Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 15

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Síða 15
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 E-21 Gore-tex® míturlokustög sem viðbótarmeðferð við míturlokuleka vegna langvarandi blóðþurrðar í hjarta Sigurður Ragncirsson', Amar Geirsson2, Sabet Hashim2, Tómas Guðbjartsson1-’ 'Læknadeild Háskóla íslands, 2hjartaskurðdeild Yale University School of Medicine., ’hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala sigurra@hi.is Inngangur: Hefðbundin meðferð við míturlokuleka af völdum langvarandi blóðþurrðar í hjarta (chronic ischemic mitral reg- urgitation, CIMR) er að þrengja míturlokuhringinn með hring (annuloplasty) og framkvæma kransæðahjáveitu. Arangur þessara aðgerða er þó misjafn, enda talið að framfall á fremra míturlokublaði og/eða hersli á því aftara hafi þýðingu í þessu samhengi. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort Gore-tex®stög í fremra míturlokublaðið, sem viðbótarmeðferð við míturlokuhring, bæti árangur þessara aðgerða. Efniviður og aðferðir: Alls gengust 630 sjúkl. undir míturloku- viðgerð á Yale-New Haven Hospital frá 1995-2006, flestir vegna hrörnunarsjúkdóms í lokunni (79,4%). Þessi afturskyggða rannsókn tók til 32 sjúklinga (5,1%) með alvarlegan CIMR. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og var farið yfir ábending- ar fyrir aðgerð, ómskoðanir af hjarta fyrir og eftir aðgerð, fylgi- kvilla og afdrif sjúklinganna (lifim). Bornir voru saman sjúkling- ar sem fengu bæði Gore-tex® stög og míturlokuhring (hópur G, n=13) og þá sem einungis fengu hring (hópur H, n=12) (tafla I). Átta sjúklingar fengu annars konar viðgerð. Míturlokuleki var metinn sem vægur, meðal eða mikill. Niðurstöður: Allir sjúklingarnir voru með meðal eða mikinn míturlokuleka fyrir aðgerð og útstreymisbrot (EF) og euro- SCORE var svipað í báðum hópum (tafla I). Tíðni fylgikvilla var sambærileg í báðum hópum en algengastur var fleiðruhols- vökvi sem þurti að tæma (n=3). Einn sjúklingur fékk sýkingu í bringubein og annar slag og lést <30 daga frá aðgerð. Á rann- sóknartímabilinu fékk enginn í hópi G endurkomu hvorki meðal né mikils míturlokuleka en í hópi H fengu 2 endurkomu meðalleka og tveir endurkomu mikils leka. Þessi munur á end- urkomu leka var þó ekki marktækur og heldur ekki lifun í hóp- unum tveimur. Ályktun: Míturlokuviðgerð með Gore-tex® stögum er örugg aðgerð og þótt erfitt sé að meta árangur í svo litlum efnivið þá virðist vera tilhneiging til betri árangurs, þ.e. lægri tíðni end- urkomins leka, sé fremra míturlokublað styrkt með Gore-tex® stögum. Tafla I. Samanburður á hópum (fjöldi sjúklinga og % í sviga). Hópur H n=12 Hópur G n=13 p-gildi Meðalaldur, ár 68,8 61 0,07 Karlar 4(25) 11 (85) 0,002 Útstreymisbrot (EF) 33 27 0,2 euroScore, logistic (%) 20,2 16,2 0,55 Aðgerðar-, tangartími, mín 125 / 95 133 / 103 0,51/0,43 Fjöldi kransaeöatenginga 1,9 2 0,85 Tíðni fylgikvilla (%) 33 31 0,9 E-22 Blæðing er aukin eftir kransæðahjáveituaðgerðir á sláandi hjarta í samanburði við aðgerðir framkvæmdar með aðstoð hjarta- og lungnavélar Htmnes Sigurjónsson', Bjami G. Viðarsson', Bjami Torfason1-2, Tómas Guðbjartsson 12 'Hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla íslands hannes@tandspitaii.is Inngangur: Fjöldi rannsókna hefur sýnt fram á betri árangur kransæðahjáveituagerða sem framkvæmdar eru á sláandi hjarta samanborið við hefðbundna aðgerð þar sem notast er við hjarta- og lungnavél. Meðal annars hefur verið sýnt fram á minni blæðingar eftir aðgerð á sláandi hjarta. Þessar rannsóknir hafa hins vegar verið gagnrýndar fyrir lítinn sjúklingaefnivið og valskekkju (selection bias). Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman þessar tvær aðgerðir og þá sérstaklega með tilliti til blæðingar og blóðgjafa eftir aðgerð. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á íslandi frá júní 2002 til febrúar 2005. Sjúklingum sem gengust undir aðra aðgerð samtímis kransæðahjáveitu (t.d. lokuaðgerð) var sleppt. Sjúklingunum, 307 talsins, var skipt í tvo hópa, CABG-hóp (n=218) og OPCAB-hóp (n=89). Niðurstöður: Hóparnir voru sambærilegir (tafla I) þegar kom að aldri (67 ár), kyni, útbreiðslu kransæðasjúkdóms og fjölda græð- linga í aðgerð. OPCAB-aðgerðimar tóku lengri tíma og blæðing var aukin um 498 ml (p<0,001). Þó var tíðni enduraðgerða vegna blæðinga og magn blóðgjafa sambærilegt í báðum hópum. Hjartadrep í aðgerð (9% vs. 18% p <0,05) og aftöppun fleiðru- vökva (7% vs. 17% p = 0,03) var marktækt algengara í CABG hópnum. Tíðni gáttatifs/flökts, heilablóðfalla, skurðdauða og heildarlegutími voru sambærileg í báðum hópum. Ályktun: Kransæðahjáveituaðgerðir á sláandi hjarta eru líkt og hefðbundin aðgerð örugg meðferð, jafnvel hjá sjúklingum með útbreiddan kransæðasjúkdóm og lélegan slegil. Tíðni hjarta- dreps í aðgerð er lægri en hins vegar taka þær lengri tíma og blæðing er marktækt aukin. Hugsanleg ástæða þess gæti verið of kröftug blóðþynning þessara sjúklinga fyrst eftir aðgerðina. Tafla I. (Gefinn er upp fjöldi sjúklinga í sviga %). OPCAB (n = 89) CABG (n = 218) p-gildi Euroscore 4,9 4,8 óm EF < 30% 6(7) 15(7) óm Vinstri höfuöstofnsþrengsli 43 (48) 79(37) óm Fjöldi æóatenginga 3,4 3,3 óm Aðgeröartími, mín (bil) 215 (85-460) 191 (110-365) <0,01 Blæðing (meðaltal í ml) 1357 859 <0,001 Enduraðgerð v. blæðingar 2(2) 13(6) óm Blóðgjafir (ein.) 1,8 1,6 óm Heildarlegutími, 10 10 (miögildi, bil) (6-42) (5-96) óm óm = ómarktækt, EF = Ejections fraction , NYHA = New York Heart Association LÆKNAblaðið 2008/94 15

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.