Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Side 9

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Side 9
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 E-06 Æðastíflubrottnám úr hálsslagæðum á íslandi 2000-2007 Karl Logason, Guðmundur Daníelsson, Helgi H. Sigurðsson, Elín Laxdal Æðaskurðlækningadeild Landspítala karll@landspitali.is Inngangur: Æðastíflubrottnám úr hálsslagæðum (carotis end- arterectomy) minnkar líkur á heilablóðfalli hjá sjúklingum með mikil slagæðaþrengsli. Ávinningur er mestur hjá sjúklingum með nýleg einkenni heilablóðþurrðar svarandi til þrenging- arinnar en einnig er nokkur ávinningur af aðgerðum á ein- kennalausum þrengingum. Ávinningur aðgerða er þó háður tíðni fylgikvilla og þar sem um fyrirbyggjandi aðgerð er að ræða, langtímalifun eftir aðgerð. Efniviður og aðgerðir: Skrá hefur verið haldin yfir allar hálsslagæðaaðgerðir framkvæmdar á æðaskurðlækningadeild Landspítala. Farið var yfir sjúkraskrár þeirra sem gengust undir hálsslagæðaaðgerðir á árunum 2000-2007 og skráðir fylgikvillar, ábendingar aðgerða, áhættuþættir æðasjúkdóma og dánardæg- ur. Niðurstöður: Á tímabilinu 2000-2007 voru framkvæmdar 320 hálsslagæðaaðgerðir á 289 sjúklingum. Ábending aðgerðar var nýlega einkennagefandi þrenging í 173 (54,1%) tilfellum en ein- kennalaus þrenging í 147 (45,9%). Alls fengu 9 sjúklingar heila- blóðfall eða létust innan 30 daga frá aðgerð (2,8%), af þeim var einkennagefandi þrenging ábending aðgerðar í 7 (4,0%) en ein- kennalaus þrenging í 2 (1,4%). Aðrir fylgikvillar voru: Blæðingar í skurðsár 21 (6,6%), úttaugaskaði 7 (2,2%), hjartavöðvadrep 4 (1,3%), sýking í skurðsári 2 (0,6%). Fimm ára lifun eftir hálsslag- æðaaðgerðir á árunum 2000-2007 var 88% (Kaplan-Meier). Ályktun: Tíðni alvarlegra fylgikvilla eftir hálsslagæðaaðgerðir var ámóta eða lægri en í þeim rannsóknum sannað hafa ávinn- ing aðgerða og var svipuð og í fyrri íslenskri rannsókn fyrir árin 1996-2001(2,8% nú vs 2,4% í fyrri rannsókn). Langtímalifun eftir aðgerðir var góð. E-07 Propaten® æðagræðlingar lokast síður en PTFE æðagræðlingar eftir hjáveitu á carotis æðum í sauðkind Elín Laxdal* 1, Gustav Pedersen2-3, Torbjörn Jonung2-3 ,Vegar Ellensen13, Emey Mattsson4 'Æðaskurðdeild Landspítala, 2Karkimrgisk seksjon, Haukeland Universitetssykehus, Bergen, 3Institutt for kirurgiske fag, Universitetet i Bergen,4 Wallenberg Laboratory for Cardiovascular Research, Sahlgrenska Sjukhuset, Göteborg, Sverige elax@landspitali.is Inngangur: Ending gerviæðagræðlinga er mun lakari en bláæða eftir hjáveituaðgerðir á slagæðum. Því eru reyndar ýmsar aðferðir til þess að fyrirbyggja lokun á gerviæðagræðlingum. Propaten® er ný tegund gerviæðagræðlinga úr PTFE (polytetraf- luoroethylene) sem er klædd covalent bundnu heparíni að inn- anverðu. Slík klæðning er talin minnka líkurnar á stíflumyndun vegna blóðsega eða intinm hyperplasiu. Tilgangur: Markmið rannsóknarinnar var að bera saman endingu Propaten® og venjulegra PTFE gerviæðagræðlinga. Jafnframt að bera saman magn ititima hyperplasiu sem myndaðist á samskeytum gerviæðagræðlings og slagæðar eftir hjáveitu með Propaten® annars vegar og PTFE hins vegar. Efniviður og aðferðir: Gerðar voru 28 hjáveituaðgerðir á carotis æðum 14 sauðkinda. Venjulegur PTFE græðlingur var settur inn öðrum megin og Propaten® græðlingur hinum megin. Þvermál gerviæðanna var 6 mm og lengd 6 cm (frá hæl til hæls). Hjáveitan var lögð enda til hliðar í 45 gráðu vinkil við slagæðina proximalt og distalt. Hnýtt var fyrir carotis æðina á milli tenginganna. Eftir sex mánuði var gerð ný aðgerð þar sem æðagræðlingar og aðlægar carotis æðar voru fjarlægðar og dýrin síðan aflífuð. Tekin voru sýni úr öllum gerviæðum til samanburðarmæling- ar á heparin-virkni. Æðagræðlingar, tengingarsvæði og carotis æðar voru undirbúin undir vefjarannsókn og histomorphometri. Vefjasýni voru ljósmynduð með AxioVision® 4,5, magn intima hyperplasiu mælt og meðaltal þykktar reiknað. Niðurstöður: Ekki reyndist vera marktækur munur á hep- arin-virkni venjulegra PTFE æðagræðlinga í samanburði við Propaten® eftir 6 mánuði. Við brottnám reyndust marktækt fleiri PTFE æðagræðlingar vera stíflaðir (9/14) samanborið Propaten® æðagræðlinga (2/14) (p=0,001). Magn intima hyper- plasiu var meira í venjulegum PTFE gerviæðum samanborið við Propaten®. Munurinn var ekki tölfræðilega marktækur við útreikninga á æðatengslum hverjum fyrir sig (proximalt og distalt), en reyndist marktækur þegar magnið í proximal og distal tengingu voru reikuð saman (p=0,006). Niðurstaða: Propaten® gerviæðar virðast stíflast síður eftir hjáveitu á carotis æðum £ sauðkind samanborið við hefðbundnar PTFE gerviæðar. Einnig virðist myndun intima hyperplasiu vera minni í Propaten® gerviæðum. E-08 Ennisflipi í miðlínu til endursköpunar nefbrodds. - 3000 ára gömul aðferð enn í góðu gildi Sigurður E. Þoroaldsson Lýtalækningadeild Landspítala og Handlæknastöðinni, Álfheimum 74, Rvk siggijona@simnet. is Inngangur: Hér verður lýst sjúkrasögu og skurðaðgerðum 67 ára konu sem greindist með flöguþekjukrabbamein á nefbroddi 2004 og gekkst undir skurðaðgerð þar sem neðsti þriðjrmgur nefs var skorinn af og nær 3000 ára gömul aðferð nýttist vel til endursköpunar nefbrodds Efniviður og aðferðir: Konan greindist með discoid lupus erythe- matosus 1963 og var í meir en 30 ár talsvert lýtt í andliti, meðal annars á nefi, af menjum um discoid lupus. Ljósmyndir frá 1976 sýna veruleg andlitslýti. Meir en sex mánaða saga 2004 um vax- andi fyrirferð á nefbroddi sem reyndist flöguþekjukrabbamein. Ekki talið að samband sé milli lupus discoides og flöguþekju- krabbameins. Konan gekkst undir skurðaðgerð þar sem neðsti þriðjungur nefs, ásamt verulegum hluta af septum, var skorinn af. Nokkrum dögum síðar, að fenginni vefjagreiningu að skurðbrúnir væru fríar, var byrjað á fyrsta stigi af nokkrum þar sem „ennis-flipa" (indverskur flipi) var snúið niður á nef til endursköpunar nefs. Umræða: Skurðaðgerðir til endursköpunar nefbrodds eiga sér uppruna í Indlandi fyrir meira en 3000 árum. Afskurður nef- LÆKNAblaðið 2008/94 9

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.