Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Page 20

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Page 20
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 55 eða um 17% af heildarfjölda innlagna. Meðalaldur var 36 ár (15-44) og meðaltal ISS stiga var 20,4- Karlmenn voru 715 (74%) en konur 256 (26%) og meðallegutími á gjörgæsludeild var 4,3 dagar. Meðallegutími á sjúkrahúsi var 19,6 dagar (1-372 dagar). Minniháttar áverka höfðu 105 sjúklingar (10,8%) en 866 (89,2%) höfðu alvarlega áverka. Sjúklingar sem töldust dauðvona fljótlega eftir komu voru 27 (2,8%). Alls létust á gjörgæsludeild 62 (6,4%) og 21 til viðbótar eftir útskrift á almenna legudeild. Heildardánarhlutfall var því 8,5%. Dánarhlutfall þeirra sem höfðu ISS stig >20 var 17,9%. Alyktun: Fjöldi innlagna á ári hefur lítið breyst síðustu 30 árin og sama er að segja um mynstur áverka. Sé tillit tekið til fólksfjölgunar í landinu hefur alvarlega slösuðum hlutfallslega fækkað. Heildardánarhlutfall hefur haldist svipað síðustu tvo áratugi en góður árangur virðist hins vegar hafa náðst í meðferð sjúklinga með mjög alvarlega áverka þar sem marktæk lækkun hefur orðið á dánarhlutfalli þeirra sem hafa ISS stig >20. Horfur fjöláverkasjúklinga á gjörgæsludeild hér á landi standast fylli- lega samanburð við niðurstöður erlendra rannsókna. E-34 Varðeitiltaka við brjóstakrabbameini. - Meinafræðilegar niðurstöður Hildur Guðjónsdóttir', Kristján Skúli Ásgeirsson2, Lárus Jónasson3, Þorvaldur Jónsson'-2 'Læknadeild HÍ, 2skurðlækningadeild, 3meinafræðideild Landspítala hitdgu@hi.is Inngangur: Varðeitiltaka til stigunar og meðferðar brjósta- krabbameins hefur verið gerð í vaxandi mæli frá aldamótum og hér á landi frá 2003 í góðri samvinnu við meinafræðinga. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna áreiðanleika frysti- skurðarskoðunar á varðeitli, eitlastigun og frekari niðurstöður meinafræðiskoðunar. Efniviður og aðferð: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám allra sjúklinga sem fóru í varðeitiltöku vegna brjóstakrabba- meins á árunum 2003-2007 á Landspítala. Skráðar voru upplýs- ingar um frystiskurðarsvör og aðrar niðurstöður meinafræði- skoðunar. Niðurstöður: Alls fóru 442 sjúklingar í varðeitiltöku á tímabilinu. Eftirfylgnitími var að miðgildi 25 mánuðir. Falskt neikvæð frysti- skurðarsvör voru 20 (4,5%), þar af reyndust 19 (95%) vera með smásæ meinvarp. Hjá 94 (21,3%) sást meinvarp við frysti- skurð- arskoðun, þar af voru 45 (48%) með smásæ meinvarp. Alls fannst meinvarp í varðeitli hjá 114 (25,8%) sjúklingum og var gerð frekari holhandareitlataka hjá 86,0% þeirra. Af þeim voru 44,0% með meinvarp í einungis einum eitli, 30,6% í tveimur til þremur eitlum og 25,4% i fleiri en þremur. Ályktanir: Frystiskurðarskoðun er áreiðanleg rannsókn og er tíðni falsk neikvæðra niðurstaðna innan eðlilegra marka. Hlutfall sjúklinga með meinvarp í varðeitli bendir til þess að val sjúklinga til aðgerðar sé eðlilegt en fjöldi sjúklinga með fleiri en þrjá jákvæða eitla gæti þó bent til þess að uppvinnslu fyrir aðgerð mætti enn bæta. E-35 Lífshættulegar afleiðingar sprautufíknar 2003-2007 Þóroddur Ingvarsson, Kristinn Sigvaldason, Sigurbergur Kárason Svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi torodduhSgmail. com Inngangur: Talið er að á Islandi séu um 700 virkir sprautufíklar. I stórborgum erlendis má ætla að 5% innlagna á gjörgæsludeild (GG) tengist fíkniefnaneyslu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um innlagnir á GG vegna sprautufíknar, fá betri mynd af umfangi vandamálsins og þróun. Aðf erðir: Farið var yfir allar innlagnir á GG Landspítala Fossvogi tímabilið 2003-2007 og skráðar upplýsingar um innlagnir er tengdust beint vímuástandi með áherslu á sprautufíkn. Niðurstöður: Samtals voru 3264 innlagnir á GG Fossvogi á tímabilinu (meðalfjöldi 653 á ári, meðalaldur 55 ár, kk 55%, APACHE 12, 32% þurftu öndunarvél, dánarhlutfall 5,8%). Vímutengdar innlagnir voru 354 (71 að meðaltali á ári, 11% af öllum innlögnum, 64% tengdust áfengisneyslu, meðalaldur 42 ár, kk 63%, APACHE 9, 37% þurftu öndunarvél, dánarhlutfall 5,4%). Innlagnir sem orsökuðust af sprautufíkn voru 51 (að meðaltali 10 á ári, 1,6% af öllum innlögnum, jókst frá 1,0-2,6% á tímabilinu), meðalaldur 29 ár (16-57), kk 63%, APACHE 11, með- aldvalartími á GG 2,6 dagar (0,5-28) og 45% þurftu öndunarvél. Algengustu ástæður innlagnar voru sýklasótt (16), ofskömmtun (14), sjálfsvígstilraun (10) og áverkar (5). Efni sem voru misnot- uð voru amfetamín (17), morfín (14), kókaín (8) og fentanyl (5) en óþekkt í 9 tilfellum. Samtals voru þetta 48 sjúklingar, þrír lögðust inn þrisvar. Alls létust 6 sjúklingar á GG (13%) og 4 lét- ust eftir útskrift (8%). Árið 2007 lögðust inn 16 einstaklingar og eru 6 þeirra látnir (38%). Ályktanir: Umtalsverður hluti innlagna á gjörgæslu tengist vímuástandi (11%) en á tímabilinu hefur orðið vart við fjölg- un innlagna (1 2,6%) og hækkandi dánarhlutfall á GG (0 25%) vegna alvarlegra fylgikvilla sprautufíknar. Misnotkun ópíóíða virðist einnig hafa aukist. I nær helmingi tilfella var um lyfseð- ilskyld lyf að ræða. Einstaklingar sem þurfa gjörgæslumeðferð eru í mikilli hættu, 12% þeirra látast á GG og 8% síðar. Á sein- asta ári létust 38% innlagðra einstaklinga vegna sprautufíknar. Þessar niðurstöður benda til að neyslumynstur sprautfíkla hafi orðið hættumeira á seinustu árum. E-36 Tilviljanagreining er sjálfstæður forspárþáttur lífshorfa hjá sjúklingum með nýrnafrumukrabbamein: Niðurstöður úr íslenskri rannsókn sem nær til 913 sjúklinga á 35 ára tímabili Helga Björk Pálsdóttir', Sverrir Harðarson12, Vigdís Pétursdóttir2, Ármann Jónsson1, Eiríkur Jónsson3, Guðmundur V. Einarsson3, Tómas Guðbjartsson1-3 'Læknadeild Háskóla íslands, 2rannsóknarstofu í meinafræði, 3þvagfæra- skurðdeild Landspítala hbpl@hi.is Inngangur: Á síðustu árum hefur nýgengi nýrnafrumukrabba- meins aukist hér á landi og er nú með því hæsta sem gerist í heiminum. Þessi hækkun á nýgengi hefur að verulegu leyti 20 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.