nota til að rannsaka öll slys. Markmið rannsóknarinnar var að kanna alvarleika áverka þeirra sem lögðust inn á Landspítala árin 2003-2006 vegna afleiðinga umferðarslysa. Efniviður og aðferðir: f úrtakinu voru allir sem lögðust inn á Landspítala árin 2003-2006 með áverka eftir umferðarslys. Orsakir áverkanna voru skráðar samkvæmt norræna flokk- unarkerfinu um ytri áverka. Áverkagreiningar voru skráðar samkvæmt ICD-10. Áverkastigunin var metin samkvæmt Abbreviated Injury Scale 1990 Revision, update 1998 og áverka- skorið samkvæmt Baker et al. frá 1974 og Jóhann Heiðar og Brynjólfur Mogensen 2002. Öll vafaatriði í orsökum, slysagrein- ingu og áverkastigun voru borin undir einn aðila (BM). Niðurstöður: Á slysa- og bráðadeild komu 10.891 manns með áverka eftir umferðarslys árin 2003-2006 og voru konur í meiri- hluta (5697 konur og 5194 karlar). Leggja þurfti inn 684 ein- staklinga (6.3%) með áverka eftir umferðarslys. Flestir voru á aldrinum 15-29 ára. Karlar voru 62,4% innlagðra. Langoftast var einn í óhappi (329), t.d. útafakstri eða bílveltu en í 117 slysum var um hliðarárekstur að ræða og í 79 tilvikum komu bifreið- ar úr gagnstæðri átt. Óljós tilvik voru of mörg (84). Áverkar á brjóstkassa, höfuð, kvið, háls og hrygg voru algengastir. 103 voru með fjöláverka. Átta létust, 24 voru lífshættulega slas- aðir, 58 voru alvarlega slasaðir, 116 voru mikið slasaðir en aðrir minna. Alvarlegustu akstursstefnurnar voru einn í óhappi, hlið- arárekstur og bifreiðar úr gagnstæðri átt. Umræða: Rúmlega 6% slasaðra úr umferðarslysum þurfti að leggja inn á sjúkrahús. Flestir innlagðra lentu í einbfla slysi. Karlar voru tæplega 63% innlagðra og slasaðir voru ungir að árum. Áverkar á brjóstkassa og líffæri í brjóstholi eða höf- uðáverkar voru algengastir. Tæplega 33% voru mikið eða meira slasaðir og 8 létust. Ályktun: Umferðin tekur þungan toll. E-02 Árangur gerviliðaaðgerða á mjöðm á FSA, 2004-2006 út frá sjónarhóli sjúklings Ása Eiríksdóttir, Anna Lilja Filipsdóttir, Þorvaldur Ingvarsson Bæklunardeild Sjúkrahússins á Akureyri asae@fsa.is Tilgangur: Að meta árangur gerviliðaaðgerða í mjöðm út frá sjónarhóli sjúklings. Efniðviður/aðferðir: Sjúklingar bæklunardeildar Sjúkrahússins á Akureyri sem undirgengust gerviliðaaðgerð á mjöðm frá 2004- 2006 var boðin þátttaka í rannsókninni. Þátttakendur svöruðu spurningalista fyrir aðgerðina og samsvarandi lista 12 mán- uðum síðar. Notaður var WOMAC spurningalisti til að meta verki, stirðleika og ADL getu. Af þeim 215 sjúklingum sem und- irgengust gerviliðaaðgerð á tímabilinu samþykktu 142 sjúkling- ar þátttöku. Þar af luku 129 sjúklingar rannsókninni og voru svör þeirra notuð til útreikninga. Notuð voru forritin Access, Excel, Word og SPSS við rannsóknina. Niðurstöður: Af þeim 129 sjúklingum sem luku rannsókninni voru 85 þáttakendur sem svöruðu öllum spurningum WOMAC spurningalistans. Við útreikninga var einungis stuðst við þau svör þar sem þátttakandi hafði svarað öllum reitum í viðkom- andi spumingu. Hæst er hægt að fá 20 stig fyrir verki, 8 fyrir stirðleika og 68 fyrir ADL getu, samtals 96 stig. Ástandið er því verra sem stigafjöldinn er hærri. Heildarstigafjöldi fyrir aðgerð var 57,8 stig, þar af 12,5 (range 5 til 20) vegna verkja, 2,4 (range 0 til 8) vegna stirðleika og 40,1 (range 3 til 62) vegna ADL getu. Að meðaltali lækkaði heildarstigafjöldi um 30 stig (range -13 til 70) hjá þeim 85 sjúklingum sem svöruðu öllum spurningum í öllum þremur þáttum listans. Hjá þeim 106 sjúklingum sem svöruðu spurningum um verki lækkaði stigafjöldi að meðaltali um 8 stig (range -2 til 17). Þeir 119 sjúklingar sem svöruðu spumingum um stirðleika lækkuðu að meðaltali um 2,7 stig (range -4 til 8). Af þeim 92 sjúklingum sem svöruðu spurningum um ADL lækkaði stigafjöldinn að meðaltali um 21,8 stig (range -8 til 50). Ályktanir: Gerviliðaaðgerðir á mjöðm minnka verki og stirð- leika fólks auk þess að bæta hreyfifærni. Athygli vekur hinsveg- ar lítill hluti sjúklinga sem stendur verr eftir aðgerðina en fyrir. E-03 Ábending og árangur hjáveituaðgerða hjá sjúklingum með þrengslasjúkdóm í slagæðum ganglima á Landspítala 2000-2007 Valgerður Rós Sigurðardóttir', Guðmundur Damelsson2, Elín Laxdal2, Helgi H. Sigurðsson2, Karl Logason2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2æðaskurðlækningadeild Landspítala valgros@landspitali.is Tilgangur: Kanna ábendingar og árangur hjáveituaðgerða (fe- LÆKNAblaðið 2008/94 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.