Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 13

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 13
VISINDAÞING SKI/SGLI FYLGIRIT 55 E-16 Notkun nýs hitastýringarleggs í og eftir hjartaað- gerðir Felix Valsson', Guðmundur Klemenzson* 1, Bjarni Torfason2 'Svæfinga-og gjörgæsludeild, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala felix@landspitali. is Inngangur: Hjáveituaðgerðir á hjarta eru gerðar annaðhvort á hjarta- og lungnavél (HLV) eða án HLV (á sláandi hjarta). í fyrri rannsóknum hefur verið sýnt að hár líkamshiti eftir hjartaað- gerðir er algengur og leiðir til verri útkomu hvað varðar tauga- og heilaskaða. Hins vegar hefur lágur líkamshiti verið algengur fylgikvilli við aðgerðir á sláandi hjarta, sem leiðir til meiri blæð- ingar og meiri losunar hjartaensíma. Tilgangur: Að athuga hvort nýr og öflugur hitastýringaleggur geti nýst til að stýra hita í og eftir hjartaaðgerðir. Efniviður og aðferðir: 16 sjúklingar sem fóru í kransæðaaðgerð voru rannsakaðir. Æðaleggurinn (Solex®) var lagður í holæð frá v.jug.int. Leggurinn var síðan tengdur við hitastýrivél (Coolgard®). Markhitinn hjá sjúklingunum í kransæðaaðgerð á HLV (n=9) var stilltur á 35°C á meðan sjúklingur var á HLV en í 37°C eftir HLV og fram að útskrift af gjörgæslu. Hjá þeim sem fóru í aðgerð á sláandi hjarta (n=7) var markhitinn stilltur á 37°C frá aðgerðar byrjun fram til útskriftar af gjörgæsludeild daginn eftir aðgerð. Niðurstöður: Hitastjórnun var mjög nákvæm 37,0+0,4 °C í báðum hópum eftir aðgerð. Hjá þeim sem fóru í aðgerð á slándi hjarta hélst hiti mjög vel í aðgerð (36,0-37oC) hjá öllum nema einum sjúklingi sem fór niður í 35,3°C. Ekki urðu aukaverkanir, s.s. blæðingar, sýkingar eða blóðtappar, af þessari meðferð fyrir utan skjálfta og vanlíðan í sjúklingum nr. 2 og 3, sem báðir voru gerðir með aðstoð hjarta- og lungnavélar. Þegar skjálftinn varð voru sjúklingamir með hita 37°C, en tækið var að kæla á mesta styrk, og mætti því ætla að þessir sjúklingar hefðu fengið háan hita ef kælingarinnar hefði ekki notið við. Ályktanir: Hægt var að stýra hita vel með þessum nýja hita- stjómunaræðalegg, bæði við að halda hita á sjúklingum í og eftir aðgerð og auk þess fengu sjúklingamir ekki hækkaðan hita eftir aðgerð. Það þarf að gera stærri rannsókn til að meta hvort þessi nákvæma hitastjórnun hefur áhrif á árangur við krans- æðaaðgerðir. E-17 Er hægt að sjá fyrir og forðast þvagtregðu eftir aðgerðir? Kristín Jónsdóttir', Gísli Vigfússon1, Bjöm Geir Leifsson2 1 Svæfinga- og gjörgæsludeild, 2skurðlækningadeild Landspítala kristinjonsdottir@yahoo.com Inngangur: Þvagtregða er algengt vandamál í kjölfar aðgerða. Hún lengir legu og getur valdið skaða sé hún ekki greind og meðhöndluð. Ýmsar tíðnitölur hafa verið nefndar en nýleg grein sýnir 16% tíðni. Aldur, vökvagjöf í aðgerð og magn þvags í blöðru við komu á vöknun eru þekktir áhættuþættir. Tilgangur rannsóknar var að kanna orsakir þvagtregðu hjá sjúkling- um fyrri hluta árs 2007 eftir aðgerðir á skurðlækningadeild Landspítala Hringbraut. Efniviður og aðferð: Rannsóknin var aftursæ og lýsandi. Hjúkrunarfræðingar á deild skráðu niður hvaða sjúklingar áttu erfitt með að losa eða tæma þvagblöðruna eftir aðgerð. Upplýsingum um kyn, aldur, aðgerð, áhættuflokkun, fyrri sögu um þvagtregðutengda sjúkdóma, tímalengd svæfingar, svæf- ingaform, vökvagjöf í aðgerð, á vöknun og á deild fyrsta sól- arhringinn var safnað. Auk þess var magn þvags í blöðru mælt. Sjúkraskrár, svæfinga- og vöknunarblöð og hjúkrunargögn voru metin. Niðurstöður: Á tímabilinu fengu 20 einstaklingar þvagtregðu, 15 voru teknir inn í rannsóknina. Þar af voru átta konur og sjö karlar. Átta voru yfir fimmtugt, sjö yngri. Sjö höfðu sögu um þvagtregðu eða sjúkdóma sem tengjast þvagtregðu. Allir fengu svæfingu en í einu tilfelli var lögð mænurótardeyfing til verkjastillingar eftir aðgerð. Meðallengd svæfingar var 110 mín- útur. Fimm fengu þvaglegg fyrir aðgerð, tveir voru fjarlægðir í lok aðgerðar en hinir daginn eftir. Tappa þurfti af 10, níu fengu þvaglegg. Meðaltal vökvagjafar í æð var 2400 ml, að mestu gefið í aðgerðinni og á vöknun. Að meðaltali stóðu 560 ml í blöðru sjúklinga. Ályktun: Mikilvægt er að vera meðvitaður um áhættu á þvag- tregðu eftir aðgerðir. Til eru greiningaraðferðir sem meta hana í kjölfar aðgerða. Með því að greina og meðhöndla þessa áhættu- sjúklinga snemma í ferlinu má flýta bata og stytta legu. E-18 Notkun ómskoðunartækis á svæfinga- og gjörgæslu- deild FSA Girish Hirlekar, Bjöm Gunnarsson, Sigurður E. Sigurðsson, Jón Steingrímsson, Helga K. Magnúsdóttir, Þórir Svavar Sigmundsson Svæfinga- og gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri girish@fsa.is Ómskoðun hefur verið að ryðja sér til rúms á svæfinga- og gjörgæsludeildum á síðustu þrjátíu árum. Þessi tækni er m.a. notuð við: 1) Deyfingu úttauga. 2) Uppsetningu miðbláæða- leggja. 3) Staðsetningu bláæða/slagæða við nálaísetningar. 4) Hjartaómun. 5) Fleiðruástungu. Margir svæfingalæknar staðsetja úttaugar með því að fram- kalla tilfinningaglöp (e. paresthesia). Þrátt fyrir góða kunnáttu í líffærafræði og reynslu af deyfingum eru deyfingar ófullnægj- andi í 10-15% tilfella. Rannsóknir hafa leitt í ljós að taugaörvun með rafstraumi tryggir ekki góðan árangur. Með notkun ómtæk- is við deyfingar má sjá æðar og taugar og hvernig staðdeyfilyf dreifast í vefjum. Oft má komast af með minni skammta af staðdeyfilyfjum og íkoma staðdeyfilyfs nálægt taug leiðir til betri og skjótari deyfingar. Ómskoðun veitir ómetanlega hjálp við að staðsetja innri háls- æð, viðbeinsbláæð og nárabláæð þegar lagðir eru miðbláæða- leggir. Tæknin getur líka nýst vel þegar settir eru slagaæðaleggir við úlnlið og við uppsetningu æðaleggja hjá bömum. Á gjörgæsludeildum þarf að vera hægt að framkvæma hjartaómskoðun hvenær sólahrings sem er. Algengasta ábend- ing rannsóknar er lost. Oftast er spurt um samdráttarkraft vinstri slegils, en vanur ómskoðari getur aflað mun ýtarlegri upplýsinga, t.d. um vökvaástand sjúklings, þrýsting í lungna- LÆKNAblaðið 2008/94 13

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.