Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 18
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 55 Ákvörðun um SÓ var á hendi skurðlæknis. Skráður var tími sem leið frá greiningu að aðgerð, einnig fjöldi vefjasýna í kjölfar SÓ og fjöldi hnúta sem greindist. Loks voru skráð tilvik þar sem áætlaðri skurðaðgerð var breytt eftir SÓ og ástæður breytinga. Niðurstöður: Meðalfjöldi daga frá greiningu að aðgerð var 41 dagur í SÓ-hópi og 27 í SB-hópi (p<0,001). Vefsýnatökur í kjölfar SÓ voru 70 talsins hjá 44 sjúklingum (40%). Með SÓ fundust 16 nýjir æxlishnútar hjá 13 konum (12%), þar af þrír í gagnstæðu brjósti. Skurðaðgerð breyttist vegna niðurstaðna SÓ í 31 tilfelli (28%), í sex tilfellum var gerður umfangsmeiri fleygskurður og í þremur tilfellum gerð aðgerð á gagnstæðubrjósti. Hjá 15 konum var framkvæmt brjóstnám í stað fleygskurðar, þar af í sex tilfell- um vegna gruns um margkjarna (e. multifocal) krabbamein á SÓ. Níu konur kusu brjóstnám án vefsýnatöku vegna gruns um margkjama æxli á SÓ, en í aðeins fjórum tilfellum fundust slík æxli við vefjaskoðun (44%). Níu sjúklingar greindust með hnúta í báðum brjóstum og fóru í brottnám beggja vegna en aðeins tvær þeirra höfðu staðfest æxli í hinu brjóstinu við vefjaskoðun. Ályktun: Hjá völdum sjúklingahópi getur SÓ bætt greiningu fyrir aðgerð og leitt í ljós áður óþekkta æxlishnúta í sama eða gagnstæðu brjósti. Falskt jákvæð svör eru hins vegar vandamál og geta tafið skurðaðgerð vegna vefjasýnatöku eða jafnvel leitt til óþarflega umfangsmikilla skurðaðgerða. E-28 Notkun segulómskoðunar við greiningu og meðferð brjóstakrabbameins Örvar Amarson’, Svanheiður Lóa Rafnsdóttir1, Kristján Skúli Ásgeirsson1, Þorvaldur Jónsson1, Hildur Einarsdóttir2, Anna Björg Halldórsdóttir2 'Skurðlækningadeild, 2myndgreiningardeild Landspítala orvara@gmail.com Inngangur: Víðasthvar erlendis hefur segulómskoðun af brjóst- um (MRI) fyrir skurðaðgerð sýnt fram á notagildi sitt í völdum hópi brjóstakrabbameinssjúklinga. Hér á landi hefur þessi rannsókn verið gerð á öllum nýgreindum brjóstakrabbameins- sjúklingum frá september 2006. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna reynsluna af notkun MRI hér á landi á ákveðnu tímabili, sérstaklega m.t.t. áhrifa á ákvörðunartöku um tegimd brjóstaaðgerða. Efni og aðferðir: Allar konur greindar með skurðtækt brjósta- krabbamein frá 15. september 2006 til 30. nóvember 2007 voru skoðaðar. Farið var yfir allar sjúkraskýrslur, MRI rannsóknirnar skoðaðar og bornar saman við hefðbundnar myndgreining- arrannsóknir (MGM/US) og meinafræðiniðurstöður. Niðurstöður: Á tímabilinu fóru samtals 194 konur í MRI fyrir skurðaðgerð. Til þessa hafa gögn 146 sjúklinga verið skoðuð. I 15 tilfellum (11%) hafði MRI áhrif á tegund skurðaðgerðar sem ráðlögð var. Hjá 5 var stærri fleygskurður ráðlagður vegna þess að tveir eða fleiri krabbameinshnútar fundust í sama brjósti. Hjá 4 var brottnám ráðlagt í stað fleygskurðar á grunni MRI nið- urstaðna; í þremur tilfellum var það vegna útbreiddra krabba- meinslíkra breytinga sem sáust og í einu tilfelli vegna fjölda og legu krabbameinslíkra hnúta. Hjá 6 urðu MRI niðurstöð- umar þess valdandi að aðgerð var gerð á báðum brjóstunum. Af þessum 15 tilfellum, reyndust 10 vera með ífarandi ductal krabbamein (IDC), tveir með ífarandi lóbúler krabbamein (ILC) og þrír með blandað ILC og forstigsbreytingar (DCIS). Ályktun: í þessari rannsókn hafði MRI áhrif á tegund skurð- aðgerðar hjá 11% brjóstakrabbameinssjúklinga. Svipaðar nið- urstöður hafa verið birtar í erlendum rannsóknum. E-29 Átta ára yfirlit á 552 brjóstauppbyggingum með fríum flipum: Lærdómskúrfan skoðuð Þórir Auðólfsson, Rafael Acosta, Anders Liss, Morten Kildal, J.M. Smit Department of Plastic and Reconstructive Surgery, Uppsala University Hospital, Uppsala, Sweden thorir.audolfsson@akademiska.se Inngangur: Á síðastliðnum árum hefur notkun frírra vefjaflipa aukist. Rofaflipi frá kviðnum sem reistur er á djúpu neðri kvið- æðinni er nú af mörgum talinn besti valkosturinn við uppbygg- ingu brjósta. Mörg af þeim vandkvæðum sem menn sáu við þessa aðgerð í upphafi erum við nú að yfirstíga með aukinni reynslu og nýrri tækni. Efniviður: Við förum yfir reynslu á einni stofnun við uppbygg- ingu brjósta með fríum flipum frá janúar 2000 til janúar 2008. Niðurstöður: Á tímabilinu frá janúar 2000 til janúar 2008 voru framkvæmdar 552 brjóstauppbyggingar med fríum flipum (DIEP (Deep Inferior Epigastric Perforator)=504, SIEA (Superficial Inferior Epigastric Artery)=22, SGAP (Superior Gluteal Artery Perforator)=26) hjá 470 konum. Aðgerðartíminn var að jafnaði 6 klukkustundir og 47 mínútur (p= 407; bil 117- 950; ± 125 mín). Aðgerðin tókst í 96,4% tilfella (20 flipar dóu og 12 flipar að hluta). Umræður: Við sýnum okkar lærdómskúrfu á sl. átta árum við notkun frírra flipa við brjóstauppbyggingu. Við förum yfir tækninýjungar og aðra mikilvæga þætti í þróun á þessari aðgerð sem í dag er talinn besti valkosturinn við brjóstauppbyggingu. E-30 Nýjar áherslur við hlutabrjóstnám: Rúmmálstilfærsla eða rúmmálsfylling? Kristjnn Skúli Ásgeirsson, Þorvaldur Jónsson, Höskuldur Kristvinsson Skurðlækningadeild Landspítala kriskuli@landspitali.is Hlutfall hlutabrjóstnáms og geislameðferðar á móti heilbrjóst- náms hefur farið vaxandi á undanförnum árum enda vitað nú að langtímahorfur þessara tveggja hópa er sambærilegur og lífsgæði þeirra fyrrnefndu betri. Tvær útkomur eru mikilvægar í hlutabrjóstnámi og í raun órjúfanlegar; annars vegar að fjarlægja krabbameinið með æxlisfríum skurðbrúnum og hins vegar að koma í veg fyrir lýti eða afmyndun á brjóstinu. Notkun brjósta- rúmmálstilfærslu (volume displacement) eða fyllingu (volume replacement) tekur tillit til þessara tveggja útkoma og opnar fyrir þann möguleika að fjarlægja stór brjóstvefjasýni með hugs- anlegum krabbameinslegum ávinningi. Rúmmálstilfærsla byggir á stoðum brjóstaminnkunartækninnar og kallar oft á aðgerðir á báðum brjóstum. Rúmmálsfylling byggir hins vegar á notkun latissimus dorsi vöðva-flipa (LD- miniflap). Hvaða aðferð er notuð fer eftir ýmsum þáttum, s.s. 18 LÆKNAblaðiö 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.