Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 25

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 25
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 í báðum nýrum. Ekki merki um meinvörp. Þar sem æxlin lágu miðlægt í báðum nýrum var ákveðið að fjarlægja og kæla hægra nýrað og framkvæma hlutabrottnám á hliðarborði. Niðurstaða: Heilbrigður efri hluti nýrans var græddur í grind- arholsæðar og nýrnaskjóða tengd beint við þvagblöðru. í kjölfarið var vinstra nýrað fjarlægt. Slagæða-bláæðafistill kom fram í ígrædda nýrnahlutanum sem var stíflaður með gormi í æðaþræðingu. Fjórum mánuðum eftir aðgerð er konan við góða heilsu, án krabbameinsmerkja, með væga kreatininhækkun. Umræða: Lýst er fyrsta autotmnsplantation nýmahluta á íslandi. Aðgerðin leiddi til varðveislu á nýmastarfsemi og forðaði við- komandi frá tafarlausri blóðskilunarmeðferð. Þá tókst með æða- þræðingu að meðhöndla alvarlegan fylgikvilla aðgerðarinnar. V-09 Broddþensluheilkenni. - Sjúkratilfelli Björn Cunnarsson', Gunnar Þór Gunnarsson2, Sigurður E. Sigurðsson', Þórir Svavar Sigmundsson1, Jón Þór Sverrisson2 'Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri bjorngun@fsa.is Sjúkratilfelli: 68 ára gömul kona var lögð inn á sjúkrahús vegna slappleika. Hún hafði neytt áfengis í óhófi og ekki farið fram úr rúmi í margar vikur. Verulega slöpp við komu en ekki bráðveik að sjá. EKG við komu sýndi gáttatif, 120-130/mín. TnT mældist <0,01 pg/mL (0.0-0.1). Sjúklingur hefur háþrýsting, þvagsýru- gigt, þunglyndi og áfengissýki. Meðferð fólst í áframhaldandi gjöf þ-blokkara. Eftir tæplega sólarhrings sjúkrahúslegu fór hún skyndlega í sleglahraðtakt (Torsade de pointes). Skömmu eftir að grunnendurlífgun hófst fór hún í hægan sínus takt, en nokkrum mínútum síðar í sleglaflökt sem svaraði rafmeðferð. Blóðþrýstingur mældist 70/50 mmHg. Hjartalínurit sýndi sínus takt 65/mín, 1 gráðu AV blokk, lágspennt rit með Q tökkum í VI og V2, QTc 528ms. Aðeins kom fram mjög væg hækkun á hjarta- ensímum. Ómskoðun af hjarta var framkvæmd. Umræða: Við teljum að hér sé um að ræða tilfelli af brodd- þensluheilkenni (Takotsubo cardiomyopathy, transient LV apical ballooning syndrome, stress-induced cardiomyopathy). Meingerð þessa ástands er flókin. Heilkennið sést oftast hjá konum eftir tíðahvörf, mögulega vegna áhrifa kynhormóna á samspil sjálfvirka taugakerfisins og innkirtlakerfisins. Kynhormónar kunna einnig að hafa áhrif á tilhneigingu kransæða til að dragast saman og konum virðist hættara við myocardial stunning af völd- um áreitis frá semjuhluta sjálfvirka taugakerfisins. Breytingar á starfi innanþekju vegna lækkunar á estrógenum gætu haft sitt að segja. Aðrar orsakir kunna að vera meðvirkandi í þessu tilfelli, s.s. hjartakvilli vegna áfengisneyslu, hraðtakts eða blóðþurrðar. Ekki er búið að framkvæma hjarta- þræðingu. Sjúklingur var meðhöndlaður með levosimendan í tvo sólarhringa og dóbútamíni í þrjá sólarhringa. Magnesíum og kalíum var gefið í æð og bar ekki á frekari hjartsláttaróreglu. Tveimur sólarhringum eftir hjartastoppið var ástand vinstri slegils orðið mun betra. V-10 Ósæðarflysjun - sjúkratiifelli Þórir Svavnr Sigmundsson', Bjami Torfason2, Bjöm Gunnarsson1 'Svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala thorirs@fsa.is Sjúkrasaga: 29 ára heilsuhraustur karlmaður kom á bráða- móttöku Sjúkrahússins á Akureyri með bráðan svæsinn brjóst- verk sem leiddi niður bak og vinstri ganglim. Blóðþrýstingur mældist 158/69 í hægri upphandlegg og púls 59 slög/mín. Púls þreifaðist ekki í vinstri fæti og var alger flæðisskerðing stað- fest með doppler. Tölvusneiðmynd sýndi Stanford A flysjun frá ósæðarrót niður í mjaðmaslagæðar. Blóðþrýstingur hækk- aði verulega (250/67) en með gjöf þ-hemlandi og æðavíkkandi lyfja náðist góð blóðþrýstingsstjórn. Þremur klst. eftir komu var sjúklingur fluttur á Landspítala til bráðaaðgerðar. Við aðgerð kom í ljós að flysjunin náði inn í gollurshús og niður í tvíblaða ósæðaloku sem lak heiftarlega. Gerð var umfangsmikil loku- sparandi ósæðaraðgerð með gerviæð og blóðflæði til líffæra komst þá í eðlilegt horf. Sjúklingur er að ljúka endurhæfingu og farnast vel. Umræða: Ósæðarflysjun orsakast af rofi á æðaþeli ósæðar. Blóð brýtur sér leið gegnum miðhjúp æðarinnar, mislangt í báðar áttir. Við það myndast nýtt falskt holrúm sem þrengir að hinu rétta holrúmi. í versta tilviki flysjast öll ósæðin eins og í þessu tilfelli. þ-hemlandi lyf eru talin kjörmeðferð ef blóðþrýstingur er hár þar sem þau minnka útflæði hjarta og þar af leiðandi skerspennu (e. shear stress) á veiklaða ósæð. Nítróprússíð og mtróglýserín dreypi er notuð til viðbótar ef viðunandi blóðþrýstingsstjórn (<100-120 mmHg í efri mörkum) næst ekki. Vísindalegur grunnur fyrir notkun æðavíkkandi lyfja í ósæðar- flysjun er ekki gagnreyndur. Við teljum mögulegt að lyf sem minnka viðnám slagæðlinga geti verið skaðleg á þann hátt að meiri þrýstingsfallandi yfir svæði með flysjun leiði til hraðara flæðis og æðaþelsflipi sogist þá inn og þrengi eða loki rétta hol- rými æðarinnar (Venturi áhrif). Um 7% þeirra sem fá ósæðarflysjun eru <40 ára og 68% þeirra eru með Stanford A. Dánartíðni er 1-2% á klst. eftir upphaf einkenna ef ómeðhöndlað og 10% innan 24 klst. þrátt fyrir skurðaðgerð. ‘Pvypi eivataklingar hafa síður háþrýsting við komu og eru líklegri til að hafa tvíblöðku ósæðarloku eða bandvefssjúkdóm sem veikir miðhjúp ósæðar. Nákvæm greining, örugg blóðþrýst- ingsstjómun og hraður flutningur á hjarta- og lungnaskurðdeild er forsenda góðrar útkomu. V-11 Æsavöxtur (acromegaly) vegna villiframleiðslu á vaxtarhormónakveikju frá krabbalíki í lunga. - Sjúkratilfelli Páll S. Pnlsson', Ari Jóhannesson1, Tómas Guðbjartsson2-3 'Lyflækningasviði 1,2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla íslands pallpals@landspitali.is Inngangur: Æsavöxtur stafar langoftast af offramleiðslu vaxtarhormóns (VH) frá góðkynja æxli í heiladingli. í einstaka tilvikum (<1%) getur æxli annars staðar í líkamanum, t.d. LÆKNAblaðið 2008/94 25 L

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.