Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 19

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 19
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 brjóstastærð, krabbameinsstærð, svo og væntingum og vilja sjúklinganna. Aðferðir þessar eru taldar geta aukið enn frekar á vægi hlutabrjóstnáms í skurðmeðferð brjóstakrabbameinssjúkl- inga. Aðferðir og algorithmi verða kynntar á þinginu. Auk þess verður snemmkominn árangur fyrstu aðgerða af þessu tagi sem framkvæmdar hafa verið á brjóstaskurðdeild Landspítalans kynntur. E-31 Krabbamein í smágirni á íslandi Jóhanti Páll Ingimarsson', Jón Gunnlaugur Jónasson2, Jónas Magnússon', Páll Helgi Möller' 'Skurðlækningadeild, 2rannsóknarstofu í meinafræði Landspítala johannpa@landspitali.is Inngangur: Æxli í smágirni eru sjaldgæf orsök gamastíflu og blæðinga um meltingarveg. Tilgangur rannsóknar okkar var að athuga faraldsfræði æxlanna, greiningaraðferðir, meðferðir og lifun á íslandi yfir 50 ára tímabil frá 1955 til 2005. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar úr Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands um þá er greinst hafa með æxli í smágirni voru bomar saman við greiningaskrá rannsóknarstofu í meinafræði. Gögn voru fengin úr sjúkraskrám. Öll sýni voru endurskoðuð af meinafræðingi. Niðurstöður: 110 greindust á tímabilinu, 58 karlar og 52 konur. Meðalaldur við greiningu var 65 ár (bil 15-91). Nýgengi var 1,04 á 100.000 íbúa á ári. Silfurfrumuæxli (carcinoid) voru 78, kirt- ilfrumuæxli 22, strómaæxli 7 og önnur 3. Dausgarnaræxli voru mun algengari en í ásgöm. Algengustu einkennin, óháð vefja- flokkum, voru kviðverkir (n=47), uppköst (n=20), niðurgangur (n=19) og slappleiki (n=18). Silfurfrumuheilkenni var til staðar í 8 tilvikum. Æxlin voru tilviljunargreiningar í 26 sjúklingum. Algengustu rannsóknir voru magaspeglun (n=24), ristilspeglun (n=24) og tölvusneiðmynd (n=23). Algengustu aðgerðir voru hlutabrottnám á smágirni (n=43) og brottnám á botnristli og dausgarnarenda (n=13). Helstu fylgikvillar voru gamastífla (n=ll), sárasýkingar (n=8) og lungnabólga (n=6). Fjórir létust í kjölfar aðgerðar. 16 fengu krabbameinslyfjagjöf. Eins árs lifun fyrir kirtilfmmukrabbamein var 36%, 5 ára 12% og 10 ára 6%. Eins árs lifun fyrir silfurfrumuæxli er 72%, 5 ára 52% og 10 ára 33%. Umræða: Æxli í smágimi em sjaldgæf á íslandi og hefur tíðni haldist svipuð undanfarin 40 ár. Æxlin eru oft tilviljanafundur. Hlutfall silfurfrumuæxla er hærra hér en erlendis. Einkenni eru ósértæk og greina ekki milli meingerða. Silfurfmmuheilkenni er fátítt. Lífslíkur eru slæmar, líkt og erlendis. E-32 Lungnasýnatökur með skurðaðgerð til greiningar sjúkdóma í millivef lungna Mnrtin Ingi Sigurðsson', Gunnar Guðmundsson1'2, Helgi J. ísaksson3, Tómas Guðbjartsson'-4 'Læknadeild HÍ, 2lungnadeild, 3rannsóknarstofu í meinafræði og Jhjarta- og lungnaskurðdeild, Landspítala mis@hi.is Inngangur: Nákvæm greining sjúkdóma í millivef lunga (in- terstitial lung diseases, ILD) er afar mikilvæg og er sýnataka með skurðaðgerð talin besta greiningaraðferðin. Takmarkaðar upplýsingar liggja fyrir um áhættu og greiningargetu þessara aðgerða og áhrif þeirra á meðferð. Efni og aðferðir: Rannsóknin er aftursýn og náði til allra sjúk- linga sem gengust undir lungnasýnatöku með skurðaðgerð á íslandi 1986-2007, samtals 80 einstaklinga (47 karlar, meðalaldur 57,2 ár). Vefjasýni voru yfirfarin og var meðaleftirfylgd 78,2 mánuðir. Niðurstöður: Algengustu einkenni voru hósti og mæði. f 66% tilvika hafði sýnataka með berkjuspeglun þegar verið gerð án fullnægjandi greiningar. Gerð var opin aðgerð í 64% tilvika og brjóstholsspeglunaraðgerð hjá 29 sjúklingum, en í þremur til- vikum þurfti að breyta yfir í opna aðgerð. Miðgildi legutíma var 5 dagar (bil 1-89) og brjóstholskerameðferðar tveir dagar (bil 1-89). Þrír sjúklingar (3,8%) létust í sjúkralegunni og aðrir þrír fengu alvarlega fylgikvilla. Algengasti fylgikvill- inn var viðvarandi loftleki (>96 klst.), eða hjá 13 sjúklingum. Sjúkdómsgreining, byggð á skurðsýni, fékkst í 80% tilfella en í 16 tilvikum var greiningin ófullkomin (ósérhæfð bólga eða endastig lungnatrefjunar). Þegar einungis var tekið sýni úr lingula var tíðni ófullkominnar greiningar hærri en þegar tekin voru sýni frá öðrum lungnahlutum (50% vs. 16%, p=0,004). Klínísk greining breyttist í 74% tilfella og hjá 57% sjúklinga breyttist meðferð. Lifun tveimur og fimm árum frá aðgerð var 87% og 72%. Umræða: Sýnataka með skurðaðgerð er áreiðanleg aðferð til greiningar ILD og leiðir til breyttrar meðferðar hjá helm- ingi sjúklinga. Þrátt fyrir lága dánartíðni í kjölfar sýnatökunnar (3,8%) þarf að vanda val á sjúklingum í aðgerð. Einnig ætti að forðast staka sýnatöku úr lingula. E-33 Innlagnir á gjörgæsludeild Landspítala vegna fjöláverka 1994-2003 Bjami Guðmundsson', Halldór Jónsson jr1-2, Bergþóra Ragnarsdóttir3, Kristinn Sigvaldason3 'Læknadeild Háskóla Islands, 2bæklunarskuródeild, 3svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítala bjamigu@landspitali.is Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna innlagnir á gjörgæsludeild vegna fjöláverka tímabilið 1994-2003, bera saman við rannsóknir 1974-1993 og fá þannig heildarmynd af þróun í mynstri áverka, alvarleika og lifun yfir 30 ára tímabil. Efniviður og aðferðir: Skoðaðar voru allar innlagnir á gjör- gæsludeild vegna fjöláverka á árunum 1994-2003 og upplýsing- um safnað um aldur, kyn, slysstað, orsök, legutíma og afdrif eftir útskrift. Alvarleiki áverka var metinn samkvæmt AIS-ISS kerfi en það gefur stig eftir einföldum skala (1-6) fyrir hvert og eitt 6 líkamssvæða og fást þannig stig frá 1 og upp í 75 sem jafngildir banvænum áverka. ISS <10 jafngildir minniháttar áverka en ef ISS >16 er um alvarlega áverka að ræða. Niðurstöður: Innlagnir á gjörgæsludeild á tímabilinu voru alls 5702, þar af 971 vegna áverka. Þetta gera 97 á ári að meðaltali LÆKNAblaðið 2008/94 19

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.