Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 27

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 27
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Ályktanir: Brottnám á miðblaði er örugg meðferð við miðblaðs- heilkenni og fylgikvillar eftir aðgerð oftast minniháttar. Enda þótt efniviður í þessari rannsókn sé lítill og samanburðarhópur ekki til staðar, þá virðast flestir af sjúklingunum ná bót á ein- kennum sínum eftir að miðblaðið er fjarlægt og langtímalífs- horfur eru ágætar. V-14 Notkun gervilunga við alvariegri öndunarbilun á grunni lungnablæðinga vegna smáæðabólgu Unnur Cuðjónsdóttir', Guðmundur Klemenzson1, Runólfur Pálsson2, Bjami Torfason3, Aðalbjöm Þorsteinsson1 ‘Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2nýmalækningadeild, 3hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala unnurg@hotmail. com Inngangur: Notkun gervilunga við alvarlegri öndunarbilun hjá fullorðnum fer vaxandi. Ávinningur var lengi vel óviss. Betri tækjabúnaður og markvissari ábendingar hafa bætt árangur meðferðar. Við greinum frá 19 ára gamalli stúlku með dreifðar blæðingar í lungum af völdum ANCA (anti-neutrophilic cyto- plasmic antibody) -jákvæðrar smáæðabólgu sem meðhöndluð var með góðum árangri. Tilfelli: Nítján ára stúlka með tveggja vikna sögu um hita, slappleika og útbrot auk loftvegaeinkenna. Versnar snögglega innlagnardag með aukinni mæði og blóðhósta. Við komu er slagæðamettun (SaO,) 94% og hlutþrýstingur súrefnis í slag- æðablóði (Pa02) 71 mmHg með 15 L O, í sarpmaska. Dreifðar íferðir í lungum á röntgenmynd. Þvagskoðun sýnir merki um gauklablóðmigu. Öndunarbilunin versnar hratt og komin á hátíðniöndunarvél 5 tímum eftir komu. Þrátt fyrir það er hlut- fall Pa02 á móti hlutfalli súrefnis í innöndunarlofti (Pa02/FI02) =86. Nær hvít lungu á röntgenmynd. Próf fyrir ANCA jákvætt og hafin innleiðslumeðferð gegn smáæðabólgu með blóðvökva- skiptum auk barkstera og cýklófosfamíðs í æð. Þremur dögum síðar er Pa02/FI0, =50 og ákveðið að tengja sjúkling við gervi- lunga (bláæð-bláæð). Notað var heparín-húðað kerfi og reynt að halda virkum storkutíma (ACT) 160-200 sek. með smáskammta- heparíni. Fer strax upp f Pa02/FI02 60 og SaO, 100%. Greiðlega gekk að draga úr þrýstingsstuðningi og tveimur dögum síðar dugði hefðbundin öndunarvél. Gervilungameðferð stöðvuð eftir 8 daga og rúmum sólarhring síðar var sjúklingur komin af öndunarvél. Fjórum mánuðum síðar er lungnastarfsemi orðin svo til eðlileg. Umræða: Til þessa hefur lungnablæðing verið talin frábending gervilungameðferðar vegna blóðþynningar sem óhjákvæmilega fylgir. Við héldum blóðþynningu í lágmarki og ekki varð vart við auknar blæðingar. Mögulega hefur minni þrýstingsstuðn- ingur á öndunarvél hindrað frekari skemmdir á lungunum og þannig minnkað blæðingar. V-15 Bráðaflokkun og áverkamat Brynjólfur Mogensen’-3, Haraldur Briem2J 'Slysa- og bráðadeild Landspítala, 2landlæknisembættinu, 3læknadeild Háskóla íslands brynmog@landspitali.is Inngangur: í slysum, hópveikindum, hryðjuverkum, stríði og hamförum eru skjót og markviss viðbrögð samfélagsins nauðsynleg þegar margir slasast eða veikjast. Það verður m.a. að bráðaflokka hina slösuðu eða veiku og gera nánara áverkamat ef nauðsyn krefur. Líflæknir Napóleons, Baron Dominique Jean Larrey, innleiddi bráðaflokktmina til þess að flokka þá sem voru lítið slasaðir frá þeim sem voru mikið særðir. Markmiðið var að koma lítið særðum sem fyrst aftur á vígvöllinn. Bráðaflokkunin hefur síðan verið í stöðugri þróun. Flokkunarkerfið fyrir slasaða og veika verður að vera heildstætt, einfalt, fljótlegt og áreiðan- legt. Sérmerkingar eru nauðsynlegar fyrir eiturefni, smithættu og geislun m.a. til að fyrirbyggja smitun, auðvelda hreinsun og bæta meðferð. Markmiðið í dag er að koma þeim sem hafa mestu áverkana sem fyrst í meðferð til þess að auka lifun og minnka örkuml. Efniviður og aðferðir: Undanfarin misseri hefur verið unnið að því að taka í notkun einfalt en áreiðanlegt bráðaflokkunarkerfi fyrir slasaða á íslandi sem heilbrigðisstarfsmenn og aðrir vel þjálfaðir geta notað þegar á reynir. Á vettvangi eru viðmiðin í bráðaflokkun: Göngugeta, öndun, öndunartíðni, púls og með- vitund. Læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraflutningsaðilar, lögregla og björgunarsveitir eiga að geta framkvæmt bráðaflokkunina. Á söfnunarsvæði slasaðra er áverkamatið nákvæmara og byggir m.a. á Glasgow coma scale, öndunartíðni og blóðþrýstingi ásamt nákvæmri líkamsskoðun. Læknar og hjúkrunarfræðingar gera yfirleitt áverkamatið. Sérmerkingar fyrir eiturefni, lífrænt eitur eða sýklavá og geislun eru hluti af bráðaflokkuninni. Sérmerkingar eru eingöngu notaðar ef grunur er um slíka vá. Umræða: í endurskipulagningu á bráðaflokkun vegna slysa, hópveikinda hryðjuverka, stríðs og hamfara er m.a. verið að taka í notkun nýja bráðaflokkun, áverkamat og sérmerkingar vegna eiturefna, smithættu og geislun. Matið á hinum slösuðu á að taka skamman tíma. Þjónustan við hina slösuðu verður mark- vissari og áreiðanlegri. Bráðaflokkun er líka hægt að nota dags- daglega þótt um fá slasaða sé að ræða. Bráðaflokkunarkerfið verður tekið í notkun á vormánuðum 2008. V-16 Serum-lipid predictors of hemodynamic instability after noncoronary heart surgery with cardiopulmonary bypass Petru Liuba', Tomas Gudbjartsson2, Sune Johansson3 ’Departments of paediatric cardiology and 3paediatric cardiac surgery, Lund University Hospital, Lund, Sweden, 2Department of cardiothoracic surgery, Landspitali - University Hospital, Reykjavik, Iceland tomasgud@landspitali. is Background: Hemodynamic instability in the early postop- erative phase after open heart surgery is related to the use of LÆKNAblaðið 2008/94 27

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.