Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 17
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Conclusions: Video-assisted thoracoscopic epicardial PV isol- ation as single procedure is feasible and well tolerated in AF patients. Our initial experience offers promising results for AF patients who cannot be cured by conventional AF catheter abla- tion, including those with permanent AF. The long term safety and efficacy of the method needs to be further evaluated, especi- ally regarding necessity and efficacy of vagal denervation. E-25 Áhrifaþættir á tíðni enduraðgerða eftir fleygskurð við brjóstakrabbameini Davíð Þór Þorsteinssonu; Donald R. Lannin2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Yale University Hospital, New Haven dth@simnet.is Tilgangur: Um þriðjungur sjúklinga sem gengist hafa undir fleygskurð við brjóstakrabbameini þarfnast enduraðgerðar vegna krabbameins í skurðbrún. Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta klímska og vefjafræðilega þætti hjá sjúklingum sem þurftu enduraðgerð en mikilvægt er að þekkja þessa þætti til þess að geta fækkað enduraðgerðum. Efniviður og aðferðir: Yale University Breast Center heldur gagnagrunn um sjúklinga með brjóstakrabbamein og fengust þaðan upplýsingar um sjúklinga sem gengust undir fleygskurð á fimm ára tímabili (2002-2007) Hópnum var skipt í tvennt eftir því hvort sjúklingur þurfti enduraðgerð eða ekki. Loks voru hópamir tveir bornir saman m.t.t. aðferðar vefsýnatöku, aðgerðar, vefjafræði æxla, hvort Her2/neu æxlisgenið var tjáð, hormónviðtaka, hvort sjúklingur hafði eitlameinvörp og hvort segulómun (SÓ) hafði farið fram fyrir aðgerð. Við samanburð á flokkabreytum var notast við kí-kvaðrat próf. Niðurstöður: Af 576 sjúklingum sem gengust undir fleygskurð þurftu 160 (28%) enduraðgerð (EA-hópur). Af þeim gengust 47 (8%) undir brjóstnám og 113 (20%) umfangsmeiri fleygskurð. Konur sem ekki þurftu enduraðgerð voru settar í samanburð- arhóp (n=416). Konur í EA-hópnum voru yngri (53 ára vs. 56 ára, p<0,05). Vefjagerð æxlis hafði sterka fylgni við tíðni end- uraðgerða. Þannig var tíðni enduraðgerða hjá konum með ífarandi bleðlakrabbameinsgerð 38%, DCIS 42%, og ífarandi rásakrabbamein með miklum innanrásahluta 38% (allt p<0,01). Fyrir hreint ífarandi rásakrabbamein þurfti sjaldnar endurað- gerð (19%, p<0,01). Æxli sem tjáðu Her2/neu æxlisgenið höfðu einnig sterk tengsl við tíðni enduraðgerða (31% gegn 17% <0,01). Estrogen- og progesterónviðtakar og eitlameinvörp höfðu hins vegar ekki áhrif, heldur ekki stærð æxlis eða kynþáttur. Æxli greind með grófnálarsýni þurftu sjaldnar enduraðgerð en þau greind með skurðsýni (e. excisional biopsy, 16% og 40%, p<0,01) og sama átti við um ef krabbameinslyfjameðferð hafði verið beitt fyrir aðgerð (11% gegn 29%, p<0,05). Notkun segulómunar fyrir skurðgerð hafði heldur ekki áhrif á tíðni enduraðgerða í hóp- unum tveimur. Ályktun: Tíðni enduraðgerða eftir fleygskurð er há og er óháð notkun SÓ og stærð æxlis. Með þekkingu á helstu áhættuþátt- um enduraðgerða (skurðsýni, vefjagerð, Her2/neu og aldur) er hægt að fækka enduraðgerðum eftir fleygskurð. E-26 Varðeitiltaka við brjóstakrabbameini. - Aðgerðir og árangur Hildur Guöjónsdóttir', Kristján Skúli Ásgeirsson2, Lárus Jónasson3, Þorvaldur Jónssonu 'Læknadeild HÍ, 2skurðlækningadeild og 3meinafræðideild Landspítala hitdgu@hi.is Inngangur: Varðeitiltaka til stigunar og meðferðar brjósta- krabbameins hefur verið gerð í vaxandi mæli frá aldamótum og hér á landi frá 2003. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna framkvæmd aðgerðarinnar og frumárangur á tímabilinu 2003-2007. Efniviður og aðferð: Upplýsingar voru fengnar úr sjúkraskrám allra sjúklinga sem fóru í varðeitiltöku vegna brjóstakrabbameins á árunum 2003-2007 á Landspítala. Skráðar voru upplýsingar um framkvæmd aðgerðar og niðurstöðu meinafræðiskoðunar. Afdrif sjúklinga voru skoðuð m.t.t staðbundins endurmeins, fjarmeinvarpa og dauða. Niðurstöður: Alls fóru 442 sjúklingar í varðeitiltöku á tíma- bilinu. Eftirfylgnitími var að miðgildi 25 mánuðir. í öllum til- fellum utan eins var ísotóp notaður við merkingu varðeitils og í 75% tilfella var blátt litarefni notað samhliða. Varðeitlar fundust í 100% tilvika og voru teknir að meðaltali 2,3 varðeitlar í aðgerð. Þrír (0,7%) sjúklingar hafa fengið endurmein í holhönd, með- altími frá aðgerð 24 mánuðir, 16 (3,6%) hafa greinst með fjar- meinvörp og rúu (2,0%) eru látnir, þar af tveir af öðrum orsökum en brjóstakrabbameini. Ályktanir: fslenskir skurðlæknar hafa náð góðum tökum á þessari nýju aðferð og varðeitill hefur alltaf fundist. Þótt eft- irfylgnitími sé stuttur bendir lág tíðni endurmeina í holhönd til þess að aðgerðin sé örugg. Með henni hefur umtalsverðum hluta sjúklinga með brjóstakrabbamein verið hlíft við óþarflega ágengri skurðmeðferð. E-27 Hlutverk segulómunar fyrir aðgerð við mat og með- ferð á brjóstakrabbameini Davíð Þór Þorsteinssonu; Donald R. Lannin2; Carol Lee2; Meghna Krishnan2 'Læknadeild Háskóla íslands,2Yale University Hospital, New Haven dth@simnet.is Inngangur: Mikill árangur hefur náðst í greiningu og meðferð við brjóstakrabbameini á síðustu árum og má að verulegum hluta þakka það fullkomnari tækni og útbreiðslu á skimun með brjóstamyndatöku. Sýnt hefur verið fram á að segulómun (SÓ) getur bætt greiningu enn frekar þótt enn séu skiptar skoðanir um vægi hennar í meðferð sjúklinga. Tilgangur þessarar rann- sóknar var að meta áhrif SÓ á tímalengd frá greiningu að skurð- aðgerð, tegund aðgerðar og fjölda vefjasýna í aðgerð hjá konum með nýgreint brjóstakrabbamein. Efniviður: Sjúkraskrár sjúklinga sem greindust með brjósta- krabbamein á tveggja ára tímabili 2005-2006 voru skoðaðar afturvirkt, samtals 902 konur. Sjúklingum var skipt í tvo hópa, annars vegar konur sem fóru í SÓ fyrir aðgerð (SÓ-hópur, n=110) og þær sem ekki fóru í slíka rannsókn (SB-hópur, n=792). LÆKNAblaðið 2008/94 1 7

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.