Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 14

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 14
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 slagæð, fylliþrýsting vinstri slegils og útfall hjartans. ísetning fleiðrukera og ýmiskonar ástungur á gjörgæsludeilum eru mun hættuminni ef ómtæki er beitt. A gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri hefur ómtæki verið í notkun frá sumrinu 2006. Gerð verður grein fyrir reynslu okkar af notkun tækisins. E-19 Aldur hefur áhrif á tíðni endurþrengingar eftir skurð- aðgerð við meðfæddri ósæðarþrengingu hjá börnum Sverrir I. Gunnarsson’-2, Bjarni Torfason1'2, Gunnlaugur Sigfússon1-3, Hróðmar Helgason’, Tómas Guðbjartsson1'2 'Læknadeild HÍ, 2hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, ’Barnaspítala Hringsins sverrirgunnarsson@gmail.com Inngangur: Meðfædd ósæðarþrenging (aortic coarctation, CoA) er í kringum 6% meðfæddra hjartagalla. Algengasta meðferðin er skurðaðgerð en stundum er beitt útvíkkun með belg. Algengir fylgikvillar skurðaðgerðar eru endurþrenging og háþrýstingur. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort aldur við aðgerð og/eða tegund aðgerðar hefði áhrif á tíðni fylgikvilla eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturvirk og nær til allra barna sem gengust undir skurðaðgerð við CoA á íslandi 1990- 2006, samtals 38 barna (22 drengir, meðalaldur 34,5 mán.). Bömunum var skipt í hópa, annars vegar eftir því hvort þau gengust undir aðgerð innan mánaðar frá fæðingu (n=17) eða síðar (n=21) og hins vegar eftir því hvort gerð var bein æðateng- ing eða subclavian flap viðgerð (tafla I). Meðaleftirfylgd var 103 mánuðir. Niðurstöður: Alls fengu 22 börn (57,9%) háþrýsting eftir aðgerð, 7 börn (18,4%) endurþrengingu og 4 böm (10,5%) hjartabilun (tafla I) Háþrýstingur eftir aðgerð var ekki tengdur endurþreng- ingu í neinu tilviki og varði skemur en 1 viku í öllum tilvikum. Endurþrenging var greind að meðaltali 20,7 mán. ± 50,4 eftir að- gerð og í öllum tilvikum var hún meðhöndluð með belgvíkkun. Eitt barn hlaut ósæðargúl í kjölfar víkkunar og þurfti þess vegna enduraðgerð. Skurðdauði var enginn og ekkert barn greindist með mænuskaða. Alyktun: Endurþrenging og tímabundinn háþrýstingur eru algengir fylgikvillar eftir aðgerð við CoA. Háþrýstingur sást oftar í eldri sjúklingum en endurþrenging í þeim yngri og mátti nær alltaf meðhöndla hana með belgvíkkun. Ákveðin tilhneig- ing til aukinna fylgikvilla sást eftir subclavian flap viðgerð en sú aðgerð er yfirleitt notuð í alvarlegri tilfellum og því viðbúið að tíðni fylgikvilla sé hærri. Tafla I. Aldur við aðgerð, tegund aðgerðar og tíðni fylgikvilla (fjöldi og % í sviga). < 1 mán. >1 mán. p-gildi ZZ II h-1 ^4 rl CN II c Háþrýstingur 5 (29,4) 17 (81) <0,01 Endurþrenging 6 (35,3) 1 (4,8) 0,02 Hjartabilun 4 (23,5) 0(0) 0,03 Bein asðatenging Subcl. flap viðgerð (n = 31) (n =7) Háþrýstingur 20(66,7) 2 (28,6) 0,09 Endurþrenging 4(12,9) 3(42,9) 0,10 Hjartabilun 2 (6,5) 2 (28,6) 0,15 E-20 Áhrif NovoSeven® og fibrinogens á blóðstorku eftir opnar hjartaaðgerðir með aðstoð hjarta- og lungnavélar Hanna S. Ásvaldsdóttir', Páll T. Önundarson2, Benny Sörensen5 'Hjarta og lungnaskurðdeild, 2blóðsjúkdómadeild Landspítala, ’blóð- sjúkdómadeild Skejby Sygehus, Árósum í Danmörku hannaasv@landspitali. is Inngangur: Opnar hjartaaðgerðir með aðstoð hjarta- og lungna- vélar (HLV) hafa neikvæð áhrif á blóðstorku sjúklings og blæð- ingar eru algengur fylgikvilli þessara aðgerða. Nýlega hefur verið sýnt fram á að lyfið NovoSeven® geti stöðvað lífshættu- legar blæðingar hjá þessum sjúklingum. Storkurit (Rotem®) er rannsóknaraðferð þar sem storkuferli heilblóðs er gert sýnilegt. Markmið þessarar rannsóknar var að athuga með storkuriti hvort meta megi ex vivo áhrif NovoSeven® og fibrinogens á storkuferlið með því að bæta þeim út í blóðsýni sjúklings. Aðferð: Storkurit (4 breytur), hefðbundin storkupróf og lok- xmartími voru gerð á blóðsýnum 18 sjúklinga (meðalaldur 67 ár, 14 karlar, 4 konur) fyrir og eftir hjartaaðgerð með HLV. Aðgerðimar vom CABG (n=12), AVR (n=2), CABG + AVR (n=3) og MVR (n=l). Niðurstöður: Meðaltími á HLV var 112 mínútur (45-206) og ósæðartöng 67 mínútur (21-153). Marktækar breytingar urðu á storkuriti eftir HLV. Þegar NovoSeven® var bætt við blóðsýnin breyttust tvær breytur storkurits marktækt. Tími frá ræsingu storku þar til að hún hefst (CT) minnkaði frá miðgildi 386 sek (95% CI 175-516) í 231 sek (154-396). Tíminn að hámarkshraða storknunar (t. Max Vel) minnkaði frá miðgildi 560 sek (311-764) í 436 sek (314-556). Sömu niðurstöður fengust þegar fibrinogeni var bætt út í sýnin en að auki sást aukinn stöðugleiki storknunar (MCF), eða frá 55 mm (52-60) í 58 mm (56-62). Best storknun fékkst þegar NovoSeven® og fibrinogeni var bætt út í saman en þá leiðréttust allar 4 breyturnar marktækt. Ályktun: Neikvæðar breytingar verða á storkuriti eftir HLV og þær má að hluta til leiðrétta með því að bæta NovoSeven® og/ eða fibrinogeni út í blóðsýni. Hugsanlegt er að þessi efni, saman eða í sitt hvoru lagi, geti haft sambærileg áhrif á klíníska blæð- ingu hjá sjúklingum. Frekari rannsóknir þarf þó til áður en hægt er að fullyrða um slíkt. 14 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.