Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 11
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 E-11 Rof á vélinda á Landspítala 1980-2007 Halla Viðarsdóttir', Sigurður Blöndal2, Tómas Guðbjartsson2-3 'Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2skurðlækningadeild Landspítala, 3lækna- deild Háskóla Islands hallavi@landspitali.is Inngangur: Rof á vélinda er sjaldgæfur og oft lífshættulegur kvilli sem getur verið sjálfsprottinn eða komið eftir áverka. Meðferð er langoftast fólgin í skurðaðgerð þar sem reynt er að hefta útbreiðslu sýkingar í miðmæti og blóðeitrun sem oft fylgir í kjölfarið. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna faralds- fræði rofs á vélinda og árangur skurðaðgerða á Landspítala á 28 ára tímabili. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á öllum sjúk- lingum með rof á vélinda 1980-2007. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og miðuðust útreikningar á lifun (hráar tölur) við 31. desember 2007 en meðaleftirfylgni var 69 mánuðir. Niðurstöður: Alls greindust 27 sjúklingar, meðalaldur 62 ár (bil 7 mán.-90 ár), 15 karlar. Orsök var af læknisvöldum í 14 til- vikum (54%), oftast eftir vélindavíkkun (n=7) og magaspeglun (n=3). Sjálfkrafa rof greindist hjá átta sjúklingum (31%) og 4 (15%) höfðu rof vegna aðskotahlutar. Rof á brjóstholshluta vél- inda greindist hjá 15 sjúklingum (68%), 4 í kviðarhols- (18%) og 3 (14%) í hálshluta. Undirliggjandi sjúkdómur í vélinda var til staðar hjá 12 sjúklingum, langoftast þrenging. Af 27 sjúklingum greindust 4 við krufningu, 10 fengu eingöngu sýklalyfjameð- ferð, og fjórir fengu að auki brjóstholskera en þurftu síðar í brjóstholsaðgerð. Alls fóru því 16 sjúklingar í opna skurðaðgerð, þar sem miðmætið var opnað og lagðir inn brjóstholskerar. í átta tilfellum var að auki lögð út stómía á maga og komið fyrir næringarlegg í smágimi. Þrír sjúklingar fengu T-kera í vélinda, í 5 tilfellum var saumað yfir rofið. Tíminn frá rofi að aðgerð var var að meðaltali 22 klst., (bil, 2 klst.-7 d.), en 11 sjúklingar fóru í aðgerð innan 24 klst. Átta sjúklingar fengu alvarlega fylgikvilla og 5 þurftu enduraðgerð. Alls lágu 16 sjúklingar á gjörgæslu og miðgildi legutíma voru 4 dagar (bil 1-41). Heildarlegutími voru 16 dagar (bil 9-83). Af 27 einstaklingum eru 16 á lífi og mældist 1 og 5 ára lifun 81 og 65%. Fimm einstaklingar létust af völdum rofs á vélinda (19%). Ályktun: Tíðni vélindarofs virðist svipuð hér á landi og í nágrannalöndum okkar. Rofið er oftast af læknisvöldum og staðsett í brjóstholshluta vélinda. Stór hluti sjúklinganna (19%) lætur lífið eftir vélindarof. E-12 Afdrif sjúklinga með óútskýrða kviðverki á bráða- móttökum Landspítala Ómar Sigurvin', Guðjón Birgisson2, Margrét Oddsdóttir1,2 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðlækningadeild Landspítala osg2@hi.is Tilgangur: Erlendar rannsóknir sýna að hjá 80% sjúklinga sem útskrifast með greininguna óútskýrðir kviðverkir (non-specific abdominal pain; NSAP) lagast verkurinn af sjálfu sér. Þetta hefur ekki verið kannað hérlendis. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna afdrif sjúklinga sem útskrifaðir eru með sjúkdómsgrein- inguna óútskýrðir kviðverkir og skoða hvað einkenndi þennan hóp. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ og samanstóð rann- sóknarhópurinn af sjúklingum sem fengið höfðu ICD-10 grein- ingamar R10.0-R10.4, á bráðamóttökum Landspítala árið 2005. Litið var á endurkomur þessara sjúklinga næstu 12 mánuði, út árið 2006. Niðurstöður: Alls fengu 1435 einstaklingar greininguna óút- skýrðir kviðverki árið 2005 og var meðalaldur 40,6 ár (1-99 ár; staðalfrávik 19,82 ár). Innan árs frá fyrstu komu, komu 112 sjúklingar (7,8%) aftur vegna kviðverkjanna, þar af voru 35 karl- ar og 77 konur. Meðallengd einkenna við fyrstu komu var 4,5 sólarhringar. Af 112 manns töldust 27 (24%) fá töf á greiningu við fyrstu komu en 85 (76%) fengu næga uppvinnslu. Marktækt hærra hlutfall karla var f hópnum sem fékk töf á greiningu miðað við næga uppvinnslu. Mestur munur á hlutfalli hópanna var frá miðnætti og fram til 10 um morgun. Við seinni komu fóru 17 (63%) í aðgerð, 8 (30%) fengu seinkaða meðferð, en hjá 2 (7%) hafði greiningartöfin ekki áhrif á meðferð. Algengustu seinni greiningar voru gallsteinar (33%), botnlangabólga (19%), krabbamein (7%) og brisbólga (7%). Ályktanir: Tæp 8% (112) sjúklinga sem fá greininguna óútskýrð- ir kviðverkir leituðu aftur á bráðamóttöku Landspítala vegna sömu einkenna. Um fjórðungur (27 af 112) þeirra höfðu fengið ófullnægjandi uppvinnslu við fyrstu komu. Hæst var hlutfallið um nætur og fyrri hluta morguns. Frekari skoðun á niðurstöð- um sem þessum geta leitt í ljós hvemig bæta megi gæði þjónustu á bráðamóttöku. E-13 Blöðruhálskirtilskrabbamein á íslandi fyrir og eftir upphaf PSA-mælinga: Leiðir óformleg skimun til ofgreining- ar? Tryggvi Þorgeirsson', Eyþór Öm Jónsson1, Jón Gunnlaugur Jónasson2-3, Elínborg J. Ólafsdóttir2, Eiríkur Jónsson4, Laufey Tryggvadóttir2 ’Læknadeild Háskóla íslands, 2Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands, 3rannsóknarstofu í meinafræði, 4þvagfæraskurðdeild Landspítala tryggvt@hi.is Inngangur: Greining og meðferð krabbameins í blöðruhálskirtli getur haft alvarlegar afleiðingar. Því væri það áhyggjuefni ef vaxandi nýgengi skýrðist einkum af aukinni leit og meinum sem aldrei hefðu valdið einkennum. í rannsókninni eru metin umfang og áhrif óformlegrar skimunar sem fylgt hefur tilkomu svokallaðra PSA (e. Prostate Specific AnffgeuJ-mælinga. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um nýgengi og dánartíðni 1983-2002 fengust frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands. Upplýsingar um TURP-aðgerðir (e. Transurethral Resection of the Prostate), nálarsýnatökur og PSA-mælingar voru sóttar til viðeigandi rannsóknarstofa í meina- og meinefnafræði. Upplýsingar um stig og gráðu sjúkdómsins fengust úr fyrri rannsókn fyrir greiningarárin 1983-87 (370 sjúklingar) og var aflað úr sjúkragögnum fyrir tímabilið 1996-98 (420 sjúklingar) til samanburðar. Niðurstöður: PSA-mælingar hófust 1988 og voru 35.200 á hverja 100.000 karla >50 ára árið 2002. Á tímabilinu fækkaði TURP- aðgerðum um helming en fjöldi nálarsýna nær fjórfaldaðist. LÆKNAblaðið 2007/93 1 1

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.