Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Side 21

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Side 21
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 verið skýrð með tilviljanagreiningu. í fyrri rannsóknum hér- lendis hefur tilviljanagreining ekki verið sjálfstæður forspárþátt- ur lífshorfa og betri horfur þessara sjúklinga verið skýrðar með lægri stigun og gráðu æxlanna. Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga þróun nýgengis og dánarhlutfalls á 35 ára tímabili og um leið kanna forspárþætti lífshorfa með sérstöku tilliti til áhrifa tilviljanagreiningar. Efniviður og aðferðir: Afturvirk rannsókn á sjúklingum sem greindust á lífi með nýmafrumukrabbamein á íslandi 1971-2005. Kannað var nýgengi og dánarhlutfall og athugaðir forspárþættir lífshorfa með fjölbreytugreiningu. Öll æxlin voru stiguð skv. TNM-kerfi og vefjasýni endurskoðuð. Litið var sérstaklega á tilviljanagreind æxli og þau borin saman við æxli greind vegna einkenna. Niðurstöður: Alls greindust 913 sjúklingar, meðalaldur 65 ár, 557 karlar (61%). Nýgengi jókst marktækt á tímabilinu og var 13,2/100.000/ár fyrir karla og 8,2 fyrir konur 2001-05. Dánarhlutfall hélst hins vegar stöðugt. Af 913 sjúklingum greind- ust 658 vegna einkenna (72%) og 255 fyrir tilviljun (28%), oftast vegna tölvusneiðmyndatöku og ómskoðunar. Tilviljanagreining jókst á tímabilinu, eða frá 11,1% 1971-75 í 39,2% 2001-05. Tilviljanagreindu æxlin voru 2,7 cm minni og af lægri stigun og gráðu en æxli greind vegna einkenna. Aldur, kynjadreifing og vefjagerð voru hins vegar sambærileg. Samanburður á hópunum er sýndur í töflu I. Fjölbreytugreining sýndi að stigun (p<0,001) er veigamesti sjálfstæði forspárþáttur lífshorfa en einnig aldur, greiningarár, sökk og gráða. Einkennagreindir sjúklingar höfðu einnig marktækt verri horfur en tilviljanagreindir (HR 1,4; 95% CI 1,02-1,93; p=0,04). Alyktun: Lífshorfur sjúklinga með nýmafrumukrabbamein á íslandi fara batnandi (vaxandi nýgengi og óbreytt dánarhlut- fall). Líklegasta skýringin er aukning tilviljanagreindra æxla en í dag eru þau um helmingur nýgreindra nýmafrumukrabba- meina. Tilviljanagreining er sjálfstæður vemdandi forspárþáttur lífshorfa og hefur slíkt ekki sést áður hér á landi. Betri horfur tilviljanagreindra sjúklinga skýrast því ekki eingöngu af lægri stigun og gráðu heldur er tilviljanagreining ein og sér jákvæð fyrir horfur sjúklinga. Tafla I. (Gefinn er upp fjöldi sjúkl. og % í sviga). Tilviljanagreind æxli Einkennagreind æxli p-gildi Fjöldi 255 (27,9) 658 (72,1) Aldur 65,6 64,8 óm Karlar/konur 1,6 1,6 óm Stasrð (cm) 5,4 8,1 <0,001 Hæ. nýra 146 (57,3) 325 (49,7) óm TNM-stig 1 146 (57,3) 123(18,8) <0,001 II 29 (11,4) 84 (12,8) III 54 (21,2) 162 (24,7) IV 26 (10,2) 287 (43,8) Gráða 1+2 181 (75,4) 285 (48,5) <0,001 3+4 59 (24,6) 303 (51,5) Blóðrauði (g/L) 138,4 126,9 <0,001 Sökk (mm/h) 25,2 45,3 <0,001 óm=ómarktækt LÆKNAblaðið 2008/94 21

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.