Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 8

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 8
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 moropopliteal- og femorocrural) hjá sjúklingum með þrengsla- sjúkdóm í slagæðum ganglima á Landspítala á árunum 2000- 2007. Sérstaklega var leitað svara við eftirfarandi spumingum: (i) Er munur á árangri eftir græðlingsgerð? (ii) Hefur ábending aðgerða áhrif á útkomu? (iii) Eru til staðar áhættuþættir sem hafa áhrif á útkomu? Efniviður og aðferðir: Rannsóknarhópur var skilgreindur sem allir sjúklingar sem gengust undir aðgerð með númer PEH20, PEH30, PESH20, PESH30, PFH20-29 og PFSHF20-29 skv. nor- rænu aðgerðarskránni (NOMESCO) á Landspítala á árunum 2000-2007. Söfnun gagna fór fram í janúar-febrúar 2008 og eft- irfylgnistími er þannig 0-8 ár. Upplýsingar um aðgerðir voru fengnar úr sjúkraskrám. Skráðar voru 24 breytur fyrir hverja aðgerð. Hjáveitubilun var skilgreind sem lokun græðlings, aflimun eða ef fjarlægja þurfti græðling vegna sýkingar. Ef sjúklingur lést innan 30 daga frá aðgerð var það einnig skilgreint sem hjáveitubilun. Niðurstöður: 277 ganglimir undirgengust aðgerð hjá 235 einstaklingum. Aðgerðir voru 56 árið 2000 en sex árið 2007. í 150 aðgerðum (54%) var notast við bláæðagræðling en í 127 aðgerðum (46%) var lögð gerviæð. Ábending var heltisganga í 103 tilvikum (37%) en alvarleg blóðþurrð í 174 tilvikum (63%). Marktækir áhættuþættir hjáveitubilunar voru gerviæð, alvar- leg blóðþurrð og saga um fyrri aðgerð. Marktækir vemdandi þættir voru sykursýki, reykleysi og kvenkyn. Aðgerðir vegna alvarlegrar blóðþurrðar enduðu frekar sem hjáveitubilun en aðgerðir vegna heltisgöngu (p=0,0012). Hjá sjúklingum sem fóru í aðgerð vegna heltisgöngu varð síður hjáveitubilun með bláæðagræðlingum (p=0,018). Hjá sjúklingum með alvarlega blóðþurrð reyndist ekki vera marktækur munur á árangri eftir græðlingagerð. Ályktun: Opnum aðgerðum vegna slagæðaþrengsla í gang- limum hefur fækkað á rannsóknartímabilinu. Árangur aðgerða er sambærilegur hvað varðar hjáveitubilun samanborið við erlend uppgjör. Hjáveitubilun verður síður hjá sjúklingum með heltisgöngu samanborið við sjúklinga með alvarlega blóðþurrð. Sjúklingum sem fá bláæðagræðling famast betur samanborið við gerviæð (p=0,02). E-04 Árangur skurðaðgerða vegna ósæðargúla í kvið á Landspítala á tímabilinu 1997-2007 Bjarni Guðmundsson', Helgi H Sigurðsson2, Karl Logason2, Guðmundur Daníelsson2, Einar Bjömsson3, Magni Viðar Guðmundsson3, Elín H. Laxdal2 'Lyflækningadeild, 2æðaskurðdeild, 3svæfinga- og gjörgæsludeild Landspítala bjamigu@landspitali.is Tilgangur og bakgmnnur: Árangur aðgerða vegna ósæðargúls er víða notaður sem gæðastuðull til mats á starfsemi æða- skurðdeilda og reglubundið eftirlit með honum því æskilegt. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur og lifun eftir aðgerðir vegna ósæðargúls á æðaskurðdeild Landspítala í úrtaki sem nær yfir lengra tímabil en það sem áður hefur verið gert. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er aftursæ. Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám sjúklinga sem gengust undir aðgerð á tímabilinu 1997-2007. Niðurstöður: Samtals 200 sjúklingar gengust undir aðgerð vegna ósæðargúls á tímabilinu. Valaðgerðir voru gerðar hjá 118 sjúklingum og var 30 daga dánartíðni 2,45 % í þeim hópi. Áttatíu og tveir sjúklingar gengust undir bráðaaðgerð eða flýtiagerð og reyndust 49 af þeim vera með greinilegt rof á ósæðargúl. Þrjátíu daga dánartíðni sjúklinga sem gengust undir bráða eða flýtiaðgerð og greindust með rof var 34,7%, en 12 % hjá sjúkling- um með órofna ósæð. Ályktun: Árangur aðgerða vegna ósæðargúls í kvið á æða- skurðdeild Landspítala er sambærilegur við þann árangur eins og best gerist á æðaskurðdeildum erlendis. E-05 Er klínískum leiðbeiningum um fyrirbyggjandi notkun sýklalyfja fyrir skurðaðgerðir fylgt á FSA? Lilja Rut Arnardóttir', Þorvaldur Ingvarsson1-2 ’Læknadeild Háskóla Íslands, 2Sjúkrahúsi Akureyrar Ira1@hi.is Tilgangur: Að kanna hvort klínískum leiðbeiningum sem teknar voru í notkun á Sjúkrahúsi Akureyrar (FSA) í janúar 2004 um notkun sýklalyfja fyrir skurðaðgerðir hafi verið fylgt. Efniviður og aðferðir: Leitað var í skrám svæfingadeildar FSA að öllum þeim sem gengust undir aðgerð á FSA í febrúar 2003, febrúar 2005 og febrúar 2006. Aðgerðir sem framkvæmdar voru vegna sýkinga voru útilokaðar, auk augnaðgerða sem falla ekki undir klínískar leiðbeiningar um fyrirbyggjandi notkun sýkla- lyfja. Lokaúrtak samanstóð af 738 aðgerðum hjá 718 einstakling- um. Skoðaðar voru aðgerðarskrár allra sem fóru í skurðaðgerðir og aðgerðir flokkaðar í samræmi við ofangreindar klínískar leiðbeiningar. Mat var lagt á hvort sýklalyfjagjöf samræmdist klímsku leiðbeiningunum í lyfjavali, skammtastærða, fjölda skammta og lyfjaofnæmi og tímasetningu lyfjagjafar. Niðurstöður: Af 738 tilfellum var í 262 tilfellum gefið sýklalyf í forvamarskyni. Árið 2003 samræmdist 151 tilfelli (59,7%) klín- ísku leiðbeiningunum. Árið 2005 voru 193 tilfelli (82,8%) þar sem sýklalyfjagjöf samræmdist klínísku leiðbeiningunum og í 199 tilfellum (79,0%) árið 2006. Algengustu ástæður þess að sýklalyfjagjöf samræmdist ekki klínískum leiðbeiningum voru að ekki voru gefin sýklalyf þegar átti að gefa þau, rangt sýklalyf valið, rangur skammtur gefinn, of fáir skammtar gefnir eða sýklalyf gefin þegar átti ekki að gefa þau. Tímasetning fyrstu lyfjagjafar var samkvæmt klínísku leiðbeiningunum 0-60 mín- útum fyrir aðgerð í 57,6% tilfella og í 26,7% tilfella meðan á aðgerð stóð. Ályktun: Klínískum leiðbeiningum um fyrirbyggjandi notkun sýklalyfja fyrir skurðaðgerðir virðist vera fylgt að miklu leyti á FSA. Skráning lyfjagjafa var í of mörgum tilfellum ábótavant. Bæta þarf skráningu lyfjagjafa og um leið efla fylgni leiðbein- ingana. 8 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.