Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 23

Læknablaðið : fylgirit - 01.04.2008, Blaðsíða 23
VÍSINDAÞING SKÍ/SGLÍ FYLGIRIT 55 Sjúkdómurinn í lungum svaraði meðferð mjög vel. Fjórum mánuðum síðar voru merki um stækkun meinvarpa í heila og var þá lyfjameðferð breytt í etoposíð, ifosfamide auk cisplatins. Þar að auki var beitt tveggja mánaða geislameðferð á höfuð og háskammta sterameðferð (prednisólon) sem hann hafði nýlokið við þegar hann kom á bráðamóttöku. Þar var hann einkennalítill í hvíld, cushingoid, með öndunartíðni 28, S02 97% án súrefnis, BÞ 136/86 og púls 120. Öndunarhljóð voru minnkuð beggja vegna og á lungnamynd og TS af lungum sást loftbrjóst beggja vegna, með 48% samfalli á hægra lunga og 51% á því vinstra. Komið var fyrir brjóstholskera beggja vegna og tveimur dögum síðar, þegar loftleki hafði stöðvast, var gerð fleiðruerting (pleurodesis) með mepacrine (alls 4 skammtar hvoru megin á fjórum dögum) sem hann þoldi vel. Einkenni gengu til baka, brjóstholkerar voru fjarlægðir tveimur dögum síðar og síðan hafin ný lyfjameðferð. Stuttu eftir útskrift greindust lifrarmeinvörp og heilameinvörp- in reyndust stækkandi. Lést hann úr þeim tæpum tveimur mán- uðum síðar. Umræða: SBPS getur greinst hjá sjúklingum með lungnamein- vörp eistnakrabbameins. Um er að ræða afar sjaldgæft fyrirbæri og er orsök loftlekans talin blæðing inn í meinvarp aðlægt fleiðru eða drep, t.d. eftir krabbameinslyfjameðferð. Athyglisvert er hversu lítil einkenni þessi sjúklingur hafði í hvíld, jafnvel þótt stór hluti beggja lungna væri samanfallinn. V-04 Risablaðra í lunga læknuð með skurðaðgerð Hilmir Ásgeirsson', Dóra Lúðvíksdóttir1, Ólafur Kjartansson2, Tómas Guðbjartsson34 'Lungnadeild, 2myndgreiningardeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands hilmirasg@yahoo.com Inngangur: Risablaðra í lungum (giant bulla) er loftfyllt rými sem nær yfir >1/3 lungans. Þetta er sjaldgæft fyrirbæri og orsök- in eyðing og þensla á lungnavef líkt og sést í lungnaþembu. í blöðrunum er lítið loftflæði og taka þær lítinn þátt í lofskiptum. Með vaxandi stærð blöðrunnar finna sjúklingar fyrir mæði og hætta á fylgikvillum eins og blæðingum, sýkingum og loftbrjósti eykst. Því getur þurft að fjarlægja risablöðrur með skurðaðgerð. Hér er lýst slíku tilfelli sem greindist á Landspítala. Tilfelli: 49 ára stórreykingamaður var greindur á lungnamynd með risastóra blöðru í hægra lunga. Hann hafði 3ja mánaða sögu um endurteknar efri loftvegasýkingar, þurran hósta og vaxandi mæði. Hann var áður hraustur og hafði ekki fyrri sögu um lungnasjúkdóma. A TS sást að blaðran var 17 cm í þvermál, stað- sett í neðra blaði þar sem hún þrýsti á efra og miðblað. Einnig sáust minni blöðrur miðlægt í efra blaði en vinstra lunga var eðlilegt að sjá. Rúmmál risablöðrunnar mældist 3,1 L á sneið- myndunum en heildarrúmmál blaðranna 3,2 L. Öndunarmæling sýndi talsverða herpu en þó með blandaðri mynd (tafla I). Með því að bera saman lungnarúmmálsmælingar með tveimur mis- munandi aðferðum, þrýstingsaðferð (heildarlungnarúmmál) og þynningaraðferð (lungnarúmmál með virku loftflæði), var rúm- mál blaðranna áætlað 2,9 L (tafla I). Vegna einkenna sjúklings og stærðar blaðranna var ákveðið að taka sjúkling í aðgerð. Blöðrurnar í efra blaðinu voru fjarlægðar með fleygskurði (bul- lectomy) þar sem notast var við Goretex®-remsui til styrkingar á heftilínunni. Risablaðran var síðan fjarlægð í heild sinni með leifum neðra blaðs (e. lobectomy). Einnig var gerð fleiðrulím- ing með talkúmi til að fyrirbyggja loftleka. Bati eftir aðgerð var góður, kerar voru fjarlægðir á 3. degi og sjúklingur útskrifaður viku frá aðgerð. Fjórum mánuðum síðar er hann við góða heilsu og aftur kominn til vinnu. Öndunarmælingar eftir aðgerð sýna verulega bætta öndunarstarfsemi (tafla I). Umræða: Þetta tilfelli sýnir að hægt er að lækna risablöðr- ur í lunga með skurðaðgerð og að hægt er að mæla rúmmál blaðranna með myndgreiningarrannsóknum eða öndunar- mælingum. Tafla I. Öndunarmælingar (L og viðmiðunargildi f %). Fyrir aðgerð 3 mán e. aðgerö FEVl 2,27 (62%) 2,94 (80%) FVC 3,10 (69%) 4,11 (91%) FEVl / FVC 0,73 0,72 TLC ÞRA 7,31(105%) 5,30 (76%) TLC ÞYA 4,41 (63%) 5,33 (76%) ÞRA - ÞYA (=rúmmál blöðru) 2,90 -0,03 FEVl=forced expiratory volume in 1 sec, FVC=forced vital capacity, TLC=total lung capacity, ÞRA=þrýstingsaðferð, ÞYA=þynningaraðferð V-05 Sjálfsprottið loftmiðmæti eftir iðkun jóga Eimr Híifberg', Gunnar Guðmundsson24, Tómas Guöbjartsson34 ’Slysa og bráðadeild, 2lungnadeild, 3hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4læknadeild Háskóla íslands hafberg@gmail.com Inngangur: Sjálfsprottið loftmiðmæti (e. spontanteous pneumo- mediastinum) er skilgreint sem óeðlileg loftsöfnun í miðmæti án augljóss orsakavalds (t.d. sýkingar eða áverka). Um er að ræða sjaldgæfan kvilla sem aðallega greinist í annars hraustum karlmönnum. Oftast þarf enga sérstaka meðferð og horfur eru ágætar. Hér er lýst einstæðu tilfelli af Landspítala. Tilfelli: Áður hraustur 23 ára karlmaður leitaði á slysadeild Landspítala vegna brjóstverkja sem versnuðu við innöndun og komu skyndilega tæpum 10 klst. áður þegar hann var í svoköll- uðu Ashtanga-jóga. Var hann þá í bakfettu og andaði um leið í gegnum nefið með lokað spjaldbrjósk. Þetta kallast ujjayi-öndun og er eins konar afbrigði af svokallaðri valsalva-öndun. Hann var ekki veikindalegur að sjá við komu og lífsmörk voru eðlileg. Ekki sást loft undir húð og hlustun á lungum var eðlileg. Hins vegar heyrðust skruðningsóhljóð yfir hjarta en bæði hjartalínurit og -ómun reyndust eðlileg. Á röntgenmynd af lungum sást loft í miðmæti og loftrönd í hægri hluta gollurshúss. Verkirnir héldu áfram og 7 klst. eftir komu voru fengnar tölvusneiðmyndir af brjóst- og kviðarholi. Þar sást loftið í miðmætinu betur og umlukti það vélindað. Einnig sást loftrönd í gollurshúsi en ekki loftbrjóst eða merki um fleiðru- og/eða gollurshússvökva. Tæpum xh sólarhring frá komu var gerð skuggaefnisrannsókn af LÆKNAblaðið 2008/94 23

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.