Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 16

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 16
VISINDAÞING FYLGIRIT 55 S K I / S G L í E-23 Skurðsýkingar eftir bláæðatöku á ganglimum við opnar kransæðahjáveituaðgerðir Helga H. Hallgrímsdóttir1, Ásta S. Thoroddsen', Tómas Guðbjartsson2-3 'Hjúkrunarfræðideild, 2læknadeild Háskóla íslands, 3hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala helgahal@landspitali. is Inngangur: Einn algengasti fylgikvilli kransæðahjáveituað- gerða (CABG) eru skurðsýkingar og geta þær m.a. komið í bringubeinsskurð. Mun algengari eru þó skurðsýkingar eftir bláæðatöku, eða 2-24% skv. erlendum rannsóknum. Ekki eru til tölur um tíðni þessara sýkinga hér á landi og markmið þessarar rannsóknar að bæta úr því. Efniviður og aðferðir: Framsýn rannsókn á 65 sjúklingum (51 karl, meðalaldur 64 ár) sem gengust undir CABG á Landspítala frá 1. september til 26. desember 2007. Oftast var um að ræða CABG eingöngu, þar af átta aðgerðir framkvæmdar á sláandi hjarta (OPCAB), en í 12 tilfellum var framkvæmd önnur aðgerð samtímis, oftast lokuaðgerð. Klínískar upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og öllum sjúklingum var fylgt eftir í 30-40 daga eftir aðgerð. Skurðsár voru metin skv. ASEPSIS stigakerfi og var sýking skilgreind sem ASEPSIS-skor >20. Bomir voru saman sjúklingar með og án sýkingar og lagt mat á áhættuþætti sýk- ingar. Niðurstöður: Alls greindust 15 sjúklingar með sýkingu (23,1%) innan 35 daga frá aðgerð og fengu þeir allir sýklalyf. Jafnframt fengu 13 sjúklingar í ósýkta hópnum (ASEPSIS <20) sýklalyf, oftast vegna þvagfæra- eða lungnasýkingar. Að meðaltali greindist skurðsýkingin á 17. degi (bil 9-33 dagar). í töflu I eru bornir saman sjúklingar í hópunum tveimur. Eins og búast mátti við var ASEPSIS-skor hærra hjá sjúklingum með sýkingu en hjá þeim sem ekki voru með sýkingu (29,5 vs. 9, p<0,0001). Aldur og kynjadreifing var sambærileg, sömuleiðis áhættuþættir og legutími fyrir og eftir aðgerð (9 og 11 dagar fyrir báða hópa). Tilhneiging til lægri sýkingatíðni sást eftir brotinn skurð miðað við samfelldan (p=0,12). Ályktun: Skurðsýkingar eftir bláæðatöku eru stórt vandamál eftir kransæðahjáveituaðgerðir en tæplega fjórði hver sjúklingur fær slíka sýkingu og fær meðferð með sýklalyfjum. Þetta eru heldur hærri tölur en sést hafa í erlendum rannsóknum en hafa verður í huga að í þessari rannsókn var sjúklingum fylgt óvenju lengi eftir sem hækkar tíðni sýkinga. Brýnt er að kanna betur þessa áhættuþætti í stærri samanburðarrannsókn og með því móti gera ráðstafanir til að fyrirbyggja þær. Tafla I. Samanburöur á sýktum og ósýktum sjúklingum (fjöldi sjúklinga og % í sviga). Sýktir Ekki sýktir p-gildi n = 15 n = 50 Meðalaldur 68.1 65.6 óm Karlkyn 11(73) 40 (80) óm BMI 28.2 28.3 óm Sykursýki 2 (13,3) 6(12) óm Æöasjúkdómar 2(13,3) 8(16) óm Aögeröartími (mín) 229 235 óm Lengd skurðar (cm) 55 49 0,06 Brotinn skuröur 2 (13.3) 18 (36) 0,12 ASEPSIS skor 29.5 9 <0.0001 Gefin sýklalyf 15 (100) 13(26) <0,01 Legutími fyrir/eftir aögerð (miögildi) 11/9 11/9 óm óm = ómarktækt E-24 Epicardial pulmonary vein and ganglionic plexi abla- tion. - Experience of a videoassisted off-pump technique in 30 patients with atrial fibrillation Gunnar Mýrdal, Leif Nilsson, Per G. Blomström Department of Cardiology and Cardiovascular Surgery Uppsala University Hospital, Uppsala, Sweden myrdal@landspitali.is Introduction: Video-assisted epicardial pulmonary vein (PV) and ganglionic plexi (GP) ablation is a new technique of atrial fi- brillation (AF) ablation. We report our initial experience includ- ing patients (pats) with permanent AF. Methods: Nov 05 - May 07, 30 pats (21 men, 9 women), aged mean 56.8 years, were included. Paroxysmal (PAF) or persistent AF were present in 23 (77%) pats and permanent AF in 7 (23%). Transvenous AF ablation had previously failed in 53 % of pats. The epicardial approach included two intercostal 10 mm ports and one working port on each side of the thorax. Video-assisted epicardial PV isolation was performed off-pump bilaterally. Transmural linear lesions for PV isolation were achieved by a bipolar radiofrequency (RF) device (AtricureTM). The left atrial appendage (LAA) was excised using a surgical stapler. Vagal GPs were identified using high frequency stimulation (800 bpm, pulse width 9.9 msec) at specific predetermined sites around all PVs, by a decrease exceeding 50 % of the ventricular rate during stimulation, and then ablated using RFenergy. Vagal denerva- tion was confirmed by repeating the GP stimulation after the RF application(s). Results: PV isolation, vagal GP ablation and excision of LAA were successful in 28/30 (93%) pats. The pats were followed for 3,6,12 months after ablation. In 14 pats followed for 6 months and 3 pats for 12 months, 16 out of 17 (94%) are in sinus rhythm (SR), of whom only three are on antiarrhythmic drug treatment. All 4 pats followed for 3 months are in SR, 7 remains to be follo- wed at 3 months and one pat is lost to follow-up. Complications included bleeding requiring thoracotomy in 2 pats and embolic stroke in one pat. 16 LÆKNAblaðið 2008/94

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.